Jólakveðja til ykkar allra.

Kæru vinir, vandamenn og bloggvinir, ég vil senda ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár.  Og þakka innilega fyrir góð samskipti, samskipti sem ég hef lært mikið af og glaðst yfir. 

Það er ómetanlegt að eignast svona marga vini og taka þátt í uppbyggilegum samræðum, skiptast á skoðunum við fólk sem maður hefur jafnvel aldrei séð, en finnst þekka alveg í gegn.

IMG_1260

Kúlan mín.

1-001

Jólabörnin mín, myndin annars tekin í Tívólíinu í Kaupmannahöfn.

Fékk svo fallega kveðju frá Hegranesgoðanum og læt hana fylgja hér með.

Gleðileg jól
Íslendingar hafa haldið jólin hátíðleg frá því að land byggðist. Eflaust hefur rauði þráðurinn í hátíð ljóssins verið sá sami frá upphafi þ.e. að fagna birtunni og þeim góðu gjöfum sem almættið gefur okkur mönnunum. Vissulega hafa siðir og formerki jólanna breyst í aldanna rás, en fögnuðurinn er sá sami og verður á meðan jörð hverfist um sólu.
Rætur jólanna liggja djúpum rótum í sið vorra Norrænna manna, en engu að síður hafa straumar og lífssýn seytlast í þúsundir ára á milli menningarheima, en þó ekki með þeim hraða og straumi sem fylgir netvæddum nútímanum. Sumir sjá skýra hliðstæðu í hinum góða ási Baldri hinum hvíta og frelsaranum frá Nasaret. Augljós eru áhrifin í hina áttina þ.e. áhrif Rómverja, sem ástunduðu keimlík trúarbrögð og vor siður er, á kristnina, sem tók sín bernskuspor í ríki Rómar. Skýrasta birtingarmynd áhrifanna er í sjálfu jólahaldinu, sem heiðrað var með því að gera hátíðina sömuleiðis að fæðingarhátíð frelsarans.
Á þarsíðustu öld varð jólatréð liður í jólahaldinu hér á landi og hefur vegur þess farið vaxandi. Það á skýra samsvörun í okkar Norræna sið sem lífsins tré, Askur Yggdrasills. Tréð stendur upp í gegnum heiminn allan og er sameiningartákn lífsins og ólíkra krafta heimsins.
Boðskapur jólanna er nýtt upphaf og tilhlökkun yfir bjartari tíð. Helgisaga jólanna er falleg ástarsaga þeirra Freys og Gerðar Gýmisdóttur. Freyr frjósemisgoð er bróðir Freyju, en þau eru af ætt Vana, en Gerður, sem fegurst er allra kvenna, er af ætt jötna. Með Brúðkaupinu, sem fram fór á jólunum náðist sátt á milli myrkursins og birtunnar, sem tryggði hringrás árstíðanna. Brúðhjónin, sem voru af gjörólíkum uppruna, náðu vel saman og elskuðust á jólunum í níu daga og níu nætur, á meðan á brúðkaupinu stóð.
Það fer því vel á því að gera vel við sig og sína á jólunum í mat og drykk og gleðjast yfir því jákvæða sem tilveran hefur upp á að bjóða. Boð og veisluhöld eru góð leið til þess að koma saman og rækta andann og efla tengslin við frændgarðinn. Að lokum er hér falleg og skýr mynd úr Völuspá, sem segir frá nýju upphafi. Ég óska lesendum ástríkra jóla og birtu og gleði á nýju ári.


Sér hún upp koma


öðru sinni


Jörð úr ægi


iðjagræna;


falla fossar,


flýgur örn yfir,


sá er á fjalli


fiska veiðir.


Sigurjón Þórðarson, Hegranesgoði

Gleðileg jól öll sömul og hjartans þakkir fyrir allt að liðna gamalt og gott.  Heart 

 


Bloggfærslur 24. desember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband