18.1.2012 | 00:31
Hugleiðing um líf og heilsu.
Það hefur verið þungt í mér undanfarið. Það er ekki auðvelt að sitja undir því að eftir tæp 30 ár komist yfirvöld að því að það eigi að kaupa af mér heimilið mitt og allt um kring sem ég hef verið að búa mig undir frá árinu 1986, eða fyrr. Rústa því algjörlega, henda mér út úr húsinu, eyðileggja 30 ára skógræktun og skera niður garðplöntustöð sem ég hef rekið þarna á milli með greinilegri ánægju bæjarbúa, flestra. Ég hef einnig þurft að sæta því að yfirvöld bæjarins hafa haft samband við mig mestmegnis gegnum það ágæta blað Bæjarins Besta, þó það sé flott og gott blað, þá á maður einhvernveginn meira von á svona persónulegri samskiptum um jafn mikilvæg málefni.
Ég hef þess vegna legið undir feldi eins og ljósvetningagoðinn um árið. Mér hefur liðið illa, og ég skil ekki þörfina á þessari rústabjörgun, því það er langt seilst til að telja þetta eignarnám á lífi mínu almannahagsmuni, þar sem ég bý á jaðrinum og eini almannahagsmunaaðilinn er ég og mín fjölskylda sem bara viljum fá að vera í friði.
En undir feldinum, þ.e. undir sænginni minni í andvökunóttum þrátt fyrir róandi lyf og jafnvel svefnlyf, þá hef ég haft tíma til að skoða líf mitt gegnumheilt. Og ég hef komist að niðurstöðu.
Ég ætla ekki að eyðileggja líf mitt og heilsu með að láta þetta draga mig niður andlega. Ég tók ákvörðun um að láta bara hvern dag hafa sinn tíma, og hætta að velta mér upp úr þessu máli. En ég mun ekki gefast upp. Ég ætla mér að reyna allt til að fá að halda áfram með lif mitt á þessum stað. Og berjast fyrir því sem ég hef byggt upp. Núna þegar ég er orðin ellilífeyrisþegi og hætt að vinna fyrir þetta sama bæjarfélag, sem mér þykir reyndar óskaplega vænt um og vill hvergi annarsstaðar vera, þá finnst mér bæði hart og óréttlátt að þurfa að lúta því að eitthvað fólk geti bara skikkað mig til að gefa allt upp á bátinn sem ég hef unnið að frá því að ég var full af orku og trú á framtíðina.
Láta einhverja teikniglaða arkitekta strika út allt mitt líf, án þess einu sinni að koma á staðinn og kynna sér málin. Ég og umhverfi mitt er allt í einu bara strik á blaði sem þeir leyfa sér að teikna út og suður, án þess að átta sig á því að þeir eru að þurrka út 30 ára lífsstarf.
En ég er komin að niðurstöðu. Ég ætla ekki að láta þetta eyðileggja heilsuna mína. Ég ætla sem sagt að lifa áfram hér ánægð og örugg, og gera það sem þarf til að vinna mitt mál. Ef það tekst ekki, þá verður bara að hafa það, ég get þá sagt að ég hafi gert allt mitt og tapað. En ef mér tekst á einhvern undarlegan hátt að fá leyfi til að vera bara hér áfram og vera til hér þar sem ég tilheyri, mun ég fagna. Ég er nefnilega ekki ein í þessari baráttu, ég hef kallað til vætti og náttúruna sjálfa, svo er bara að sjá hvort það gengur upp. En fyrst og fremst þarf ég að trúa á það góða í fólki, að það skynji að hættan er enginn, og allir vinna, ég að fá að vera hér áfram og þeir að þurfa ekki að eyða dýrmætum peningum í að rústa lífi mínu.
Mitt vandamál er sennilega að vera bundinn þessum bæ, ég hef reyndar unnið honum allt það besta sem ég hef átt, núna í fegrun síðan 1978, en alls með hléum frá árinu 1966.
Mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég átti þess kost að verða reið og hatursfull og óska þessu fólki norður og niður. En það eina sem ég hefði haft upp úr því væri að skaða bæði sálina mína og líkamann. Og það vil ég alls ekki, eða að bara taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti og reyna að láta mér þykja vænt um þetta fólk, og hugsa sem svo að það viti ekki hvað það er að gera, en muni reyndar fá sín málagjöld óháð mér.
Þess vegna ætla ég að berjast með þeim vopnum sem ég hef, en jafnframt ekki fara út í sálfræðilega vegferð haturs og illvilja. Heldur þvert á móti treysta á að ég uppskeri eins og ég sái, góðvild, skilning og vilja til að sjá í gegnum fingur við mig með þetta óskamál mitt.
Eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
Bloggfærslur 18. janúar 2012
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar