Nýja Stjórnarskráin - fundur.

Ég fór á fundinn í dag með Þorvaldi Gylfasyni, Lýði Árnasyni, Lísbet Harðardóttir og fleirum.

Þorvaldur Gylfason hélt gott erindi um vinnu og atburðarrás að því hvernig þessi stjórnarskrárumræða byrjaði.  Hann lýsti því yfir sem vitað er að allir stjórnmálaflokkar hafa haft það á stefnu sinni að skrifa nýja stjórnarskrá. 

Lísbeth sagðist vera rödd unga fólksins, ég er ung, er að ganga með börn og lifa lífi unga fólksins, sagði hún og hér vantar algjörlega þann hóp inn í umræðurnar.  Unga fólkið hreinlega hefur ekki áhuga á þessum málum, eða að það hefði mátt standa betur að auglýsingum á fundinum.  Algjörlega punktur sem vert er að skoða.

Lýður hélt svo fyrirlestur um það sem stjórnarskráin inniber. 

Fyrir utan alla stjórnmálaflokkana krafðist Búsáhaldabyltinginn nýrrar stjórnarskrár.  Því næst kom Rannsóknarnefnd Alþingis með kröfu um það sama og síðan stjórnalaganefnd.  Svo var þjóðfundurinn með um 950 manna úrtaki frá allri þjóðinni, og svo Stjórnlagaþing, sem var reyndar dæmt ógilt, en var síðan sett á laggirnar sem stjórnlagaráð.

Því meira sem ég kynni mér þessi mál, því sannfærðari verð ég í því að þetta sé það sem koma skal, ný stjórnarskrá sem í fyrsta lagi er alveg einstætt mál á heimsmælikvarða og svo tækifæri sem við fáum núna og kemur ekki aftur í bráð.

Hræðsluáróðurinn sem settur hefur verið af stað með þetta mál er skiljanlegur, en óþarfur.  Og sennilega runnin undan rifjum þeirra sem ekki vilja missa spón úr sínum aski.  Og þess vegna er málið set ofan í þær skotgrafir sem það er í hér á blogginu.

Á fundinum var fullt af fólki með allskonar skoðanir stjórnmálamenn, Ólína Þorvarðar til dæmis og bæjarstjórnarmenn og almenningur.  Þeirra mestu áhyggjur voru um jöfnun atkvæða einn maður eitt atkvæði.  Það voru margir sem áttu illa með að sætta sig við það, þar var Ólína í flokki og hélt góða ræðu um það mál.

Ég fór á fundinn með þrjár spurningar frá mínu fólki hér á blogginu og svo fólki sem hringdi í mig í gær til að ræða þetta.

Þessar spurningar voru:

Ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar Icesave komu upp hefði þjóðin fengið þann aðgang að því máli sem varð?

Lýður Árnason svaraði þeirri spurning og sagði að það hefði alveg eins orðið þannig með nýju stjórnarskránni eins og þeirri gömlu.

spurning númer tvö; Ef tillögurnar að stjórnarskrá verða samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Getur Alþingi þá breytt þeim að vild eftir á, þar sem talað er um að þær séu einungis ráðgefandi.

Þorvaldur Gylfason sagði að vissulega gæti alþingi teygt og togað tillögurnar, en hann sagði að það væri bara þannig að ef samþykki þjóðarinnar liggur fyrir um þessar tillögur, þá verði þær samþykktar eins og þær liggja fyrir.  Það verði enginn hvati hjá alþingi að fara að breyta neinu sem skiptir máli eftir að vilji þjóðarinnar liggur fyrir.

Spurning númer þrjú var svona:  Er möguleiki á því að alþingi geti fellt út seinnihluta 111 greinarinnar, um bindandi þjóðaratkvæðagareiðslu.

Svar Lýðs var: Ef slíkt yrði gert væri þar um landráð að ræða og ekkert minna en það.

Þorvaldur kaus að svara þessu líka og sagði: Ef ég væri ESB andstæðingur, myndi ég fagna þessari grein sérstaklega, því þarna er algjörlega tekið á því að það er ekki hægt að framselja vald til annars ríkis eða ríkjasamband nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og af því að Jón Valur vinur minn var að tala um að fullveldisframsal væri bannað í núverandi stjórnarskrá, og vísaði í 2. grein og þá 16. þá fór ég að lesa þær greinar.

Í númer 2. segir: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið.  Dómendur fara með dómsvaldið.

Í þessari grein er að mínu viti hvergi tiltekið að bann sé við framsali, til dæmis ef við fáum forseta sem er á því að framselja sjálfstæði landsins.

16. grein hljóða svo:Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð og hefur forseti þar forsæti.  Lög og mikilvægar stjórarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.

Sem sagt þetta er í lagi með þann forseta sem við höfum núna.  En hvað með forseta sem er einlægur ESB aðdáandi eða vill færa öðru ríki eða ríkjasambandi sjálfstæði okkar?´

111 greininn tekur nefnilega af öll tvímæli um þetta.  Ef stjórnvöld vilja færa sjálfstæði landsins á silfurfati til annars ríkis eða ríkjasambands, þá kostar það þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Í fyrri pistli mínum sagði ég að ég hefði skipt um skoðun, því ég var algjörlega með þetta á hreinu að þessi nýja stjórnarskrá væri einmitt eitthvað til að koma okkur bak við tjöld inn í ESB að undirlægi Jóhönnu og Össurar.

En eftir því sem ég les mér betur til og hlusta á fólkið sem vann þessi drög, og aðdragandann að þeim, þá skil ég að hér er á ferðinni eitthvað svo merkilegt að við verðum að skoða það af alvöru sjálf, en ekki láta hagsmunaaðila toga og teygja sannleikann með hræðsluáróðri, til að fá okkur til að hafna þessu. Það er einfaldlega bara þannig að hvað sem þið gerið, þá endilega skoðið drögin, farið yfir gömlu stjórnarskrána og skoðið nýju tillögurnar sem voru unnar upp úr þeim þjóðarvilja sem þjóðfundurinn krafðist.

Þarna var maður frá Bæjaralandi á fundinum.  Hann sagði að hann væri mjög ánægður með hvernig við hefðum unnið úr þessum málum.  Hann sagði: ég þurfti að skipta um ríkisfang til að fá tækifæri til að kjósa um nýja stjórnarskrá í því landi sem ég vil setjast að í og búa. 

Eins og ég hef sagt áður, þetta mál er komið úr höndum ríkisstjórnarinnar, þetta er komið úr höndum alþíngis og þetta er núna algjörlega okkar mál að spila úr.  Því eins og bæði Þorvaldur og Lýður staðfestu þá getur alþingi og ríkisstjórn ekki grautað neitt í þessum tillögum ef afgerandi meiri hluti þjóðarinnar lýsir yfir einlægum vilja til að fá þessa nýju stjórnarskrá.  Ég vona að skynsamt fólk átti sig á því sem hér er að gerast.  Og fari allavega á kjörstað og kjósi.   Ef það kýs nei, þá er það líka afstaða sem ber að virða.  En ef menn segja já, þá er það vegna þess að þeir hafa tekið upplýsta ákvörðun um þann rétt sem verið er að færa þeim, að þeirra eigin ósk, því er það ekki einmitt það sem við höfurm verið að biðja um?  Meira réttlæti, burt með spillinguna og burt með klíkuskapinn.  fyrir þetta tvennt síðasta er byggð upp girðing sem á að girða fyrir að slíkt endurtaki sig í Nýja Íslandi.

Ekki kasta frá okkur tækifærinu að óathugðu máli.  Höfum kjark til að skoða málin og þora að taka okkar eigin afstöðu.   

ÍSl. Fáninn


Bloggfærslur 6. október 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2024185

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband