Hugleiðíng frá Forchtenstein.

Hér er ég eins og blóm í eggi.  Innan um fjölskylduna mína í Forchtenstein.  Það er yndislegt að vera innan um stelpurnar mínar tvær, sem eru mér svo kærar reyndar eins og öll hin barnabörnin mín.  Þær eru ótrúlega skemmtilegar og góðar.  Þær hafa verið veikar undanfarið með skarlatssótt sem er að ganga hér.  Og sú eldri sem er í skóla hefur þurft að standa í ótrúlegum lærdómi.  Það er ekkert gefið eftir þó barnið sé veikt og hún er bara í 7unda bekk.  Það eru fleiri blaðsíður bæðí af skrift, reikningi og allskonar lærdómi, og þó hún sé veik, þarf hún að gera bæði heimavinnu eins og hinir, fær á hverju síðdegin fleiri blaðsíður til að læra og að auki það sem hún átti að gera í kennslustund.  Greyið er búin að vera fleiri klukkutíma á dag að gera verkefni.  Það er svo sannarlega járnagi hér á skólabörnum og ekkert gefið eftir.  Ég sæi í anda 7 ára börn vinna svona fleiri klukkutíma á dag heimaverkefni, og ekkert gefið eftir þó þau væru veik.  Enda er hér þannig að 10 ára þarftur að hafa ákveðið stefnuna hvort þú ætlar í verknám eða bóknám, og ef þú velur verknám verður ekki aftur snúið.  Þú getur valið að fara úr bóknámi yfir í verknám ef þannig gerist. ´

Það er líka sama sagan ég er búin að fara nokkrum sinnum og kaupa inn matvörur, það er fínt að versla grænmeti og ávexti, en þegar kemur að kjötborðinu, þá verð ég að segja að ég sakna íslenska kjötborðsins í Samkaupum og Bónus.  Hér geturðu valið milli svínahakks, svínavoðva í heilu lagi, svínavöðva í sneiðum og svínavöðva í smásteik, eða nautahakk, nautavöðva sneiddan nautavöðva, eða nautasmásteik, kjúkling getur maður líka fengið, og jú raunar grísakótelettur.  Og allt finnst mér þetta vera bragðdaufara en heima.  En grænmetið til dæmis paprikur sem eru ræktaðar hér í nágrenninu eru algjört sælgæti, svo eru líka epli og perur.  En ég get sagt ykkur að peningarnir eru næstum alveg jafn flljótir að fara hér og heimaSideways

Svo er það kyndingin, ef fólk ætlar í bað, þarf að byrja á að fara ofan í kjallara og kveikja upp í ofni sem hitar vatnið, kveikja upp með timbri, þetta gildir líka um heitt vatn til dæmis í uppvask.  Það er svo dýrt að nota olíu eða gas að það bara gerir ekki fólk nema sem á skítnóg af peningum. 

Sumt er hér rosalega gott, en annað lakara en heima.  Og þannig er það bara.  Þetta er spurning um hvað fólk vill.  Að  velja og hafna. 

Austurríkismenn eru farnir að spá í að taka upp sína gömlu mynt.  Þeir eru orðnir leiðir á þessum evruvanda, og þeir eru pirraðir á því að skattarnir þeirra eru notaðir til að greiða niður skuldir annara þjóða.  Og núna heyrir maður að þeir hafa allan vara á með evruna.  Hér er fylgst vel með, og menn ekki eins bjartsýnir og Össur og kó.  

Hér býr elskulegt fólk og allir heilsa alltaf öllum sem þeir mæta gosh gott segja þeir, veit ekki hvernig það er skrifað.  Og hér í þorpinu eru margir farnir að þekkja kerlu, og ekki bara heilsa heldur veifa líka og láta mig finna að ég er velkomin og fólk veit af mér. 

Síðan ég kom hefur verið dumbungur og mistur.  En í dag birti dálítið til og ég notaði tækifærið og tók nokkrar myndir.  Útsýnið héðan er algjörlega frábært.

IMG_0298

Hér er höllin fræga sem ég hef áður sagt ykkur frá.  Draugahöllin umkringd ístrjám.

IMG_0299

Hélaður sýpris fyrir utan stofugluggan.

IMG_0300

Fjallið sem er eins og íslenskur torfbær.

IMG_0302

Höllin í haust litum.  Þetta er örugglega beyki sem þarna skartar sínum fallega brúna lit.

IMG_0303

Hún er segulmögnuð þessi höll, og ljós hennar lýsa langt að, þegar maður kemur frá Vín, sjást ljós hennar yfir helstu fjallatoppa.

IMG_0304

Skógurinn í hvítum skrúða.

IMG_0305

Fallegt en dálítið kuldalegt.  Svei mér þá það var heitara á Íslandi þegar ég fór þaðan, en var bæði í Kaupmannahöfn og svo hér.

IMG_0277

Hér er hinn virðulegi Carlos eðalköttur, sem vill helst bara lúra sem næst hlýjum ofni, meða Lille fee og Púma þeytast endalaust um og leika sér.

IMG_0279

Og svo auðvitað fallegu stelpurnar mínar.

IMG_0282

Þær hafa svo sem engu gleymt.

IMG_0293

Sjáið bara hvað litla barnið okkar er orðin stór?

IMG_0308

Hér er veið að sjóða egg, og allir hjálpast að.

IMG_0310

Svo fengu þær aðeins að fara út í dag, til að fá ferskt loft í lungun sín, og þá varð auðvitað að sópa saman laufum.

IMG_0312

Það vantar ekki dugnaðinn.

IMG_0318

Svo er fínt að hoppa smávegis á trampolíni.  Það hleypir orkunni út.

IMG_0321

Fjörkálfarnir mínir. Heart

IMG_0323

Litla gullið mitt og alnafna.

IMG_0326

Að síðustu systkinin Lille Fee og Carlos.

IMG_0327

Sem eru ásamt Púma syni Lille Fee dekurdýr. 

IMG_0328

Og ég segi góða nótt elskurnar.  Munið bara að hver er sinnar gæfusmiður, og þetta er allt saman spurning um val.  Það er hvergi best og hvergi verst.  Bara hvað fólk vill.  Og ég vil vera heima hjá mér á Ísafirði, geta farið í kjötborðið og valið mér hvort heldur er lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, hrefnukjöt, kjúkling, jafnvel hrossakjöt, eða bara fisk á minn disk.  Heart


Bloggfærslur 24. nóvember 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband