Jæja loksins loksins eitthvað að gerast í þjóðarsálinni okkar.

Loksins smá skíma hjá landanum.   Það þurfti mikið til.  En þetta er í fyrsta skipti sem svo afgerandi margir ætla að veita nýjum framboðum atkvæði sitt.  Það er afar ánægjulegt og vonandi gefur það boð um nýja tíma og hið langþráða Nýja Ísland. 

Vel tekið í ný framboð

Ríflega helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri könnun MMR segja að til greina komi að kjósa ný framboð ef þau byðu fram til alþingiskosninga.

Um 60% Samfylkingarfólks og 50% Framsóknarfólks telja ný-framboð koma til greina.

Framboðin sem spurt var um voru eftirfarandi:

a: Björt framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins)

b: Nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar

c: Nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur og

d: Hægri-grænir (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar)

Lítill munur reyndist á fjölda þeirra sem sagði það koma til greina að kjósa einstök framboð (að Hægri-grænum undanskyldum).

Um og yfir 23% þeirra sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa Bjarta framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins), nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar eða nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur. Öllu færri, eða 5,6% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu það koma til greina að kjósa Hægri-græna (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar).

 

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

 

Þarna vantar inn í nokkra flokka til viðbótar eins og samstarf Frjálslyndaflokksins, Hreyfingar og Borgarahreyfingar ásamt fleiri grasrótarsamtökum, en það er skiljanlegt því það er ekki alveg komið á koppinn ennþá þó unnið sé að því framboði af fullum krafti. 

 


Bloggfærslur 24. janúar 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband