Vímuefnalaust Ísland 2002?

Ekki ætla ég að fara að skammast út af svona reglum, EN hafa menn ekkert lært?  Erum við búin að gleyma vínbanni bæði hér heima og í Bandaríkjunum.  Eitt er að lækka áfengismagn í blóði ökumanna, hvort heldur sem eru bílar, bátar eða flugvélar annað er bann.  Auðvitað er þessi stefna afar góð, en málið er að um leið þá blómgast undirheimastarfssemin, eða halda menn virkilega að með því að yfirvöld banni eitthvað hætti menn einfaldlega neyslu?  Hvað með vændið sem var reynt að gera saknæmt og fór umsvifalaust bara í undirheimana. 

Siv er svona dæmigerð forsjársmanneskja, af því að hún notar ekki tóbak og vín, þarf að banna öllum hinum.  Ég veit ekki, ég reyki ekki en fæ mér oft í glas, og finnst rauðvín gera mér gott.  Sé fyrir mér að danir hætti að reykja.  Sé líka fyrir mér að þeir hætti að koma með bjórkassann á föstudegi, til að slaka á eftir vikuna og sitja og fá sér öllara eftir vinnuna, og jafnvel í vinnunni.  Margir eru auðvitað á hjóli, en það er nú búið að gera það saknæmt líka að hjóla undir áhrifum.

Forvarnir eru af hinu góða, boð og bönn skapa bara meiri vandræði en þau leysa.  Það er mitt mat. 


mbl.is Norræn áfengis- og tóbaksstefna samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjór í október.

Dagurinn í dag leið kyrrlátur og notalegur ég og kettirnir höfðum það huggulegt meðan drengurinn var í skólanum.  Ég var samt fegin þegar henn kom heim.

Veðrið er svo sem ekkert svo slæmt hér ennþá hvað sem verður.  En það er æði kuldalegt, og þess vegan var ég fegin að hafa hugað að öllu vel í gær.

Það er samt aldrei of varlega farið sérstaklega þeir sem ætla að ferðast yfir fjöll og firnindi.  Það er ekkert íhlaupaverk fyrir björgunarsveitirnar okkar að halda út í svótsvarta nótt til að leita að fólki.  Þó þeir bregðist alltaf vel við og séu boðnir og búnir, þá þurfum við líka að sýna ábyrgð og aðgæslu. 

1-IMG_6857

Þessar myndir voru teknar í hádeginu í dag, það birti varla vegna snjókomunnar.

2-IMG_6858

Svo er að sjá á morgun hvort sá rauði fer í gang, efast um að ég geti látið hann renna eins og ég ætlaði mér, það er bæði snjór og ruðningur framan við hann. En þá eru það karlarnir mínir í áhaldahúsinu sem vonandi bjarga mér út. LoL

3-IMG_6859

Ekki fer ég hjólandi svo mikið er víst.

En nú er tími á nætursvefn. Vona að þið eigið góða nótt og sofið rótt.


mbl.is Stormviðvörun fram á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2024182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband