1.12.2011 | 21:18
Aðventa og börn.
Ég sit hér í rólegheitum, er að gæta barnanna, foreldrarnir fóru út að skemmta sér. Það er orðið langt síðan þau hafa notið þess að vera bara tvö, svo það var alveg upplagt að bregða sér af bæ, út að borða og svo á tónleika, já þau eru nefnilega á tónleikur niður í Vín í Gasometer og hljómsveitin er ekki af verri endanum, Smashing pumpkin er að spila. Uppáhaldshljómsveit húsbóndans, svo frúin ákvað að gefa honum þessa tónleika í jólagjöf vel til fundið.
En kvöldið er búið að vera frábært hjá mér, við að dúlla við þau þrjú, stelpurnar mínar og prinsinn. Nýt þess í botn.
Í dag fórum við inn í Mattersburgh í verslanir, þar er búið að skreyta allan bæinn, líka hér í Forschteinsein, og hér í götunni koma upp á hverjum degi nýjar skreytingar, í dag bættist við dádýr með sleða hér neðar í götunni. Við Hanna Sól vorum að skoða þegar ég sótti hana í skólann í dag.
En nú eru allir komnir á sinn stað, hundurinn, kettirnir, börnin og ég sit hér og nýt mín í botn.
Hér er ég í hárgeiðslu hjá fröken Ásthildi Cesil.
Það er nú ekki slæmt að lenda hjá henni í hárgreiðslu.
Svo ákáðum við að baka pizzu, og þá er nú ekki amalegt að hafa tvo hjálparkokka sem eru þvílíkt duglegar.
Meðan degið var að hefa sig, var tekið við að passa litla bróður.
Hanna Sól er dugleg við að hjálpa mömmu sinni með hann.
Á meðan setur Ásthildur ofan á pizzurna.
Þetta svakalega fallega teppi fékk pilturinn frá ömmu og afa á Hellu, hann er svo ánægður með það.
Og sefur vært undir værðarvoðinni hennar ömmu sín.
Hann er svo fallegur drengur, og duglegur, hann er farin að drekka aðeins úr pela, þegar mamma þarf að bregða sér frá, þá mjólkar hún sig, og hann drekkur mjólkina úr pela.
Púma og Lilly liggja fyrir framan ofninn og njóta sín í botn.
Og svo þurfti auðvitað að gera aðventukrans, það þurfti ekki langt að fara til að sækja syprisinn, hann er bara úti í garði og nóg af honum.
Þær skemmtu sér allar jafnvel stelpurnar mínar við að gera kransinn.
Og smátt og smátt kom falleg mynd á hann.
Hann er voða fallegur.
Og allir ánægðir.
Kisunum fannst þær líka eiga í honum, af því að það var notaður kattasandur undir kertinn
Hér er Carlos og vill komast inn úr vetrargarðinum.
Litli bróður er samt það besta sem til er í fljölskyldunni.
Og þær eru báðar jafn hrifnar af honum.
Enda flott fyrir hann að eiga tvær svona flottar og duglegar stórusystur.
Hann er farin að fylgjast vel með og finnst gott að láta syngja fyrir sig.
Hér er verið að dúlla sér hver með sitt.
Búið að kveikja á fyrsta kertinu.
Já jólin færast sífellt nær okkur.
Og jólin eru jú allra, fyrstu jólin voru haldinn að heiðnum sið, og svo smámsaman tekin með inn í kristnina, vegna þess að hefðin var rík. Eitthvað hefur þetta líka breyst, en Leppalúði, Grýla og jólasveinarnir íslensku, svo ekki sé talað um jólaköttin bjarga því sem bjargað verður
Og nú er búið að opna fyrsta dag í jóladagatalinu.
En við heilsum héðan úr góða veðrinu í Forschenstein.
Lífið er yndislegt. Og það gefur manni svo mikið að vera innan um þessa litlu fjörkálfa, sem elska mann takmarkalaust.
Segi svo bara eigið góða nótt elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 1. desember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar