Austurríki og fjölskyldan.

Jamm ég sagði dóttur minni það þegar ég vissi að hún ætti von á sér að ég myndi koma og vera með henni fyrstu dagana, það kom eiginlega ekkert annað til greina, með þrjú börn og ef til vill ekki svo mikið um aðstoð, þó hér sé yndislegt fólk og kurteist, þá er endilega ekki um að ræða að leggja svona náið lið.  Og ég vildi líka vera með henni í gegnum þessar hamingjustundir og jafnvel vinnu sem fylgir því að eiga barn.

Fyrst þurfti ég auðvitað að endurheimta manninn frá Noregi til að hugsa um unglingana okkar, og var það afskaplega auðsótt mál.  Hann kom heim og ók svo með mig til Keflavíkur daginn eftir, við gistum þar á B&B gistiheimili sem við gistum gjarnan því það er svo notalegt og stutt út á völl, og þó við þyrftum þess ekki núna, þá geyma þau bílinn fyrir mann og bæði skutla manni út á völl og sækja mann.

En við komum samt við hjá syni okkar honum Bjössa til að hitta litlu barnabörnin þar.

IMG_0179

Bjössi og Davíð Elías.

IMG_0181

Hann er svo flottur strákur.

IMG_0185

Og pabbaknúsírófa. Heart

IMG_0190

Hér eru svo afi og Arnar Milos.  Hann elskar afa rosamikið.

IMG_0195

Þeir bræður.

IMG_0199

Með ömmu sín.

IMG_0200

Svo var slakað á á B&B Þar sem er dekrað við mann eiginlega.

IMG_0201

Ég þurfti að bíða fleiri klukkutíma á Kastrup, og hringdi í Siggu systur mína elskulega og hún kom og við áttum skemmtilegan dag á flugvellinum.  Það var yndislegt að hitta hana og spjalla um daginn og veginn.Heart

IMG_0202

Hér erum við systurnar.

IMG_0203

Svo var það Fortenchestein og hér er amman í húsinu Anna að heilsa upp á litla kútinn og mömmu hans.

IMG_0205

Hann er svo flottur hann Jón Elli.  ljúfur og þægur eins og börn eiga að vera náttúrulega. Heart

IMG_0206

Hann er sísvangur eins og prinsar eiga að vera.  Og mun því stækka fljótt og vel.

IMG_0209

Og amman fékk að halda á honum líka þessi elska.

IMG_0211

Í dag kom svo fjölskyldan frá Mary Ellend í heimsókn til að skoða prinsinn. 

IMG_0212

Og skotturnar mínar eru alltaf að stækka, og eru svo yndælar og flottar. Heart

IMG_0213

Það er búin að vera mikill spenningur að bíða eftir barninu og ánægja með að eiga hann og hjálpa mömmu með hann og allt annað.

IMG_0216

Og hér er til siðs að setja stork í garðinn hjá þeim sem eignast börn, þetta gerðu nágrannarnir alveg sjálfir og settu í garðinn fjölskyldunnar.

IMG_0221

En þær eru glaðar og kátar og elska að amma er kominn, og ég elska þær.Heart

IMG_0222

Og hér er enginn afbrýðisamur út í litla manninn nema ef til vill Carlos, ekki Trölli hundur eða Lille Fee né Púma.  En hér er ég að njóta mín heldur betur.  Eigið góða nótt elskurnar.  Heart


Bloggfærslur 19. nóvember 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband