25.1.2012 | 20:27
Snjór á snjó ofan.
Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, vegna veðurs. Börnin voru send heim úr skólanum á hádegi vegna ofankomu leiðindaveðurs og fannkomu.
Þau bökuðu svo pizzur fyrir okkur öll, rosagóðar. Og allt í gúddí.
Ég sat hér við tölvuna með kertaljós, ef rafmagnið skyldi fara af, sem oft gerist í svona veðrum, þegar síminn hringdi.
Það var lögreglan, þeir tilkynntu mér að verið væri að rýma iðnaðarsvæði fyrir innan mig, vildu bara að ég vissi af því þökk sé þeim. Reyndar er engin starfssemi það lengur, því KNH er farið á hausinn.
Horfði svo á fréttirnar og aftur hringdu þeir, sögðu mér að það yrði fundur núna kl. hálf níu um hvort ætti að rýma húsið mitt og næsta fyrir innan.
Ég hef lúmskan grun um að svo verði, því hver vill bera ábyrgð ef eitthvað gerist, ég skil það alveg, þó ekkert síðastliðin tæp 30 ár hafi sýn neina þörf á því. En svona liggur þetta fyrir. Ef vil vill þarf ég að sofa annars staðar í nótt. Fæ örugglega inni hjá systur minni í næsta húsi. Svo er nú það.
Ég er samt rosalega feginn að ég fór í dag og gaf hænunum mat og vatn, svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim á morgun.
Það hefur nefnilega snjóað ótrúlega mikið bara síðan í hádeginu, en langt frá því sem mest var. Árið 1985 minnir mig.
Þessar tvær myndir tók ég út um dyrnar mínar núna fyrir mínútu síðan.
Svona leit þetta út 1995.
Og svona eftir að við höfðum grafið okkur út úr kúlunni.
En ég get sagt ykkur að ef ég fæ símtal á eftir um að rýma, þá verð ég auðvitað að hlýta því, en... ég treysti mér ekki til að fara niður á götu í þessum snjó. Ef heimtað verður (kurteislega það veit ég) að ég rými húsið mitt, verða þessar elskur að aðstoða mig við að komast niður á götu og koma mér til systur minnar. Ég veit að það verður ekki vandamál.
En hér erum við að upplifa árangurinn af því sem gerðist í Súðavík og Flateyri, því miður. Þá erum við réttlaus vegna þess að enginn vill raunverulega taka minnstu ábyrgð á því ef eitthvað gerist. Þó svo að líkurnar séu svo sem engar.
Ég vil svo enda þessar hugleiðingar mínar með að votta öllum aðstandendum togarans frá Siglufirði mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er sárt að missa en ekki er öll von úti enn, kraftaverkinn gerast og ekki verður ófeigum í hel komið né ófeigum forðað. Allir góðir vættir styrki ykkur og styðji.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggfærslur 25. janúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar