Stórhættuleg smjörklípa.

Ég var svona rétt að taka norðmenn í sátt, og hugsaði með mér við værum nú ansi líkir hópar.   Þetta var ég að hugsa á Gardemoen flugvelli, meðan ég beið eftir að sonur minn sækti mig út á flugvöll í Osló.

En þessi hugsun hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar ég daginn eftir var á leið aftur um Gardemoenflugvöll í innanlandsflugi til Örstad/Volda, orðin of sein og var að missa af vélinni. 

Ég hafði auðvitað tekið með ýmislegt gott sem ég ætlaði að veita börnunum mínum, þar á meðal var smjörstykki.  Þar sem ég var á hraðferð gegnum Sekjúrití, var ég stoppuð og leitað í handfarangri, stúlkan tók upp smjörstykkið og sagði að þetta væri ekki leyfilegt.  Ég horfði á hana í forundran og síðan á smjörstykkið, en þetta er bara smjör sagði ég með vantrú í röddinni, en eitur í augunum.  Þetta átti að vera með harðfiskinum sem þarna var líka.

Nei við getum ekki leyft þér að fara með þetta inn í vélina sagði hún.  En ég er í innanlandsflugi, sagði ég og fann hvernig öll frændsemi hvarf eins og dögg fyrir sólu. 

Nei ég þarf að taka þetta frá sagði hún ákveðin, og ég sá fyrir mér græðgina í augunum á henni, viss um að hún ætlaði bara að fara með smjörstykkið með sér heim og gæða sér á því.

En ég var að missa af flugvélinni svo ég lét þetta yfir mig ganga.

En þetta var ekki búið, þetta hafði tafið mig svo að ég var orðin ansi sein og þá var að hlaupa með allt draslið og gate 2 á Gardemoen er nákvæmlega hinu megin í húsinu, út í enda og þar ofan í kjallara, svo auðvitað missti ég af flugvélinni. Auðvitað voru engar kerrur sjáanlegar neinstaðar til að auðvelda mér hlaupin með farangurinn, nema þær voru við útganginn í flugvélina, afskaplega þægilegt eða hitt þó heldur.

En sem sagt ég missi af vélinni, og þá var bara að rölta aftur í gegn.  Sem betur fer hafði sonur minn beðið til að sjá hvort ég hefði komist með.  Ég þurfti svo að kaupa aftur miða, sem betur fer fór önnur vél kl. 14.40, svo það var smá seinkunn en ekki daga spursmál. Miðinn kostar bara rúmar 2000 krónur norskar, jafn mikið og flug til VínarDevil

Svo aftur gegnum öryggishliðið, og aftur þurftu þau að skoða í farangurinn minn.  Í þetta skiptið var það lakkrísreimarnar sem vöktu áhuga þeirra.  Og lá við að yrði tekinn af mér, það sem barnabörnin mín áttu að fá.  Því pirraðri sem ég varð, því kuldalegri urðu öryggisverðirnir.  Hliðið pípti þegar ég fór í gegn, og þegar brosandi vörður spurði mig kurteislega hvort ég vildi konu eða karl til að leita á mér, leit ég í kring um mig og sá enga konu í nágrenninu og heimtaði að fá kvenmann í jobbið.

Þá var að leggja af stað aftur.  Og það var farið að sjóða á mér.  Mér fannst sárara að láta taka af mér smjörstykkið, en að borga nýjan miða, sem sonur minn reyndar greiddi helminginn af. 

Og ég er ennþá að velta því fyrir mér hvað er svona hættulegt við eitt stykki af smjöri í plastumbúðum. 

En ég mun segja ykkur frá ferðalaginu og fleiru síðar. 

IMG_7162

Flogið yfir Ullsteinvik.

IMG_7165

En svo get ég ekki verið reið lengur þegar við blasir hrikaleg fegurðin.

IMG_7168

FLogið í áttina að Örstad.

IMG_7224

Komin heim í heiðardaglinn hjá börnunum mínum. 

Eigið góða helgi. Heart


Bloggfærslur 30. nóvember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband