7.1.2012 | 16:50
Það er talað fallega um mannréttindi og réttindi einstaklingsins, en hvar er hann þegar út í raunveruleikann er komið?
Mér er eiginlega þungt um hjartað þessa dagana. Ég var nefnilega komin á svo gott ról andlega og farin að líta björtum augum fram á veginn, þegar mér var bent á frétt í BB um eitthvað sem heitir Landmótun neðan Gleiðarhjalla - tillaga að mótvægisaðgerðum.
Síðasta áfallið var þegar ég las það í Bæjarins Besta sem virðist vera okkar milligönguaðili mín og bæjarstjórnarinnar, að það ætti að kaupa upp húsið mitt, fréttinni fylgdi flenni mynd af húsinu. Ég fékk taugaáfall og þurftfi læknisaðstoð og vanlíðán í fleiri mánuði.
Síðan hitti ég bæjarstjórann svona af tilviljun og hann tjáði mér að þetta væri allt bara í farvatninu og ekkert ákveðið, en ef þeir keyptu húsið myndi ekki þurfa þennan "vegg" fyrir ofan.
Jæja samkvæmt þessari tillögu, sem nótabene er gerð af HEIMAMANNESKJU sem greinilega hefur ekki haft tíma til að skoða aðstæður, kemur svo í ljós að það á ekki bara að kaupa upp húsið mitt, gegn mínum vilja, heldur líka að taka sneið af Garðplöntustöðinni og eyðileggja tæpra þrátíu ára ræktunarstarf þar fyrir ofan, sem við hjónin höfum haft mikla ánægju af gegnum tíðina.
Þetta segi ég, bara eins og það kemur fram, því ekki hefur verið haft samband við mig út af þessu, ég les bara ákvarðanir í BB og svara á blogginu. Er það ekki þannig sem stjórnsýslan á að virka?
Segi bara svona. En við þetta þá fékk ég annað taugaáfall og er ennþá að berjast í því, ég hef legið í rúminu og eina ástæðan til að fara fram úr er að ég á tvo unglinga sem þarf að hugsa um og gefa að borða. Ég fékk tíma hjá lækni og fékk aftur þessi geðlyf sem ég hafði svo giftursamlega hætt með áður.
Það er verið að rústa lífi mínu og ég get ekkert gert í því. Vegna þess að þetta er jú til að vernda okkur frá snjóflóðum, sem að vísu hafa ekki fallið hér svo lengi sem menn muna. En aðalmálið tel ég er að út úr þessu fást peningar til framkvæmda í bæjarfélaginu. Svo hvaða máli skiptir þá sálarlíf einnar kerlingar.
Ég segi nú samt bara, væri ekki viturlegra að nota þessa peninga ofanflóðasjóðs í eitthvað þarfara eins og til dæmis að borga jarðgöng og laga vegi um landið. Því ég held að þegar málin eru skoðuð þá farist fleiri á vegum úti sérstaklega fjallvegum, en þeir sem farast í snjóflóðum. Enda er tildæmis hér afskaplega vel skipulögð snjóflóðaeftirlitsnefnd.
Þeir hafa til og með látið meta upp húsið mitt, en ég hef ekki heyrt neitt um það heldur, ég hugsa að ég lesi það í Bæjarins besta, þegar þeir eru tilbúinir að gera það opinbert.
Svo er sagt að það takið þrjú ár að rústa lífi mínu og ævistarfi, byrjar næstkomandi ágúst. Huggulegt, ég verð sennilega annað hvort á geðlyfjum allann þann tíma eða komin á geðdeild. Nema mér takist það grettistak að lyfta mér upp og sigra sjálfa mig.
Nú veit ég ekkert hvar ég stend, ég get fengið húsið sem sumarbústað, en hvar á ég þá að vera á veturna? Ég er með tvo unglinga á heimilinu sem eru í skóla, svo ekki gengur að setjast upp hjá börnunum í útlöndum yfir vetraratímann.
Það eru allskonar fallegir fyrirvarar í stjórnarskrá Íslands. En þegar allt kemur til alls, þá er hægt að klæða græðinga í þannig búning að enginn leið er til að berjast á móti henni. Ég skal möluð niður í grjótið klöppuð í stein og gert harla lítið gert.
Eigið góðan dag elskurnar. Nú reynir á hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
7.1.2012 | 14:09
Björt framtíð - Besti flokkurinn. B-F.
![]() |
Björt framtíð heldur nafninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 7. janúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar