31.12.2011 | 16:46
Gleðilegt ár kæru vinir.
Það líður að endalokum þessa árs 2011. Það hefur að mörgu leyti verið mér gott ár persónulega, það var ljúft að hætta að vinna þó var svolítill söknuður að hætta eftir nær 3 áratugi, sakna gömu vinnufélaganna, en bæti úr því með að skreppa í kaffi.
Ég gat heimsótt börnin mín og barnabörnin í Noregi og Austurríki og hitti einnig systur mína í Kaupmannahöfn. 'Atti þess líka kost að fara nú í endaðan nóvember til að aðstoða dóttur mína Báru þegar lítill maður kom í heiminn hann er 21 barnabarnið.
Svo ákvað ég að prenta bækurnar mínar allar fjórar sem ég hef skrifað fyrir börnin í kúlunni. Það gerði ég vegna fjölda áskorana eins og sagt er. En líka til að sjá hvernig fólk tæki þeim.
Ég hef eignast marga góða og frábæra vini hér á blogginu sem ég er þakklát fyrir, og einnig fólk út í bæ sem þekkir mig gegnum þetta sama blogg.
Ég veit að ég get verið hvöss, þegar réttlætiskennd minni er misboðið, og það hefur gerst æ oftar nú í seinni tíð, en það er þá fyrst og fremst stjórnsýslan og óheilindi stjórnmálanna sem mér ofbýður. Ef til vill þarf ég að fara að endurskoða hug minn í því sambandi, því ekki vil ég láta ómerkilegt fólk eyðileggja heilsuna mína. En um leið og ég er reið þessu fólki og þeim öllum sem komu landinu okkar í þessa aðstöðu, er ég þakklát því fólki sem hefur lagt liðsinni sitt til að berjast gegn þessu og vill betri tíð og hreinskiptari pólitík.
Ég er einstaklega heppinn manneskja að eiga öll þessi yndislegu barnabörn að vinum.
Börn eru frábærir einstaklingar heilsteypt og sönn. Hér stöndum við í að gera pizzur, hver gerði sína pizzu að eigin vali.
Það er gott að hafa tíma til að eyða með sínum nánustu, eiginlega alveg bráðnauðsynlegt.
Og allt gengur miklu betur þegar allir vinna saman.
Þá er að skreyta með álegginu.
Afi gerði líka sína pizzu með hvítlauk, olífum og þurrkuðum tómötum.
Og svo má bara liggja á meltunni.
Ungur nemur hvað gamall temur. Við skulum muna að allir geta hjálpast að, hér er Úlfurinn að kenna afa sínum að hlaða niður á mpr spilara sem ég gaf honum í jólagjöf, svo hann eigi auðveldara með að læra norsku.
Veðrið er búið að vera gott, og verður vonandi áfram.
Það verður allt svo hreint og tært þegar snjórinn sest yfir, og þá er bara að muna eftir smáfuglunum. Þeir vakta þau hús sem þeir vita að þeir fá gefins mat.
Í rauninni veit ég ekkert hvað bíður mín á nýju ári. En eitt er víst að ég mun takast á við það sem koma skal.
Ég mun gera allt til að fá að búa hér áfram, þó yfirvöld vilji skáka mér út. En þá er bara að sjá til hvernig allt veltur.
Jólabörnin geta líka veitt gleði þó ferfætlingar séu.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar, innilega takk fyrir öll innlitin, athugasemdirnar og samskiptin á árinu. Það er mér mikils virði að vera í góðu sambandi við gott fólk. Bæði á netinu og svo í raunheimum. Megi ást og friður fylgja ykkur öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Bloggfærslur 31. desember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar