29.11.2011 | 13:37
Leiðtogi þarf að vera framsýnn réttlátur og hafa jafnaðargeð.
Það er augljóst að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna (hef ekki geð í mér til að tala um ríkisstjórn Íslands) er á tæpasta vaði þessa dagana. Rétt eins og Evrópusambandið, þar rembist Merkel við að staga og bæta einn dag í einu, meðan Jóhanna reynir að staga og bæta ríkisstjórnina. Málið ætti samt að vera auðveldara fyrir Jóhönnu ef hún væri ekki svona einstrengingsleg og vanhæf til að skynja sinn tíma.
Ég held nefnilega að þarna hitti Björn Bjarnason naglann beint á höfuðið þegar hann segir að það sé verið að koma Jóní Bjarnasyni út úr stjórnarráðinu á fölskum forsendum. Það sé vegna ESB en ekki sjávarútvegsmálsins, því eins og við höfum marg upplifað þá hefur einmitt Jóhanna, Steingrímur og Össur verið á þeysireið í leyndum erindagjörðum án þess að láta kóng eða prest vita. Man til dæmis eftir allavega einu Icesave dæmi þar sem enginn mátti fá að sjá samninginn, en þingmenn áttu samt að kjósa um hann. Þetta er auðvitað ekki boðlegt eftir reglum Jóhönnu. Flipp Steingríms með Spkef og fleiri dæmi eru um svona leyndó sem ekki má ræða.
Björn segir að Steingrímur þori ekki að beina spjótunum í rétta átt, þ.e. þjónkun hans við Jóhönnu um meintan þvæling Jóns á móti ESB, út af sinni grasrót, svo þess vegna sé þessi ástæða tekinn þ.e. sjávarútvegsmálinn. En ég aftur á móti er orðin nokkuð viss um að það er lítið eftir af sómakæru fólki í grasrót VG. Fólk sem svo gjörsamlega svíkur allt sem það hefur lofað út á væntanleg atkvæði, á ekki skilið að fá að vera áfram. Og svo þar á ofan á að bola burtu eina manninum sem haldið hefur loforðum sínum í heiðri. Hversu lágt er hægt að lúta í þjónkun sinni við valdastóla?
Ég segi nú bara fyrir mig að nú undanfarna mánuði hefur alltaf komið betur og betur í ljós skapgerð og lund þess fólks sem leiðir landið illu heilli.
Og í dag getum við séð hvernig hatrið og illgirnin smitar út frá sér frá aðalhausunum Jóhönnu og Steingrími út í geltandi hjú þeirra. Sem hafa fengið skotleyfi á þá sem reyna að vinna í trausti þjóðarinnar. Fyrst voru það Lilja og Atli sem urðu fyrir þessu einelti og skítkasti, svo Ögmundur og núna Jón, en Jón er nefnilega skeinuhættastur vegna sinnar staðföstu mótspyrnu við að láta innlima Ísland í ESB. Þess vegna þarf að losna við hann hvað sem tautar og raular. Og nú þykjast þau skötuhjú hafa fundið leiðina til að koma honum burtu.
Því miður fyrir þau hefur Ögmundur lýst yfir stuðningi við Jón. En sjálfsagt bíður Guðmundur Steingrímsson á hliðarlínunni tilbúinn til að bakka upp þessa óvinsælustu ríkisstjórn í langan tíma og er þá af miklu að taka.
Ef sá maður hefi snefil af framsýni myndi hann vita að þar með gæti hann afskrifað nýtt framboð. Það myndi enginn líta við slíkum manni eftir að hann stykki um borð í hriplekan dall bara til að upphefja sjálfan sig.
En svo er það þetta með Ögmund, hvað myndi hann gera ef þau útskúfuðu Jóni? það þarf nefnilega ekki nema einn mann til að steypa ríkisstjórninni.
Aleg er ég viss um að nú er baktjaldamakkið á fullu, skíturinn upp um alla veggi og lykin þvílík að enginn almennilegur maður kemst þar nálægt án þess að þurfa súrefnisgrímu.
Og þetta eiga að heita ráðamenn þjóðarinnar. Leiðtogar þurfa að hafa ákveðin einkenni, sterkast þeirra er jafnaðargeð og yfirsýn þannig að þeir geti litið yfir sviðið og fengið það besta út úr hverjum og einum. Ef slíkir detta ofan í hefndargírinn og láta kné fylgja kviði, þá er úti um leiðtoghæfileikana. Fólk lætur ekki endalaust bjóða sér hvað sem er.
Ég segi fyrir mig ég er búin að fá algjört ógeð á aðferðarfræði þessa fólks. Þau eru gangandi dæmi um hvernig fólk á EKKI að vera. Mig langar til að biðja Ólaf Ragnar Grímsson forseta að setja ríkisstjórnina af og setja utanþingsstjórn sérfræðinga sem eru hlutlausir og óflokksbundnir í fimm til sex mánuði, þá væri hægt að kjósa upp á nýtt, þá hefðu ný framboð og samvinnuaðilar tíma til að marka stefnu og koma sínum málum á framfæri, því það er alveg ljóst að svokallaður fjórflokkur er búin að vera sem traustvekjandi afl. Þeir hafa ekki getað hreinsað sig af spillingunni, og neita að horfast í augu við fyrri verk sín. Koma svo núna og lofa öllu fögru. Eg held að íslenskur almenningur að meirihluta til vilji sá breytingar, nýtt fólk og heiðarleika og gegnsæi. Traust á því að verið sé að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki fjármagnið, erlend yfirráð eða eitthvað þaðan af verra.
Mér sýnist krafa fólks snúast fyrst og fremst um það að geta treyst þeim valdhöfum sem það kýs til að vinna heiðarlega að uppbyggingu landsins og þjóðarinnar, en ekki til að maka sinn eigin krók, vina og vandamanna, belgja sig út í veisluborðum erlendis og vera löngu komin langt burtu frá þörf og óskum umbjóðenda sinna. Í hvaða öðru fyrirtæki ætli starfsmönnum myndi líðast það?
Þetta fólk er nefnilega þjónar okkar en ekki herrar. Þeim er haldið uppi af skattpeningum okkar, og ber að fara vel með féð sem þau hafa umboð fyrir. Þau þurfa líka að sýna okkur þá virðingu að viðurkenna það þegar við viljum þau burt, Viljum ekki lengur hafa þau í vinnu, og kærum okkur ekki um að nota peningana okkar í að borga þeim laun. Í dag ef ég ætti að velja hvaða ráðherra ætti að halda áfram og hverjir hætta, þá myndi ég segja að gefnu tilefni að þau ættu öll að taka pokann sinn nema Jón og Ögmundur. Og ég er viss um að það eru fleiri á sama máli.
![]() |
Sjávarútvegsmálin einungis yfirskin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bloggfærslur 29. nóvember 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar