Vetur á Ísafirði.

Það er snjór á Ísafirði, ég var á tímabili áhyggjufull vegna þess að þýskir vinir mínir voru að ferðast í þessari ófærð.  En sem betur fer eru þau komin heilu og höldnu, þó brösuglega hafi gengið aksturinn.  Þau eru frá Svartaskógi og þess vegna ekki mjög vön snjóakstri.  En það er yndislegt að hitta þau.

IMG_7001

Þurfti að fara í bæinn í gær, og það tók talsvert á að koma sér upp aftur með innkaupapokana. Úlfurinn ætlaði að moka fyrir ömmu sína, ef var óvart veikur í gær.

IMG_7008

Eins og sjá má er ekki mikill snjór í fjöllunum, þó það sé mikill snjór í byggð.

IMG_7007

Veðurbarin hús.

IMG_7006

Og starfsmenn bæjarins og fleiri moka jafnóðum. Og þegar svona mikill snjór er, moka þeir honum fyrst í hauga, og suma allstóra.

IMG_7009

Eins og sjá má, og til mikillar gleði fyrir börnin, því þau voru strax byrjuð að renna sér niður snjófjallið. -

IMG_7003

Vetur konungur er komin til að vera í þetta skipti.

IMG_7002

Snjórin hlífir gróðrinum og setur sína dúnmjúku sæng yfir hann.

IMG_7004

En veturinn er líka fallegur.

IMG_7005

Smá vetrarkveðja frá Ísafirði.  Eigið góðan dag elskurnar. Heart


Bloggfærslur 19. nóvember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband