28.10.2012 | 11:06
Um Nýja og Gamla Ísland.
Það er auðvitað ágætt að tala hreint út Jóhanna, þið mættuð gera það oftar. Minnir nú samt að þið hafið samþykkt í gær eða fyrradag að ríkisstjórnarfundir yrðu ekki teknir upp. Sama gamla leyndarhyggjan þar á ferð, telur þú það ef til vill vera "nýja Ísland"?
Á fundinum kom þetta fram:
Jóhanna sagði við flokksmenn sína að Samfylkingin gæti svo sannarlega borið höfuðið hátt núna þegar líður að lokum þessa kjörtímabils. Í næstu kosningum verður kosið um það hvort þjóðin vill halda áfram á þeirri braut sem við jafnaðarmenn höfum nú markað í átt til nýja Íslands, eða hvort horfið verður til baka til gamla Íslands áranna fyrir hrun, sagði Jóhanna.
Eitt er að fullyrða um hluti, annað er að þegar fullyrt er út í loftið, verður holur hljómur í fullyrðingunni. Veit ekki um þig, en mér finnst harla lítið hafa gerst, og staða almennings hefur lítið batnað því miður, og niðurskurðurinn að skapa öngþveiti í heilbrigðisgeiranum og allstaðar í samfélaginu. Kom fram í fréttum áðan að vegna niðurskurðar á hjúkrunarheimilum þarf að kalla til lögreglu ef eitthvað gerist um nótt á slíkum, því aðeins einn starfsmaður er til staðar yfir nóttina. Er þetta ef til vill nýja Velferðin sem þú lofaðir svo fallega fyrir kosningar? Eða heldurðu að fólk sé búið að gleyma skjaldborginni og velferðinni sem áttu að vera inntakið í gjörðum ykkar eftir kosningar, fyrir jú utan ESB, sem reyndar hefur verið það eina sem þú hefur staðið á af þessum loforðum.
Jóhanna sagði að með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi hefði verið stigið risavaxið skref í því stóra baráttumáli jafnaðarmanna að þjóðin fengi nýja stjórnarskrá, nútímalega og sprottna úr íslenskum jarðvegi dagsins í dag.
Tek reyndar undir þetta, það hefur verið gott starf unnið af þjóðinni sjálfri, og þið eigið ykkar þátt í því en: Hverslags rugl er þetta Jóhanna með nútímalega íslenska stjórnarskrá, til að fara með inn í ESB, þar sem vitað er að allar reglur verða aðlagaðar ESB og lög ESB verða æðri íslenskum lögum. Þetta er í meira lagi mótsagnarkennt.
Jóhanna sagði að ein afdrifaríkasta ákvörðun þjóðarinnar á næsta kjörtímabili myndi lúta að mögulegri aðild Íslands að ESB. Þar er um slíka hagsmuni að tefla fyrir heimili og fyrirtæki þessa lands að fátt eitt mun breyta eins miklu um lífskjör á Íslandi næstu áratugina og sú ákvörðun.
Enn er ósamið um nokkra mikilvæga kafla í ferlinu, svo sem í gjaldmiðlamálum og sjávarútvegsmálum, en það sem þegar hefur komið fram í viðræðunum gefur okkur fullt tilefni til bjartsýni um að samningamönnum okkar takist að ljúka góðum samningi fyrir Ísland.
Öll þekkjum við þá stórauknu möguleika sem aðild að ESB myndi færa ungu fólki og vísindasamfélaginu, þau hagstæðari rekstrarskilyrði sem fyrirtæki myndu njóta, bæði til fjárfestinga hér á landi og ekki síður til að sækja fram á nýja markaði.
Og öll þekkjum við þær samfélaglegu umbætur, frið og farsæld sem ESB hefur haft í för með sér og hafa nú orðið til þess að sambandinu hafa verið veitt friðarverðlaun Nóbels. Allt mælir þetta með aðild Íslands að ESB þegar til framtíðar er litið.
Möguleg aðild að ESB og upptaka evru er háð því að Samfylkingin verði áfram í forystu við ríkisstjórnarborðið á næsta kjörtímabili. Samfylkingin er og hefur verið brjóstvörn allra þeirra sem hafa viljað láta á aðild að ESB reyna. Vegna Samfylkingarinnar erum við komin þangað sem við erum komin í því ferli, sagði Jóhanna.
Þú ættir að skammast þín fyrir þessi orð Jóhanna. Það getur enginn fullyrt að okkur sé betur borgið innan ESB, og flestir eru sammála um að við viljum ekki fara þarna inn. Þú ert að stríða gegn straumnum.
Hagstæðu rekstrarskilyrðin eru þau að erlend fyrirtæki og fjölþjóðleg ættu greiða leið að yfirtaka þau fyrirtæki sem eru gróðavænleg hér á landi, þetta hefur gerst á Spáni, Grikklandi og í fleiri löndum. Það hefur verið gefið út af Seðlabanka Íslands að eins og er sé raunhæfasti möguleiki okkar að halda íslensku krónunni.
Og þessi lokasetning: Vegna Samfylkingarinnar erum við komin þangað sem við erum komin í því ferli. VIrka á mig sem skammaryrði en ekki hrós.
Þess vegna vona ég innilega að Samfylkingin verði utan næstu ríkisstjórnar, ég vona að við fáum nýtt fólk, nýja flokka og meira þingræði, sanngirni, réttlæti, virðingu og um fram allt meira lýðræði. Sýn þín nær reyndar ekki mjög langt ef það eina sem þér dettur í hug sé að það séu bara tvær leiðir, Sjáflstæðisflokkurinn og gamla Ísland og Samfylkingin og nýja Ísland. Fyrir mér er þetta brandari að vísu frekar sorglegur. Í fyrsta lagi þá eru nú þegar fimm flokkar á þingi, og á annan tug nýrra framboða í farvatninu eða komin af stað til að leggja sitt af mörkum.
![]() |
Barist um nýja og gamla Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 28. október 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 2024185
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar