Ferðin mín - Austfjorden.

Já þá var ég komin til Inga Þórs míns og fjölskyldunnar þar, þau búa í Austfjordin, sem er nálægt Örsta ekki langt frá Álaborg.

 IMG_7181

Þetta er Símon Dagur algjör töffari, hér er hann að dansa GangamStyle Wúbb Wúbb....

IMG_7184

Yndislegt að hitta þau öll, að vísu var Sóley Ebba ekki heima, en ég hitti öll hin börnin, þau búa í gömlum bóndabæ, bóndinn sjálfur býr í næsta húsi hann er geitabóndi og bæði börnin og Ingi Þór eru dugleg við að hjálpa honum með geiturnar.

IMG_7207

Það er svo merkilegt við Evítu Cesil og Ásthildi Cesil að það er svo margt sameiginlegt með þeim, þó þær hafi ekki þekkst nema meðan þær voru ómálga börn, báðar skapmiklar skessur, en svo blíðar og góðar, vilja hels bara vera á naríonum eða þaðan af minna.  Hér spilar Evíta á Píanó eins oghún ein kann.  hehhe.

IMG_7208

Og stubbur gerir allt eins og stóra systirHeart

IMG_7256

Kristján Logi er orðin svaka stór og flottur strákur. 

IMG_7263

Og Aron Máni líka. Þeir eru frábærir báðir tveir. Og eru á Íslandi hjá pabba sínum yfir jólin, svo vonandi koma þeir heimsókn í Kúluna.

IMG_7252

Það er ekkert leyndarmál en í þessari fjölskyldu eru það strákarnir sem elda besta matinn. Bjössi, Ingi Þór, Skafti, Júlli minn var líka eðalkokkur og svo Úlfur. Allir elska að elda góðan mat. Hér er verið að elda lærið sem ég druslaði með mér að heiman.  En maður á ekki að kaupa lærið í fríhöfninni, þau eru löng og mjó, það er eins og það sé verið að hugsa, útlendingar vita ekki hvernig góð læri eiga að vera og henda ruslinu á völlinn, og svo eru þau þar á ofan helmingi dýrari en í Bónus.

IMG_7242

Það er svo notalegt hjá pabba.

En eins og ég sagði þá var Sólveig Hulda mín ekki heima. Hún er frábær listamaður bæði spilar hún á allskonar hljóðfæri, mest á píanó og gítar, hún er líka farin að semja sjálf, reyndar löngu byrjuð á því, því þegar Evíta var skírð þá spilaði hún frumsamið lag á orgelið í gömlu kirkjunni í Unaðstal.

En svo teiknar hún líka svo fallega, hún hefur nú tvö síðastliðin ár tekinað forsíðumyndina á ævintýrabókunum sem ég sem fyrir börnin.

Hér eru líka nokkur sýnishorn.

IMG_7190

Hér sjáum við Kurt Cobein

IMG_7188

Bob Marley, hugsið ykkur þetta er 15 ára gömul stúlka og eina sem hún hefur lært í teiknun er skrautskrift hjá honum Jens okkar Guði.

IMG_7171

Hér er mynd af Júlla mínum, í hans minningu.

IMG_7170

Hér er föðurbróðir hennar Sverrir Karl, í hans minningu. 

Þú ert svo flott Sóley Ebba mín Heart Mig langaði virkilega að hitta þig.

IMG_7211

Það er voða notalegt að kúra hjá pabba sínum.

IMG_7255

Flott skotta hún Evíta Cesil.

IMG_7251

Svo er líka notalegt að vera með mömmu. Símon á vin sem heitir Carl minnir mig, hann er kring um 12 ára og leikur oft við, Carl hjálpar honum líka oft.  En það sér engin Carl nema Símon. 

IMG_7258

Í sveitinni koma bændur og banka upp á til að selja afurðir sínar.

IMG_7259

Í þetta skipti eplabóndi að selja epli og epladjús. 

IMG_7260

Mamma meiri epladjús!

IMG_7262

Strákarnir mínir sá elsti og sá yngsti.

IMG_7264

Landslagið er gríðarlega fallegt hér fyrir norðan.

IMG_7265

Fjöllin há, Elli var að segja vini sínum frá, hann sagði þeir binda baggana ferkantaða, annar myndur þeir rulla niður fjallið og alveg niður í sjóLoL

IMG_7266

Það er snjór á fjallatoppum.

IMG_7267

Já hér er virkilega fallegt og þegar maður kemur heim virka háu fjöllin hér svona svipað og Himmelbjerget.

IMG_7269

Vestfirðingar kannast vel við svona manngerð göng, en við ökum ekki lengur um þau, þar sem Óshlíðinn er ekki farin lengur. Annars er vegagerð hér svona frekar á eftir. Þó eru þeir mikið í gagnagerðum, hér hafa verið byggð 6 ný göng frá því ég var hér síðast og stóru göngin á leiðinni þau eru um 6 km löng og færa Austfjorden töluvert nær Örsta. En svo eru byggðar brýr og ferjur, mig minnir að það þurfi að fara í tvær ferjur til að komast til Ålesund og ótal göng á leiðinni og brýr. En flestir vegir eru frekar þröngir og krókóttir og ökuhraði um 60 km.

IMG_7268

En mikið var gaman að koma og hitta blessuð barnabörnin mín.

IMG_7278

Flestir norðmenn eiga skútur eða annarskonar fleytur, þeir eru miklir veiðimenn, og börnin eru ekki gömul þegar þau fá veiðihníf í beltið.

IMG_7279

Svo var þessi allof stutta heimsókn á enda, og Ingi minn skutlaði mér á flugvöllinn.  Hér þarf að fara gegnum öryggishlið í innanlandsflugi. 

IMG_7282

Gleðipinnar. En þar sem ég sat á flugvellinum og beið eftir flugvélinni tók ég eftir því að enginn karlmaður komst gegnum leitarhliðið nema að taka af sér beltið. Og allir karlmenn eru jú með belti. Svo ég var að hugsa hvort tæknin ætti ekki að koma hér að og spara þessar beltislosanir. Eða hanna belti sem fara gegnum leitarhlið. En svo var kveðjustund og þá að koma sér upp í flugvélina og fljúga til Oslóar.

IMG_7277

Flogið yfir Örsta. Flogið í faðm fjölskyldunnar í Osló.

IMG_7283

Þar var svo stoppað í tvo daga, síðan í átt að Austurríki. 

Eigið góðan dag og gleðilegan jóladag.


Bloggfærslur 25. desember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband