Síðbúin spaugstofa á Rúv.

Já þegar maður verður vitni að svona atburði þá hreinlega verður maður kjaftstopp.  Jón reyndi að svara eftir bestu getu og við verðum að virða hann fyrir það.   En hvort svona maður er hæfur í það embætti sem hann hefur komist í er svo allt annað mál.  Við hljótum samt að finna til þess  að hann er að minnsta kosti einlægur í því sem hann er að gera, þegar við miðum við fláræðið og lygina sem aðrir á hans nótum eru tilbúnir til að verja sig með. 

Málið er að við þekkjum og látum okkur hafa helv... lygina og hrokann í þeim sem á undan honum hafa farið.  En á sama tíma aumkvumst við yfir karlangann sem hefur komið sér í þessi ósköp af græðginni einni saman, og stendur nú svo til einn í að svara fyrir hana á mörgum vígstöðvum, og fréttamenn hafa svolítið gaman af að gera lítið úr honum. Enda hefur hann sjálfur skapað sér sviðið, en í staðin fyrir að geta bara kúlað og sprellað, þá er það alvaran sem hann þarf að glíma við. 

Ég viðurkenni að ég hef aldrei þolað hvorki tvíhöfða, fóstbræður né fígúru Jóns í vaktamálum enda nennti ég ekki að fylgjast með þeim þáttum.  En ég held að Jón og hans félagar hafi virkilega ætlað að breyta og laga pólitíkina.  Málið er bara að pólitíkin gleypti þá hráa, af því að þeir treystu á flokksmaskínu sem eins og nornin í Hans og Grétu, buðu þeim inn í pönnukökuhúsið, hvaðan varð ekki aftur snúið. 

Nú er alvaran að renna upp fyrir þeim, og það er erfitt að afsaka síðustu daga það þýðir ekki að reyna að segja fólki að svona sé Ísland, né að það sé ekki sé ekki hægt að sandbera götur af því það þurfi að sópa upp, og að salt dugi ekki í hláku.   Það er ekki einu sinni hægt að fela sig á bak við það að þeir hafi  haldið að andlega fatlað fólk hafi ENDILGA VILJAÐ BORGA matinn sinn, og það meira en borgarstarfsmenn fá matinn sin á. 

Guð minn góður hvað það var erfitt að horfa upp á manninn tala um þessi mál, ég held að Reynir Pétur hafi gert þessu betri skil ef út í það er farið.   Hann kann þó allavega að reikna.

Hvar er pólitíkin á vegi stödd, þegar trúðar af þessum kaliber fá umtalsvert fylgi án þess að hafa sýnt að þeir hafi neitt til þess að bera að geta ráðið við einföldustu hluti.  Á hvaða leið erum við að hafa lygamerði við stjórnvölin sem ef til vill eru að gerast föðurlandsvikarar til að eyðileggja sjálfstæði okkar og ekkert að gert.  Á hvað vegi erum við stödd þegar ekkert viðvörunarkerfi virðist í gangi til að stoppa slíka af?

Forsetinn á að geta gripið inn í það ferli, en gerist það án þess að til þurfi að koma undirskriftir?

Já hann getur það.  samkvæmr 24 gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga,( áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið) enda komi Alþingi saman eigi síðan er tíu vikum eftir að það var rofið. 


mbl.is „Þetta var ófremdarástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skammast sín.

Margrét ég get vel skilið að þú skammist þín fyrir að vinna í þessu trúðaleikhúsi.   Og víst hafið þið þrjú í Hreyfingunni reynt að siðvæða starfsvettvanginn.  En nú er lag,  það er gerjun í gangi og þú að því mér sýnist ert hluti af henni.   Því þætti mér miður ef þú ætlar að framlengja sirkusinn með því að verja þessa ríkisstjórn vantrausti.  Það hefur nefnilega aldrei verið jafnslæmt þarna eins og núna, þegar vanhæf ósamlynd ríkisstjórn reynir að lafa á hverju sem gengur.

Ég segi fyrir mína parta ég mun fylgjast mjög vel með hvað þið gerið í þeim málum.  Ég vil nefnilega burt með þessa ríkisstjórn og fá inn meira af grasrótarfólki og minni áhrif fjórflokksins.  Ég er viss um að slíkt væri möguleiki núna og aldrei meiri ein einmitt núna þegar fjórflokkurinn er með allt niður um sig gagnvart fólkinu í landinu.

Ef þú meinar eitthvað með þessari skömm, þá geturðu sýnt það svart á hvítu þegar kemur að vantrauststillögu á ríkisstjórnina.   Ef þú aftur á móti verð stjórnina, þá myndi ég í þínum sporum hætta að skammast mín, því þá ertu bara ein af þeim sem þú segist skammast þín fyrir.

Ég ætla að fylgjast vel með.


mbl.is Skammast sín fyrir að vera þingmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband