7.11.2011 | 14:34
Ólafur H. Þórðarson.
Ég er búin að finna það sem þú varst að spyrja mig um. Og þá er ég auðvitað búin að týna miðanum sem ég skrifaði niður símanúmer og email En þú getur hringt í mig. Ég legg nefnilega ekki í að hringja í að minnsta kosti 3 Ólafi Þórðarsyni með bjánalega spurningu. En þá er ég búin að beita útilokunaraðferðinni á hina 20... eða svo.
En ég hef verið að grúska í pappírunum hans tengdaföður míns, og er með flest lögin hans á nótum og í upptalningu. Nokkur samt sem hafa ekki verið opinberuð og skrifuð með hans eigin hendi.
Eitt þessara ljóða eða texta samdi hann í Vestmannaeyjum. En Elli minn bjó þar um tíma fyrir gos. Hann hafði nýlega keypt sér hús á Brekkugötunni og faðir hans kom til að hjálpa honum að setja húsið í stand. Þá var bræðsla á fullu og sennilega hefur gamla manninum ekki fundist lyktin góð. Því hann kvað svo:
Í Vestmannaeyjum eru hús
orpin aur og sandi.
Þar er bæði lundi og lús
og lyktin óþolandi.
Hér eru nokkrar stökur handskrifaðar eftir hann:
Vondur finnst mér veturinn
með veðurofsa sínum.
Í fyrrinótt í fyrsta sinn,
fraus í koppnum mínum.
Til að þekkja þingeying
þarf ei mikil kynni.
Hann gumar allann ársins hring
af ættartölu sinni.
Skafti eða Náttfari eins og hann kallaði sig var þingeyingur.
Komin er í varpa vor
vermir sólin bjarta.
Örvar mátt og eykur þor
enginn þarf að kvarta.
Eftir langan ævidag
er mér ljúft að segja.
Ég vil senn um sólarlag
sæll og glaður deyja.
Alltaf stökur ein og tvær
upp úr manni renna.
Ef að ríma ekki þær,
er það mér að kenna.
Vissulega veit að ég
vonda hef ég galla.
Einna lakast er nú það
að ég hafi skalla.
Þessi er örugglega ort um einhvern vin sem var farin.
Mig, þig vantar vinur minn.
vandi er nú að lifa.
Því þú hafðir alltaf af
svo undurmörgu að gefa.
Við Skafti vorum miklir vinir, ég hafði líka gaman af að dunda mér við að semja svona eitt og eitt. Þó ég komist ekki í hálfkvisti við hann. En hann var ótrúlega skemmtilegur og lifandi maður. Blessuð sé minning hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bloggfærslur 7. nóvember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar