27.1.2012 | 19:41
Svona bara eitthvað svoleiðis.
Já eins og mínir lesendur vita þá þurfti ég að yfirgefa heimili mitt í fyrrakvöld vegna hugsanlegs snjóflóðs, og allt í lagi með það. En málið er að einmitt vegna þess sit ég nú með risaglóðarauga alveg bara svoleiðis af mínum eigin aulahætti. Og ekki bara það heldur líka á lærum, það er svo hátt inn í björgunarbílinn.
Ég nefnilega skellti mér "léttilega" upp í björgunarsveitarbílinn heheh og rakst á dyrakarminn með þessum skemmtilegu afleiðingum.
Svo þurfti ég að komast í bæinn í dag, kaupa inn og svona, og þurfti að moka bílinn út úr bílastæðinu, og fara í bæinn. Ég hafði raunar dálitið gaman af að fara í búðina, því fólk reyndi að láta sem ekkert væri, þóttist ekki taka eftir þessu, eða reyndi að gera sér í hugarlund hvað hefði gerst með kerlinguna.
Stundum er bara betra að spyrja hreint út, hvað gerðist Ásthildur mín, gekkstu á hurð? ... eða hvað?
Af því að þetta átti sér auðskiljanlegar ástæður þá hafði ég lúmskt gaman af þessu. Ergó Elli barði mig ekki, enda út í Noregi.
Það verður stelpupartý hér í kvöld, þetta skiptist svona á. Af því að strákarnir voru hér síðustu helgi, þá gat ég náttúrulega ekkert annað en sagt já við stelpupartý í kvöld, en ég veit að það verður allt öðru vísi, stelpur eru einfaldlega bara allt öðruvísi en strákar, það er svo sem ekkert betra né verra bara öðru vísi. Þessir krakkar eru frábærir og gott að fá þau í heimsókn.
Svo verð ég að segja að í hvert sinn sem síminn hringir, á ég von á að það sé lögreglan að láta mig vita að ég verði að fara út..... Enda spurðu foreldrar stelpnanna; verður allt í lagi að gista hér?
Já sagði ég, ef hættuástand skapast förum við öll annað.
Ég veit að við erum örugg hér, en ég skil líka afstöðu þeirra sem eiga að gæta okkar, að þeir vilji vera 112 % Öruggir. Enda er ég að spá í að bjóða þeim að flytja mig bara niður í áhaldahúsið hér beint fyrir neðan mig, sem er víst á grænu svæði ég get örugglega fengið að gista það í kaffistofunni Nei Ásthildur mín þú mátt ekki vera svona kaldhæðinn.... Menn eru að gera sitt besta og hlífa þér sem mest þeir mega.
Vonandi fáum við bara að vera hér í friði og ró, ég og krakkarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 27. janúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar