Sitthvað hér og þar.

Nú er búið að loka kjörstöðum og talning í gangi.  Svo er að spá í hvernig atkvæðin falla.  Mér finnst einhvernvegin að ef við höfnum þessu muni sagan dæma okkur allverulega, því þar með höfum við tapað tækifæri sem við höfum svo lengi stefnt að, þ.e. að breyta um kúrs og fá nýtt Ísland.  Ég var lengi á báðum áttum, en skipti um skoðun og í dag fylgdi ég svo sannarlega minni innstu sannfæringu og kaus að gefa mitt vilyrði fyrir því að þessi drög væru tekinn til grundvallar að nýrri stjórnarskrá.  Og ég er alveg sannfærð um að ég gerði rétt. 

Margir af mínum bloggvinum voru mér ósammála og eru mér reiðir fyrir vikið.  En málið er að maður verður alltaf að fylgja sinni sannfæringu.  Standa með því sem manni þykir það rétta. Þó við vantreystum þessari ríkisstjórn, þá verðum við að taka því sem vel er gert, og þó þetta sé ef til vill það eina sem þau hafa glappast á að gera vel, þá eigum við að grípa tækifærið okkur til heilla.

Það hefur verið erfitt að hlusta á þungan áróður minna vina og fólks sem ég met mikils vera mér algjörlega ósammála, og jafnvel bera þungan hug til mín af afstöðu minni.  En hver er sjálfum sér næstur, og ég er sannfærð um að ef okkur auðnast að samþykkja þessi drög muni það verða okkur til góðs.

Svo er að sjá hvernig þetta allt fer, en ég er sannfærð um að ef við höfnum þessum tillögum, þá gefst okkur aldrei sama tækifæri til að fá stjórnarskrá sem er okkur litla fólkinu til framdráttar.  Þá munum við eingöngu þurfa að meðtaka heimaræktaða stjórnarskrá frá ríkjandi öflum samda í reykfylltum bakherbergjum í góðri sátt við hagsmunaöfl eins og til dæmis l.í.ú.  En ef til vill þóknast það flestum betur en þessi tilraun.  Af því að hún kom frá röngum aðilum.  Ég hef sagt það áður og segi það enn, mér er fjandan sama hvaðan gott kemur, ef það er til heilla fyrir almenning þá tek ég því.  Þannig er það bara.

En að öðru:

1-IMG_6789

Blómin sem áttu að fara í garða ísfirðinga eru hér hjá mér.

2-IMG_6788

Fallegir haustlitir sem gleðja mann þó veturinn sé að síga á.

3-IMG_6790

Bara fallegar plönturnar mína, og heilbrigðar.

5-IMG_6792

Já haustið er fallegt.

6-IMG_6794

Stubburinn minn að læra heima hjá ömmu sínHeart

7-IMG_6805

Nú man ég ekki hvað þessi elska heitir en ég var að horfa á show með okkar íslandsvini Elton John og þessi maður (ætlaði að setja nafnið á minni) en gleymdi því svo. Hann minnir mig á JólasveinCool

En þetta voru frábærir tónleikar.

9-IMG_6816

Flottur alltaf.

8-IMG_6806

Jens þú þekkir gaurinn eflaust, han minnir svolítið á þig svona fyrir utan Jóla heheheh

10-IMG_6828

Já þetta var frábært sjov. Reyndar.

11-IMG_6836

En ég samdi við stubbinn minn um að hann og vinirnir fengju að horfa á myndir og ég samþykkti að halda mig bara í tölvunni. En reyndar eru þarna ekki bara vinir stubbsins þarna eru líka barnabörnin mín nokkur sem ætla að gista. En svona er kúlulífið, alltaf fullt af lífi.

12-IMG_6837

Ég hreinlega elska þessa krakka þannig er það bara. Og þeirra er framtíðin, og það er eitthvað sem stjórnmálamen dagsins í dag mega muna og virða. Það skiptir máli hvernig þeir haga sér, því ef þeir hugsa bara um sinn eigin hag, þá mun það koma niður á börnunum okkar og barnabörnunum, og það mín elskuleg þurfum við svo sannarlega að berjast gegn með öllum ráðum.

ÍSl. Fáninn


Bloggfærslur 20. október 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2024185

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband