Þjóðin hefur talað.

Hér um árið talaði Þorgerður Katrín um miðaldra hvíta karlmenn.  Þetta sagði hún í samabandi við einhverjar kosningar man ekki lengur.  Vildi meina að þeir réðu meira en gott þykir.  Nú er auðvitað ekki verið að tala um alla miðaldra hvíta karlmenn, heldur ákveðin hóp fólks karla og kvenna með ákveðnar skoðanir, sem snúast mest um völd og peninga. 

Í nótt sigraði hjartað græðgina í Bandaríkjunum að mínu mati. 

Obama

En ég held að þetta sé merki um breytingar í heiminum. Þetta var barátta milli manneskjulegrar hugsunar og virðingu fyrir öllu sem lifir, og svo hin harða afstaða fólks sem vill ákveðna forsjárhyggju, til dæmis í málefnum kvenna, trúmálum og minnihlutahópa.

Þetta sést vel þegar litið er á stuðningsmenn Baraks Obama, en í þeim hópu voru africanamerikans, rómanska fólkið, samkynhneygðir, konur og ungt fólk. Sem sagt allt litrófið.

Um leið og þetta er skoðað kemur í ljós að rebublikanar eru búnir að mála sig út í horn með þröngsýni í trúmálum, kvenfrelsi og almennt frelsi fólks til að hafa sinn lífsstandard.

Ég til dæmis var farin að hafa áhyggjur af því að Bandaríkinn væru að breytast í eitt allsherjar biblíubelti, þar sem engin skynsemi kemst að að mínu mati. Einnig gagnrýnislausrar vináttu við Ísrael, svona a la Bush.

En í nótt sýndu Bandaríkjamenn að það er ennþá töggur í þeim, og að loks eru þeir farnir að láta að sér kveðja í að betrumbæta heiminn. Þarna gæti spilað inn í mótmælin sem verið hafa (90%) Rétt eins og ég held að 12 þúsund manna ganga Ómars Ragnarssonar niður Laugaveginn vakti okkar þjóð til vitundar um að við getum staðið saman um marga hluti, ef við viljum.

Ég held líka að þetta verði vitundarvakning í heiminum um hófsamari tíma og jafnvel renni styrkari stoðum undir lýðræði í heiminum. Þetta er auðvitað bara lítið skref, en skref samt í rétta átt.

Og ekki bara það. Ég veit að fólkið mitt frá Kenya beið í ofvæni eftir úrslitum í þessum kosningum, því þau eru viss um að ef Romney hefði sigrað, hefði núverandi stjórnvöld í Kenya haldið völdum í kosningum á næsta ári. En sögðu þau Obama hefur vakandi auga á stjórnvöldum og þekkir vel til í Kenya, hann er okkar eina von.

Það skyldu þó ekki vera fleiri þjóðir sem svo er ástatt um.

Þegar ég horfði á öll þessi glöðu og þakklátu andlit sem hafa birst í myndum frá útslitunum, er ég ekki í nokkrum vafa um að þessi niðurstaða er góð fyrir okkur öll.

Og ég verð líka að segja Romney til hróss að hann tók vel á þessu og hvatti til meiri samvinnu milli flokkanna tveggja stóru. " Ég vildi leggja mitt af mörkum til að breyta Bandaríkjunum, en þjóðin hefur talað og ég virði þá niðurstöðu".

 Vonandi gefur það fyrirheit um að þessir tveir flokkar vinni betur saman að heill amerísku þjóðarinnar. Og að þeir fari frekar með friði í heiminum en hefur verið til þessa.

Þessi orð ættu að hljóma í hverju landi.  Og vonandi verður sú rödd sterkari og kraftmeiri þegar fram líða stundir.  Þjóðin hefur talað, hefur lýst vilja sínum og það er jú hún sem á að ráða. 

Til hamingju Barak Obama og fjölskylda. 


Bloggfærslur 7. nóvember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband