Enn um jólin.

Jóladagurinn leið eins fallega og aðfangadagur.  Í kyrrð og ró og algjörri leti. En fjölskylda Júlla míns kom í matinn í hangikjötið, við elduðum bæði kofareykt kjöt og svo þetta sem venjulega fæst.  Svona til að prófa hvort væri betra.  Kofareykta kjötið var dekkra og bragðmeira og ég er ekki frá því mýkra, annars var ekki mikill munur á kjötinu.

IMG_1561

Það var auðvitað spilað á spil og í þessu spili er Sigurjón Dagur sigurvegarinn, þekkir Disney betur en hinir.

IMG_1564

Spennandi ha!!!Smile Gott þegar allir geta sameinast um skemmtilegan leik.

IMG_1566

Og hér kennir unginn afa sínum.  Börn hafa miklu meiri þekkingu á tækni en við hin þessi eldri.

IMG_1571

Og svo má bara leika sér í svona leikjatölvu þegar afi er ekki lengur með áhuga. 

IMG_1572

Og barnabörnin vaxa upp með ótrúlegum hraða, hér er Ólöf Dagmar alveg að verða táningur og flott stelpa.  Það veldur ýmsum ... svona vandræðum með kúlusögurnar, því bráðum hætta þau að hafa áhuga á barnalegum ævintýrum og hvað gerir amma þá???LoL

En við sendum kveðjur héðan frá kúlunni. Eigið góðan dag. Heart


Bloggfærslur 27. desember 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband