Nýársdagur með meiru.

Nýja árið gekk í garð í góðu veðri.  Vonandi lofar það góðu.  Ég fer allavega inn í það með bjartsýni að leiðarljósi.  Og ætla mér að takast á við það sem að höndum kemur.  Ég hef aldrei að mig minnir strengt áramótaheit, en ég ætla mér að standa í lappirnar og taka því sem kemur til mín með jákvæðni.  Ég hef veitt góðum vættum leyfi til að taka á árarnar með mér, og er tilbúin.

Annars átti ég yndislegt gamlárskvöld í faðmi fjölskyldu minnar bæði barnabarnanna og systkina.

IMG_1600

Það er hlutverk prinsins að blanda jóladrykkinn.

IMG_1601

Jólasúpan sem alltaf slær í gegn.

IMG_1602

Hafði svo purusteik.

IMG_1603

Svo var horft á skaupið og farið á brennu.  Mér fannst skaupið gott og hló mikið.

 hér er verið að gera sig klára til að fara yfir til systur minnar að skjóta upp flugeldum.

IMG_1605

Ein af fallegu barnabörnunum mínum Júlíana Lind.

IMG_1606

Hér er önnur falleg skotta og lítil kisa.

IMG_1609

Geimskip eða eitthvað dularfullt ... já

IMG_1613

Mágar á góðri stund.

IMG_1615

Og nú á að kveikja í...

IMG_1619

Íhahaaa!

IMG_1626

Nýtt ár í farvatninu.

IMG_1628

Jú Hú!!!

IMG_1633

 

En að kveðja gamla árið er með smá eftirsjá....

IMG_1637

Þó er nokkuð ljóst að það nýja verður betra....

IMG_1638

Skot skot skot...

IMG_1639

Og meira skot skot skot allt í gleði.

IMG_1663

Allt í boði björgunarsveita landsins....

IMG_1665

Og svo kampavín í boð litlu systur sem tók yfir ritualinn frá foreldrum okkar.

IMG_1667

Gamlir samstarfsmenn og reyndar skólabróðir minn Nonni Láka.

IMG_1669

Og nýja dóttirin okkar Ella míns.

IMG_1713

Og enn og aftur fallega barnabarnið mitt, ein af 21 því þau eru öll jafn yndæl. Heart

Svona er lífið, ég hugsa mikið um hvernig mitt líf hefur þróast.  Þegar ég var ung farnnst mér lífið hlyti að vera búið um tvítugt það voru bara einverjir eldgamlir sem náðu því. Og þá átti maður að vera giftur og hafa eignast börn og semsagt maður var bara sveskja eða rúsína sem átti hvorki framtíð né fortíð.

Sem betur fer hafði ég algjörlega rangt fyrir mér, því lífið heldur svo sannarlega áfram og maður er svo sannarlega til og ennþá í fullu fjöri og hef alveg heilmikið til að gefa ennþá.  Samt sé ég framtíðina í þessum barnabörnum mínum.  Og svo sannarlega geri ég allt til að gefa þeim eitthvað veganesti inn í framtíðina.  Þess vegna til og með hef ég skrifað sögurnar mínar.  Því ég veit að þau munu upplifa miklu meiri spennu og tækifæri vegna þess sem ég hef gefið þeim.  Það vona ég allavega og er einhvern veginn alveg viss um að ég hef rétt fyrir mér með það.  Og ef ykkur langar til að lesa þessi ævintýri mín þá getið þið annað hvort haft samband við mig eða Vestfirsku verslunina ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. 

Málið er að börnin okkar eru framtíðin og við ættum að hlusta betur á hvað þau hafa fram að færa.

Eigið gott kvöld og sofið rótt elskuleg mín. Heart


Bloggfærslur 2. janúar 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband