1.10.2012 | 11:07
Um nýja stjórnarskrá.
Ég fór á fund í gær. Hann var á vegum Dögunar. Þessi fundur var afar vel heppnaður að mínu mati. Það var fullt hús, og góð stemning.
Myndin tekin frekar snemma, og ekki allir komnir.
Ljúfir tónar frá Þóri Baldurs og Guðjón Arnar syngur með. Skemmtileg stemning.
Súpan var prýðisgóð líka.
Og nú ætla ég að vera einlæg.
Það rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Ég sá ljósið eins og sagt er. Hvort sem það var bara Lýður Árnason sjálfur, þar sem hann talaði fyrir nýrri stjórnarskrá, alvarlegur og ákveðin, mér hefur reyndar alltaf þó mikið til Lýðs koma, sem manneskju, lækni og listamanns. En þar sem hann stóð þarna og talaði um stjórnarskrána, hvernig þetta væri stjórnarskrá fólksins í landinu, því hún er unninn upp úr vilja almennings í landinu, fyrst með þjóðfundinum þar sem 1000 manns slembiúrtak þjóðarinnar vann úr því sem fólkið í landinu vildi sjá fyrir sér í framtíðinni, og síðan öll sú vinna sem á eftir kom, sem lauk með því að stjórnarskrár ráðið tók það endanlega saman og setti í þau drög sem nú liggja fyrir, þá rann upp fyrir mér að: Þetta stjórnarskrár mál er runnið út úr höndunum á ríkisstjórninni, það er líka runnið út úr höndum alþingis, það er nefnilega núna í okkar höndum. Við megum ekki láta plata okkur til að sitja heima eða taka ekki þátt.
Eða eins og einn fundargesta sagði við mig í gær, það er ótrúlegt að fólk skuli ekki hafa meiri áhuga á þessu máli, sem er grundvöllurinn undir öllu því sem við stöndum á. Það ætti að vera til svona bók á hverju heimili, hún lyfti upp lítilli handbók "Stjórnarskrá Íslands".
En sem sagt, ég sá þetta allt í einu í stærra samhengi en áður. Ég hef alltaf einblínt á að ríkisstjórnin væri að plotta með þetta mál. Og þetta væri runnið undan þeirra rifjum, en það er einfaldlega ekki þannig.
Það er einfaldlega rangt. Það hagar svo til að allir stjórnmálaflokkar hafa viljað gera nýja stjórnarskrá.
Sá um það tilvitnanir á fundinum:
"Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá" Borgarahreyfingin og Hreyfingin.
"við viljum.. að ný og nútímaleg stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar". Framsóknarflokkurinn.
"Fulltrúar þjóðarinnar munu sitja stjórnalagaþing og gera tillögu að nýrri stjórnarskrá sem síðan verður lögð í dóm þjóðarinnar ´ði þjóðaratkvæðagreiðslu". Samfylkingin.
"lögð er áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnarskrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn.
"..Með það að markmiði að um mitt kjörtímabil gæti þjóðin, í sjálfstæðusm kosningum, kosið um nýja heildsætt endurskoðaða stjórnarskrá". Vinstri græn.
Ég fékk í hendur litla bók sem kallast NÝ STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS.
þar stendur aðfararorð:
Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð., Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.
Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.
Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands o glífríkis.
Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill o ghamingju ´ameðal okkar og komandi kynslóða. VIð einsetjjum okkr að vinna með örðum þjóðum að friði og virðingu fyrir jrðinni og öllu mannkyni.
Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins sem öllum ber að virða.
Já ég áttaði mig allt í einu á því að þó að alþingismenn og ráðherrar hafi lýst því yfir að þeir vildu nýja stjórnarskrá með aðkomu fólksins, þá var það oft bara meira orðin tóm. Þegar svo þjóðin hafði samið nýja stjórnarskrá unna upp úr þúsund manna úrtaki almennings, þá fóru að renna grímur á menn. Þeir sjá í hendi sér að þetta plagg mun binda hendur þeirra í þeirri spillingu sem hefur viðgengist svo lengi.
Og þó Jóhanna hafi komið þessu á koppinn, þökk sé henni, og þeim sem að því stóðu, þá er ég helst á því að þau vilji helst að við höfnum þessu tækifæri. Að við sjáum ekki að hér er einmitt lykilinn að því sem við erum að biðja um sem er burt með spillinguna, burt með klíkuskapinn og burt með eiginhagsmunapotið.
Ef okkur auðnast að samþykkja þessa nýju stjórnarskrá held ég að það muni renna upp betri tímar.
Þess vegna skulum við hlusta á það fólk sem hefur unnið að henni, lesa þessa litlu bók, það sakar ekki að hafa þá gömlu til hliðsjónar.
En svo sannarlega breyttist afstaða mín þarna á einu bretti. Það er afar skrýtin tilfinning, en ég finn að ég hef tekið rétta ákvörðun.
Dögun kynnt sem nýr stjórnmálaflokkur. Með nýjar áherslur og nýja tíma í farteskinu.
Og Guðjón Arnar heldur sína ræðu, alltaf skeleggur hann Addi.
Á eftir gafst svo fundargestum tækifæri á að spyrja og fá svör frá þeim sem best þekktu hvert málefni.
Þór Saari ræddi líka um störf alþingis, hvernig svo æxlaðist að hann komst inn á þing og að hann vildi halda áfram og leggja sitt af mörkum til að gera Ísland að betri stað.
Það er bara eitt sem mér finnst að í boðskap Dögunar, og það er að þau vilja halda opnu viljanum til að halda áfram ESBaðlöguninni, og fólkið eigi að fá að kjósa um niðurstöðurnar. ÉG er harður ESBandstæðingur. En ég held að ef okkur tekst að endurnýja alþingi, og minnka vægi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, muni þau mál ekki verða lengur í þeim skotgröfum óheilinda, hálfsannleika og sögufölsunar sem nú er. Eins og þessi ríkisstjórn hefur hagað sér gagnvart fólkinu í landinu. Fyrir það hafa þau m.a. uppskorið mesta vantraust allra ríkisstjórna hingað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
Bloggfærslur 1. október 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 2024185
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar