2.8.2011 | 10:24
Hvað er heimildarmynd?
Já ég var að horfa á frábæra heimildarmynd í gærkveldi. Hún var bæði fróðleg og skemmtileg. Sérstaklega voru skemmtileg viðtölin við forsprakka Aldrei fór ég suður, Guðmund Papamugi, Mugison, Önund, Hálfdán Bjarka og fleiri. Enda eru þessir piltar skemmtilegir og klárir strákar. Og það er algjört þrekvirki sem þeir hafa unnið með að koma þessum viðburði á koppinn. Það er greinilegt að Vestfirðingar eru athafnasamir og duglegir, eins og þessi hátíð og margar fleiri sýna. Til dæmis Skíðavikan sem haldinn hefur verið með hléum síðan 1937, Mýrarboltinn, Act alone leiklistahátíðin sem fer í hönd fljótlega, og klassiskir dagar Við Djúpið minnir mig, man ekki hvað sú hátíð heitir,Óshlíðarhlaupið og svo Aldrei fór ég suður, þetta eru stærstu viðburðirnir hér þó margir fleiri séu haldnir á hverju ári.
Allt saman þrekvirki örfárra einstaklinga sem með dugnaði hafa unnið sér hefð sem ber hróður okkar langt.
En aftur að þessari heimildarmynd; þar segir:
Rokknefndin
Mynd eftir Herbert Sveinbjörnsson um Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíð alþýðunar, sem var haldin í 8. sinn á Ísafirði um páskana. Í þessari mynd er skyggnst bak við tjöldin og fylgst með undirbúningi hátíðarinnar, rifjuð upp söguleg og skondin atvik ásamt því að aðeins er skyggnst inn í líf þeirra sem að hátíðinni standa.
Sannarlega skemmtilegt verkefni, það er bara svona eitt sem stingur mig Herbert minn, meðan karlpeningurinn er hafður í hávegum algjörar hetjur sem þeir eru, þá fór ekki mikið fyrir konunum, jú það var að vísu töluvert langt skot þar sem þær voru að búa um rúm. Þær voru jú líka að hjálpa til. Leiðinlegu verkin sem ekki krefjast athygli leggjast alltaf á konurnar, hvernig sem á því stendur. Mér finnst til dæmis hundleiðinlegt að búa um rúm, eini maðurinn sem ég veit um sem býr um rúm er eiginmaður minn, af því að ég kem mér undan því. Já konurnar eru sennilega best geymdar bak við eldavélina eða upp í rúmi
Málið er að þér tókst að gera heila heimildarmynd um áttundu rokkhátíðina aldrei fór ég suður án þess að einu sinni ýja að því að þar kom í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fram kvennahljómsveit. Gamla sokkabandið eftir 29 ára hlé, og margir höfðu beðið spenntir eftir útkomunni. Og við erum ennþá að fá frábær komment frá fólki sem fannst við frábærar. Þessi kvennahljómsveit var líka sú fyrsta sem steig á svið í Tónabæ á fyrstu músiktilraunum 82 minnir mig.
Ekki nema þú hafi súmmað upp örbrot af Oddný Línu þar sem hún kemur aðeins inn í mynd í viðtali með gítarinn og heyrist kalla Ásthildur. Ef til vill finnst þér það vera innskot við hæfi fyrir Sokkabandið.
Ég verð að segja það að ég er sármóðguð, ekki fyrir mína hönd, heldur fyrir hönd þeirra frábæru stelpna sem skipuðu Sokkabandið, stuðningsliðið okkar og alla aðdáendurna.
Það er sagt að í gömlu heimildarsögunum hafi konur að mestu gleymst, svo er sagt að þær hafi ekki verið til í Íslendingasögunum. Við höfum sennilega ekkert lært.
Við erum nefnilega alveg jafn töff og flottar og strákarnir.
Þó þér hafi ekki fundist tilefni til að segja frá því.
Lögðum líka alveg jafn mikið á okkur og hinar hljómsveitirnar sem komu þarna fram.
Áttum auðvitað skemmtilegan tíma saman, við að ryfja upp og hlæja að ýmsum uppákomum frá því fyrir 29 árum, skrýtið hvað sumt situr fast í manni þegar það er gaman að vera til.
Og vorum þarna svo sannarlega.
Tilbúnar í slaginn.
Nú legg ég til að þú klippir myndina upp á nýtt og setjir Sokkabandið þar inn, þó það sé bara örbrot, það er nefnilega skrýtin sýn á heimildarmynd þegar svona stór partur er ekki nefndur á nafn. Ef þú gerir það ekki þá lít ég svo á að þetta sé ekki heimildarmynd heldur sögufölsun.
Með kærri kveðju. Og takk fyrir okkur sýnt í sjónvarpinu í gær, þú færð plús í kladdann fyrir viðleitnina, en alltaf má gera betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 2. ágúst 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar