Rosemary er komin aftur.

Vinkona okkar frá Kenía er komin aftur til Ísafjarðar, Þau hjónin hafa verið dugleg að safna fyrir skólanum í Kenía og í ágúst opnuðu þau skólann, þar eru núna 50 börn, og það er áætlað að bæta við fleirum eftir áramótin.  Vinkona mín Anna Skúladóttir fór til Kenýa í ágúst, til að hjálpa til við að kenna og koma starfskröftum að vinna á leikskóla en Anna er lærð fóstra, vann m.a. í Bolungarvík fyrir nokkrum árum. 

http://tearschildren.wordpress.com/ Þau Poul og Rosemary hafa unnið þrekvirki að koma þessum skóla á laggirnar.  Munirnir sem þau eru að selja eru unnir af einstæðum mæðrum, sem fá vinnu úti í Kenýa við að búa til skartgripi og myndir og allskonar fallega muni. 

1-IMG_6908

Tók þessa mynd í dag í Samkaupum, en hún verður þar líka á morgun, en miðvikudag fram á laugardag mun hún verða í Bónus. Þetta eru allt fallegar jólagjafir og verðin við hæfi hvers og eins.

anna_skula1

Anna mín, ég kynntist henni fyrst þegar hún var hér kaupfélagsstjórafrú og dætur okkar voru svo samrýmdar að þær voru heimagangar hvor hjá annari.

tears_haus21

Glöð og hamingjusöm börn að fá að ganga í skóla í fyrsta skipti á ævinni.

verslo1

Og hér er skólinn, þarna læra þau m.a. íslensku.

keniufarar_2012

Hér er hópur frá Akranesi sem fór út til Kenýa að kynna sér málin og hjálpa til.

3-IMG_3740

Tók þessa mynd í vor þegar hún var hér.

6-IMG_3743

Það er margt að skoða og bæði listaverkin og konan sjálf eru hlýt og yndisleg.

Mæli með henni og eiginmanni og því óeigingjarna starfi sem þau inna til að hjálpa fólkinu sínu í Kenýa.  Heart


Sjónvarpskonsert og veður.

Var að skoða sjónvarpsdagskrána í kvöld, og þótti hún ekki mjög áhugaverð.  En svo var heldur ekki mikið að gera hjá mér svo ég hugsaði svona að það mætti prófa að horfa.  Landinn er jú alltaf þjóðlegur og fróðlegur, og svo kom dagskrá eitthvað sem nefnist Söngfuglar.  Konsertinn var í Salnum, þar voru tveir söngvarar karl og kona með hljómsveit. Þau voru með á efnisskránni lög sungin og samnin af Alfreð Clausen og Ingibjörgu  Þorbergs söng- skálda og útvarpskonu.  Og ég hugsaði með mér Nei þessu nenni ég ekki. 

En svo var eiginlega ekkert að gerast í mínu lífi, svo ég ákvað að horfa á þetta show.  Og ég get svo svarið það að ég var með aulaglott allan tíman.  Nostaltían á fullu.  Þegar ég var krakki og unglingur þá var heimilisritið keypt á mínu heimili, og þar var alltaf á forsíðu söngvarar og frægt fólk.  Og ég lék mér með þessar persónur fram og til baka, í ævintýrum.  Þarna voru bæði Ingibjörg og Alfreð, bæði að mínu mati afar hallærisleg.  En svo núna skil ég betur þvílíkir snillingar þetta fólk var. Og bara að hlusta á þessi lög og texta þá er smám saman að opnast fyrir mér að við erum ekki bara að slá í gegn núna með okkar Björk, Sigurrós, monsters of men, og allar þessar flott hljómsveitir og söngvara.  Heldur það sem var á þessum tíma að það hreinlega vantaði internetið og þá áherslu sem núna er.  Við höfum nefnilega alltaf átt tónlistarmenn og tónskáld á heimmælikvarða. 

10-IMG_6897

Afsakið gæðin eru ekki upp á það besta, því ég bara tók myndirnar af sjónvarpinu.

Man ekki lengur nöfn þeirra nema hann heitir Ívar Helgason en hef gleymt hennar nafni. 

11-IMG_6899

Hér er hann að syngja um ömmu, og reyndar les allan textan af blaðiCoolMargar góðar sögur amma sagði mér...

12-IMG_6900

Söngkonan var afar heillandi, þó ég muni ekki nafnið, og í raun stjórnaði hún atburðarrásinni.

14-IMG_6905

Hljómsveitin var frábær og þeir á öllum aldri.

13-IMG_6904

Ég heyrði reyndar á þeim í kvöld að þau ætluðu að halda áfram þessum konsertum, núna voru það Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs, næst verður það Ragnar Bjarnason og einhver kvensöngkona. En það kæmi  mér bara alls ekki á óvart að þau hefðu hitt á eitthvað konsept sem blívur. Og að þau og hljómsveitin slái í gegn í svona nostalgíu, verði einhverskonar "hitt" sem mun slá í gegn.

1-IMG_6885

En að veðri, hér sést hver mikið hefur snjóað bara í gær og fyrradag.

2-IMG_6886

Ég get alveg sagt ykkur að það er hrein martröð að vaða snjóinn upp í mitti í ótroðnar slóðir til að gefa hænunum og tékka á gróðrinum upp í gróðurhúsi. Það er bara þannig að finna sig sökkva niður í hverju skrefi það er ótrúlega íþyngjandi.

3-IMG_6887

En svo kemur gott veður inn á milli.  Ég kalla þetta túss fjöllin, þegar þau skarta þessu flotta konsepti milli snjóa og jarðar. ótrúlega flott.

4-IMG_6888

Það er algjör forgangur að hafa svona málverk fyrir framan dyrnar hjá sér, ég get svo svarið það.

5-IMG_6889

Svo snýr maður sér við og horfir inn á flottan gróður. Það eru ekki allir sem eiga svona fjársjóð.

6-IMG_6890

Talandi um fegurð...

7-IMG_6891

Ég er svo sannarlega þakklát fyrir að fá að vera hér og finna þá fegurð sem býr í öllu kring um mig.

8-IMG_6892

Stubburinn minn var að troða uppganginn fyrir ömmu sína, sem hann elskar fölskvalaust.

9-IMG_6893

Jamm og svo má hvíla sig, þega hann veit að amma getur nokkurnvegið stautað sig upp heimreiðina í troðningi. Heart

Eigið góða nótt elskurnar. 


Bloggfærslur 5. nóvember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband