5.11.2011 | 15:49
Kúlulíf.
Hér gengur lífið sinn vanagang. Allt á fullu Hér eru nokkrir unglingsstrákar að "Lana" ætla að vera hér yfir helgina, það er stór helgi því það er vetrarfrí í skólanum.
Það er leikið sér fram á kvöld og svo er sofið í hrúgu á gólfinu, og allir ánægðir. Ekki síst ég, það er bara gott að vita af stubbnum heima hjá sér og ekki sakar að hafa vinina líka.
Að vísu eru svona vanhöld á að ég komist á netið, en það eru líka til góðar bækur að lesa, svo þetta gengur upp.
Mestar áhyggjurnar af Alejöndru, en hún tekur þessu með stóískri ró, og fer í heimsókn til vinstúlkna sinna, þær eru að sinna lærdómi og undirbúa sig. Stelpur eru miklu samviskusamari en strákar. Það er nokkuð ljóst.
En svo má segja líka að einmitt svona tölvuleikir og slíkt þjálfi unglinga upp á framtíð sem fer að miklu leyti fram í tölvum og tækni. Enda eru flestir 15 ára guttar löngu orðnir sérfræðingar í tölvu og tækni málum.
Það er allavega gaman að fylgjast með þeim.
Í dag komu svo blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gehrmann með ljósmyndara með sér. Þau komust loksins vestur með flugi.
Stillt upp fyrir myndatöku.
Svo ég er búin að vera að sitja, standa fyrir framan myndavélar núna í einn tvo tíma eða svo, mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera bak við myndavélina. En svona er þetta nú. Tímaritið heitir GEO article og er þýskt, en þeir skrifa mikið um aðrar þjóðir, síðasta blaði var um Scotland. Þessi grein kemur samt ekki fyrr en næsta sumar. En þetta viðtal er vegna bókarinnar sem hún gaf út í fyrra, þá vildi þetta stóra forlag fá meiri pistla og myndir af íslenskum arkitektúr og íbúum öðruvísi húsa.
Bauð þeim auðvitað upp á kaffi og brauð, og svo skoðuðum við myndirnar, þær voru flestar mjög fínar.
Alva áritar bókina sína fyrir vini sem ég ætla að gefa hana, bæði dóttur minni og austurrískum vinum.
Síðustu sólargeislarnir þetta árið eru þessa dagana, bráðum kemst sólin ekki upp fyrir fjöllin, og þá verður enginn gleðigeisli næstu vikurnar. En við lifum það af. Tökum bara lýsi og Dvítamín.
Ég hugsaði oft um það þegar ég var yngri hvort ekki væri hægt að saga aðeins ofan af fjöllunum, til að sólin næði uppfyrir.
En svo fór ég í garðyrkjuskólann í Hveragerði og uppgötvaði dálítið sem ég vissi ekki af.
Af því að það er ekki vandamál hér, en í skammdeginu er sólin alltaf beint í augunum á manni við akstur.
svo nú er ég bara ánægð með að hún hvíli sig svona yfir bláveturinn. Og þegar hún fer að læðast niður hlíðina mína hér fyrir ofan á vorin, þá er það ákveðin tilhlökkun að sjá hana færast neðar og neðar með hverjum deginum sem líður.
Uns hún loksins kemst alla leið niður í Sólgötu,og þá drekkum við sólarkaffið með rjómapönnukökum. Það er hátíðleg stund get ég sagt ykkur sem ekki þekkið til.
En það er svona aðeins farið að bætast í ruslið hjá strákunum Veit ekki hvernig þetta verður á mánudaginn. En svona til foreldranna, þeim líður vel og eru í góðum höndum.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bloggfærslur 5. nóvember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar