12.10.2012 | 14:23
Stjórnarkrá lýðveldisins - svona til umhugsunar.
Sjálfstæðismenn margir hverjir hafa látið stór orð falla um komandi kosningar og vinnu stjórnlagaráðs. Ég verð að viðurkenna að um stund var ég á sama máli. Það var áður en ég kynnti mér málið, fór á fundi og las tillögurnar, sem hafa verið sendar inn á hvert heimili, bæði tillögurnar og gamla stjórnarskráin.
Reimar og fleiri tala um tillögurnar sem stórslys, Reimar segir m.a.:Með því er núverandi stjórnskipun kastað fyrir róða og ófyrirsjáanleg áhætta tekin með framhaldið.
Verð nú að segja að maður sem er hæstaréttarlögmaður og talar svona hefur ekki mikla framtíðarsýn. En skyldi eitthvað annað liggja að baki þessari hatrammlegu baráttu sjálfstæðismanna um Stjórnarskráramálið.
Hann segir að menn hafi um nokkurt skeið "handleikið fjöregg þjóðarinnar stjórnarskrá lýðveldisins með glannalegri hætti en áður hefur sést"
Stjórnarskráin hefur alla tíð verið eitthvert plagg sem hefur legið og rykfallið í skúffum yfirvalda, einstaka sinnum hefur þetta plagg verið dregið upp og bent á ýmislegt sem gert hefur verið sem er á skjön við stjórnarskrá lýðveldisins. En aldrei verið gert neitt meira með málið....
Og Reimar, það er miklu glannalegra að misnota svoleiðis stjórarskrána, það eru nokkur mál sem við vitum um eins og til dæmis þegar tveir ráðherrar settu okkur á lista yfir viljugar þjóðir til að ráðast inn í Írak, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Davíð mætti í viðtal og sagði að það yrði að stoppa svona ofbeldiseinræðisseggi af. En hvað með Sýrland, þar sem þúsundir manna hafa verið drepnar af þeirra einvaldi og ekkert er gert. Eiga Sýrlendingar ef til vill ekki nægar náttúruauðlindir?
En þetta var útúrdúr. Stjórnarskráin okkar hefu sem sagt legið og rykfallið á stofnunum, en almenningur hefur ansi lítið hugsað um hana, hvað þá lesið eða kynnt sér hana. Ég staldraði því við aðeins á öðrum fundinum sem ég fór á, þegar þjóðverji sem hefur ákveðið að setjast hér að, stóð upp og tilkynnti þvílík framsýni og virðing væri að tillögum um nýja stjórnarskrá. Hann sagði; við í Bæjaralandi fáum stjórnarskrána að gjöf þegar við erum orðin 14 ára.
Í bandaríkjunum vinna nýbúar eið að stjórnarskránni, þeir þurfa að lesa hana og kynna sér. Eftir því sem ég best veit.
En hér er þetta sem sagt rykfallið plagg sem hefur ekki verið kynnt íslendingum né reynt að hvetja þá til að kynna sér hana. Það Reimar er glannalegur háttur.
Ég veit ekki af hverju einn stjórnmálaflokkur er svona eindregið á móti tillögunum, að þeir berjast gegn þeim með oddi og egg, þó þeir hafi sjálfir gefið út eftirfarandi; "Lögð verði áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnarskrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar".
En þetta er einmitt það sem var gert. Fyrst með þjóðfundinum, síðan stjórnlaganefnd og svo stjórnlagaráð kosið af landsmönnum í almennum kosningum, þó þær hafi verið dæmdar ólöglegar af óljósum ástæðum.
Ef sanngirni er gætt, þá hefur verið virkilega vel unnið að þessu máli með dreyfðri aðkomu margra landsmanna, og reynt að koma fram með sem flest á þeim óskalista sem þjóðfundurinn setti á blað.
Hvað er það þá sem gerir þetta fólk svona neikvætt gagnvart tillögum stjórnlagaráðs? Er það ef vil vill sú hömlun sem sett er á alþingismenn og ráðherra til að sporna við spillingunni sem tröllríður samfélaginu? Óttast sjálfstæðismenn að ef atvinnulífinu verði gert erfiðara fyrir að kaupa sér goodvill meðal stjórmálamanna og stjórnmálaflokka að þeir missi spón úr aski? Spyr sú sem ekki veit.
Ég veit bara að þó ég hefði ekki kynnt mér málin frekar, og lagst ofan í gömlu stjórnarskrána líka, þá hefðu samt sem áður ótal viðvörunarbjöllur hringt í mínum haus, við þessa mótspyrnu flokks allra stétta.
Nú eru bara nokkrir dagar til kosninga, eigum við ekki bara að láta hér staðar numið og gefa fólki kost á að skoða þetta í rólegheitum og taka sjáfstæða ákvörðun um málið, með því að kynna sér bæklinginn og hlusta á góða úttekt ríkisútvarpsins á tillögunum.
Þetta er farið að minna óþægilega á herferðina hér í sumar um fiskveiðiheimildirnar, þegar allt ætlaði um koll að keyra hjá L.Í.Ú. Þetta er nefnilega sama fólkið og þá að mestu leyti.
Svo skulum við taka á því þegar í ljós kemur hvað þjóðin vill í þessu samhengi, og eftir það skulum við senda eintak af stjórnarskránni inn á hvert heimili og ekki bara það heldur þurfa landsmenn að kynna sér inntak hennar, hvernig sem hún lítur út og veita aðhald þeim stjórnvöldum sem ætla sér að sniðganga hana aftur og aftur. Því það virðist vera svo að enginn stjórnvöld taki hana hátíðlega, og umgangist stjórnarskrá af léttúð og virðingarleysi. Það er glannaskapurinn og það alvarlegur glannaskapur eða eigum við nokkuð að tala um landráð?
![]() |
Leikur að fjöreggi þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Bloggfærslur 12. október 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 2024185
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar