Grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samhengi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu.

Það er eitthvað gott að gerast, og við skulum hlú að því og vernda svo það vaxi og dafni. 

Það er grasrótarstarfið sem ég bind svo miklar vonir við.  Ég set hér inn blogg Rakelar Sigurgeirsdóttur, hún er ein af mörgum sem hefur unnið ötullega að því að vekja okkur til umhugsunar og hvetja okkur til dáða. http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1203833/

Þarna er um að ræða kynningarfund í grasrótarsamtökunum sem hafa fundið sér samastað í Brautarholti 4.  En það eru eftirtaldir aðilar: Alda: Félag um lýðræði og sjálfbærni, Borgarahreyfingin, Bót: Aðgerðarhópur um bætt samfélag, Frjálslyndi flokkurinn, Húmanistaflokkurinn, Hreyfingin, IFRI-hópurinn, Samtök fullveldissinna og Þjóðarflokkurinn.

Einnig komu þarna fram nokkrir fleiri aðilar eins og:  Zeitgeist-hópinn, Occupy Reykjavík, Íbúahreyfinguna, Stjórnarskrárfélagið og Gagnauga.

Forsetanum og frú var boðið og þágðu þau boðið og sátu þennan fund með fólkinu.  Hann hélt góða ræðu sem er í bloggfærslu Rakelar, þar sagði hann:  „grasrótarstarf er ekki aðeins mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi heldur er grasrótarstarf lífsmarkið með lýðræðinu.“

Þetta er sá vettvangur sem ég vil hlú að og vinna með.  Þarna er eitthvað gott að gerast þvert á pólitíska flokka, þarna er unnið af heiðarleika og óþreytandi dugnaði við að safna saman því fólki sem hefur lagt sig við að vinna að betra samfélagi fyrir okkur öll. Ég vildi óska að ég gæti verið meira með.  En vegna fjarlægðar vil ég þó gera mitt til að vekja athygli á þessari grósku lýðræðisins. 

Það kom fram að Grikkir áttu sinn fulltrúa þarna.

Vilt þú leggja þitt af mörkum til að breyta þjóðfélaginu til batnaðar?

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

Áfram íslenska þjóð.


Bloggfærslur 10. nóvember 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband