Í vetrarveðri.

Í dag er veðrið brjálað, ég braust út í morgun til að kaupa með kaffinu handa gömlu vinnufélögum mínum, þeir hjálpuðu mér út úr skaflinum við bílastæðið mitt í gærdag.  Ísafjarðarbær er örugglega einn best mokaði bær landsins alla vegna og það er borin á sandur þó það þurfi ef til vill að sópa honum upp á vorin, annars er það frekar lítið mál, ég hef ekki orðið vör við að hann sitji mikið eftir á götunum því bæði hefur hann rignt burt eða fokið með veðri og vindum. 

Svo fór ég bara heim og er dauðfegin að þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr í dag meira.  Fór að athuga með hænurnar í gær og allt í gúddí hjá þeim. 

Það á víst að vera fundur í dag hjá bæjaryfirvöldum um stórslysið hér fyrir ofan okkur, veit samt ekki hvort þeir halda hann í svona veðri, það kemur bara í ljós.

IMG_1714-001

Það er gott að kúra.

IMG_1718-001

Á nokkuð að henda manni í ruslið?

IMG_1720-001

Þennan litla saklausa ræfil fann ég í þvottahúsinu, dáinn. Hann var á stærð við eldspýtustokk. 

IMG_1722-001

Hvað ætli þetta sé nú??

IMG_1725-001

Jú annar kettlingur, hann heitir Blesi og ég er með hann í fóstri, þau eru frábær saman og nú er Lotta ekki upp um allt alltaðar klifrandi upp á hnén á manni og svoleiðis.

IMG_1734

Nú kúra þau upp á eldhúsborði, stelast þangað þegar ég er farin að sofa InLove

IMG_1728-001

Ekkert smá áhugasamur með leikjatölvu.

IMG_1731-001

Eins og sjá má þá er ég ekki upp á marga fiska þessa dagana (fyrri myndin) og hér pöntuðum við pizzu saman, Ólöf með vinkonu sinni, mamma hennar og við hin.  Kettlingarnir voru hreynsaðir af eyrnamaur og svo bara huggulegheit.

IMG_1735-001

En svona er veðrið í dag, og notalegt að kúra sig inni hlusta á veðrið fyrir utan, og þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr. Nema ef þessi fja.... fundur verður.

IMG_1736-001

Lognið okkar eitthvað mikið að flýta sér núna. Eigið góðan dag elskurnar. Heart


Bloggfærslur 10. janúar 2012

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband