21.12.2012 | 19:44
Heill þér Óðinn, Heill þér Freyja. - Vetrarsólstöður.
Ég lagði leið mína á Silfurtorg í kvöld klukkan sex, þar sem félagar mínir út Ásatrúarfélaginu blótuðu vetrarsólstöðum.
Frá upphafi voru vetrarsólstöður einn af heilögustu tímum ársins, þegar sól byrjar að hækka á lofti. Á þeim tíma var siður að gefa gjafir, vera með sínum nánustu og fagna sólstöðum. Litur Ásatrúar á þessum tíma var grænn og rauður, þeir fluttu inn í hýbýli sín greni eða annað sígrænangróður til að vernda verur, þeir skreyttu með rauðum lit til dæmis eplum.
Það má líka syndga aðeins, eins og að fá sér að reykja áður en athöfn byrjar, þó það sé... já synd eða þannig.
Þessi athöfn var látlaus en samt mikil helgi yfir henni. Helgi landsins, helgi vætta, fánu og flóru og alls þess sem lifir. Hringurinn eini og sanni. Blót til ása og gyðja og landvætta.
Það var nefnilega ekki bara Trölli sem stal jólunum, heldur gerðu hinir kristnu það líka. Til að reyna að fá heiðna menn til fylgilags völdu þeir heilögustu tíma heiðinnar trúar til að vera kristnar og hafa reynt að útmá þá siði sem heiðninni fylgja. Það hefur aldrei heppnast almennilega og nú færist fjör í bæ.
Á þessum sama tíma var blótað víða um land af Ásatrúarfólki.
Verð að viðurkenna af ýmsum ástæðum er ég frekar hrærð á þessum tíma, en það hefur líka haft sín áhrif að ég var inn í kirkjugarði að setja ljósakross á leiði sonar míns. Og hitti aðra móður í svipuðum kringumstæðum. Það á ekkert foreldri að þurfa að grafa börnin sín. við eigum að fá að fara á undan þeim sem við bárum í þennan heim. Það á að vera lögmálið.
Blaðaljósmyndarinn Halldór vinur minn á staðnum. En ég vil láta grafa mig að Ásatrúarsið. Hér gefur Anska fólki piparkökur. Síðan vorum við leyst út með mandarínum að sið Ása að leysa fólk út með gjöfum á þessum tíma.
Þetta var yndisleg stund og háheilög full af kærleika sem nær langt út fyrir mannheima. Svífur yfir allri náttúru landsins og alls þess sem þar býr.
Yndisleg stund og nú fer sól að hækka á lofti, og það er merki kærleikans og ljóssins fyrir okkur öll.
Mig langar að fá mér svona flottan búning, því hann er svo vel við hæfi. Ég var aftur á móti með jólasveinahúfu... eða þannig.
Goðin okkar hún Laufey og Annska báru hitan og þungan af þessari fallegu athöfn. Heill þér Óðinn, heill þér Freyja, heill þér Freyr. Heill öllum ásum og ásynjum, gyðjum og öðrum vættum, heill landi voru og þjóð og heill öllu því sem lifir, heill þér sól og heill þér máni.
Athöfnin endað svo á því að lesið var upp úr Hávamálum, enda eru þau ríkulega notuð í þeirri trú sem kallast Ásatrú, en er í raun og veru trú á allt það góða, bjarta og fallega sem er með umburðarlyndi til allra að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 21. desember 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2024182
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar