Allir fyrir einn.

Ég er eiginlega á hálum ís að fara að skipta mér af formannskjöri Sjálfstæðisflokksins, af því að mér er hreinlega sama um hver þar situr.  En málið er að núna horfir fólk til Hönnu Birnu eins og stjörnu sem  þeir hafi misst af og eru sárir.

Ég man nefnilega svo langt aftur að það var rætt um Þorgerði Katrínu sem væntanlegs formanns og voru margar væntingar bundnar við að  hún myndi gefa kost á sér til formanns.  Man eftir setningum eins og framtíðar foringi Sjálfstæðisflokksins og fleiri slíkar. Nú hefur þessu verið snúið upp á Hönnu Birnu.  Málið er að á sínum tíma áður en Þorgerður Katrín varð kúludrottning, þá var hún miklu flottari en Hanna Birna í útliti( sem virðist skipta miklu máli í pólitík) Og óskrifað blað í viðsksiptunum. 

Það er alltaf verið að dreyma um framsæknar konur og flottar til að taka við karlaveldinu, en það er borin von í flokki þar sem "miðaldra hvítir karlmenn" ráða öllu.  Eins og frú Þorgerður benti sjálf á á sínum tíma.

Þær geta orðið varaformenn og þykir afskaplega gott hjá viskýþambandi ýstrubelgjum... svona upp á útlitið, en lengra nær það ekki. 

Þetta stjórnmálaafl er í sjálfu sér íhaldsamt og formfast og ef menn halda að þeir geti verið þarna innanborðs og breytt einhverju, þá er það borin von. 

Þarna er lagt út frá allt öðru en málefnum, þ.e.a.s. út frá málefnum per ce.  Þarna ríkir karlaveldi sem vill deila og drottna, og mér er alveg sama hvað hinir frjálslyndu félagar segja, það hefur verið reynt gegnum árin að breyta innanfrá, en menn hafa ekki erindi sem erfiði.  Samt er þráast eins og rjúpa við staur að vona að  NÚNA breytist þetta allt.

Málið er að fjórflokkurinn eins og hann leggur sig er komin að endimörkum.  Fólk er að vakna, þ.e. almenningur og sjá að þetta er bara plott hjá gömlu pólitíkusunum, og þá á ég ekki bara við þá sem hafa setið á alþingi frá sautjánhundruð og súrkál, heldur arftökum og erfðarprinsum sem fá að vera mem.  Hinum er hleypt mátulega langt meðan þeir gelta eins og þeir eiga að gelta.  Og ef þeim dettur í hug að gera eitthvað annað, þá eru þeir pent settir af, rétt eins og Papandreo og Berlusconi. 

Allt skipulagt í þaula og séð til að skiptin haggist ekki. 

Ég satt að segja get ekki gert upp við mig hvort er ömurlegra, sjálfkjörin Jóhanna eða rússneskt kjörinn Steingrímur, eða 55%kjörinn Bjarni Benediktsson.  Því allt þetta var plottað fyrirfram og matreitt fyrir landsmenn, svo það liti sem best út.

Öll þessi fjórflokkapólitík er bara liður í að halda völdum, og þá er allt lagt í að reyna að koma okkur til að trúa því að hér eigi sér stað alvöru barátta. 

Það er einfaldlega bara ekki þannig, því á milli þess sem þetta fólk gjammar á þingi og eys skömmum yfir hvort annað eru þau bestu vinir og hygla hvort öðru, mest þegar þau hafa þurft að hverfa af þingi.

Skömm þessa fólks er svo mikil að hún er æpandi, og því fyrr sem almenningur gerir sér grein fyrir því að þetta er allt sama súpan, og því algjör óþarfi að reyna að verja "sinn mann" því betur gefst okkur kostur á að hreinsa til og koma á alvöru lýðræði, eins og flest fólk á Íslandi vill í raun og veru og þráir af heilum huga.


mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband