7.10.2011 | 21:35
Seinheppin forsætisráðherra.
Stundum læðis að mér sá grunur að frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé ekki mjög vel gefin. Nú eða þá að aðstoðarmaðurinn hennar semji ræðurnar og leggi áherslupunktana.
Þetta hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir frá henni halda opnunarræðu sína á tækni og hugverkaþingi sem haldið var í dag var og mér var eiginlega brugðið. Og það er eins og blessuð konan komi hvergi nærri stjórn landsins. Hvernig hún talar er eins og það séu einhverjir aðrir sem hljóti að taka af skarið og gera hlutina, eins og til dæmis þegar bankarnir eiga að skammast sín og gefa þjóðinni meira af gróða sínum.
Þarna talaði hún um krónuna og sagði: Króna, innpökkuð í gjaldeyrishöft og varin af verðtryggingu, er ekki góður kostur til framtíðar. Slíkt fyrirkomulag getur valdið landflótta íslenskra fyrirtækja.
Veit blessuð manneskjan ekki að landsflótti bæði fólks og fyrirtækja stendur yfir með sístækkandi hópi? Og hver skyldi nú hafa aðstöðuna til að breyta þessu? Ef ekki forsætisráðherra landsins?
Síðar segir hún: það er vænlegra fyrir íslenskt atvinnulíf, að taka upp annan gjaldmiðil. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru er að mínu mati besti kosturinn í þessum efnum og felur jafnframt tvímælalaust í sér sóknarfæri fyrir íslensk sprotafyrirtæki.
Jahá þar lá að. Les hún ekki blöðin? Það er sístækkandi krísa í Evrópulöndunum og ESB, sem enginn sér fyrir endan á. Bretar vara við dýpstu kreppu í heiminum hingað til verri en sú dýfa sem varð hér um árið þegar allt rúllaði og féll.
Hefur hún heldur ekki lesið um Írland, Grikkland og fleiri þjóðir sem höfðu tekið upp evruna og eru þess vegna í óleysanlegum hnút.
Hefur hún ekki heldur lesið áróðurinn sem er að verða í Þýskalandi þar sem meirihluti þjóðarinnar vill taka aftur upp þýska markið? Og ekkert langt í kosningar þar? http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1196507/ Hér er linkur frá Gunnari Rögnvaldssyni um þetta.
Nei konan er bæði blind og heyrnarlaus, með þráaeinkenni einhverfu, búin að bíta í sig ESB og björgunina sem þaðan kemur og sér hvorki né heyrir neinar viðvörunarbjöllur. Ég segi að það er hættulegt að hafa þjóðhöfðingja sem er svona takmarkaður og ósveigjanlegur að tekur ekki mið af því sem er að gerast í kring um hana.
Hér er fréttinn um ræðu hennar. http://www.ruv.is/frett/kronan-gaeti-flaemt-burt-fyrirtaeki
Ég er nú bara fáfróð alþýðumanneskja, en mér myndi aldrei láta mér detta í hug að láta svona út úr mér, bæði vegna þess að þetta stenst engan veginn, við getum ekki tekið upp evru svona á næstunni, og svo í annan stað þá gæti farið svo að þetta Evrópusamband yrði ekki til þegar við loksins gætum siglt inn í sæluríkið.
Og annað sem er að því miður fyrir hana þá er ekki meirihlutavilji þjóðarinnar fyrir því að ganga í ESB. Stjórnvöldum væri nær að einbeita sér að því að laga umhverfi atvinnulífsins og fólksins í landinu svo það gæti verið hér áfram. Það er ekki hægt að rúlla þessu á undan sér eins og stjórnin hafi hvergi nærri komið, eða geti ekki ráðið við neitt.
Gott ráð Jóhanna; farið þið að vinna vinnuna ykkar, þessa sem þið lofuðuð fyrir kosningar, að slá skjaldborg um heimilin og setja regluverk um fyrirtæki landsins svo þau geti farið af stað. Farið að huga að fjölskyldunni og heimilunum og gleymið augnablik peningaöflunum og vogunarsjóðunum.
Þið eruð ekki í stjórnarandstöðu, heldur ríkisstjórnin, hættið að kenna öllum öðrum um hvernig komið er, og snúið ykkur að því sem þið eigið að gera. Sem sagt að koma hjólum atvinnulífsins í gang og gera almenningi kleyft að búa í landinu.
Eða ef þið getið það ekki, þá vinsamlegast farið og segið af ykkur. Það er komið nóg af þessari vitleysu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.10.2011 | 13:16
Vínarborg.
Vín er ein af mínum uppáhaldsborgum. Hún er afar auðveld að ferðast um í með neðarjarðarlestarkerfinu, sem hefur reyndar fengið viðurkenningu fyrir að vera auðveldasta kerfi í Evrópu. Enda afskaplega auðvelt í notkun, hægt er að kaupa dagskort eða vikukort. Dagskort er fínt til að komast fljótt og vel um alla borgina og skoða það sem áhugavert er að skoða, eins go Schonn brunn höllina og það hverfi, þar er grasagarðurinn og dýrasafnið. Maríu Theresu höllinn með vistarverum frakklandsforseta, en börn þeirra áttust og var innileg vinátta með þeim. María stofnaði hestaskóla og súkrahús sem er hið elsta í Evrópu í dag, því hann er ennþá starfandi, hún gerði þetta eftir fyrirmynd frakklandsforseta en sá hestaskóli varð ekki eins langlífur. Þarna eru ýmsar sýningar og gamlar hefðir.
Þá má sjá víða merkt hús gömlu meisturunum svo sem Strauss, Beethoven og Bach. Flestir hinna frægu meistara bjuggu í Vín í lengri eða skemmri tíma. Náttúrugripasafnið og bókasafnið eru frá tímum Maríu Theresu og eru geysilega flott. En í náttúrgripasafninu má finna styttuna af meyjunni frá Willum elsti skúlptúr sem vitað er um. En ég er að skrifa þetta allt eftir minni núna, en á þetta allt saman skrifað og hef reyndar bloggað um það hér áður.
En semsagt Bára mín skutlaði okkur til Gasometer sem eru gamlir gastankar fjórir saman, þar sem gasið var geymt, í stað þess að rífa þessar sérkennilegu byggingar var ákveðið að gera þá upp og setja í þá íbúðir. Bára mín bjó um tveggja ára skeið í einni slíkri íbúð.
Hér má sjá Gasometer fremsta tankinn, við tankinn er nýtískuleg bygging sem kallast skelin, var hún byggð við tankinn síðar og eru um 600 íbúðir í skelinni. En í tanknum sjálfum eru fleiri man ekki hvað eru margar hæðir en dóttir mín bjó á þeirri áttundu.
Við röltum inn í tankinn í einum tanknum er stór tónleikasalur þar sem frægustu hljómsveitir heims hafa komið í heimsókn, og þá fá þeir stjörnu í gólfið á tönkunum eins og þessa hér. Síðast þegar ég var í heimsókn þá héldu Oasis tónleika og það var mikið um dýrðir og mikið umstang fleiri fleiri flutningabílar sjónvarp og allskonar. Það mátti svo sjá piltana úti fyrir tanknum bakdyrameginn þegar ég labbaði fram hjá.
Það var gaman að ganga um og ryfja upp lífið í tanknum.
Neðanjarðarkerfið er afar auðvelt hér, og gott að ferðast um. við keyptum okkur dagskort og gátum því komið og farið hvert sem var.
Komin niður á Stefansplatz aðaltorg Vínar, hér er dómkirkjan í baksýn. Undir henni eru katakomburnar þar sem eru grafreitir presta, biskupa og kardinála, en líka bein almúgans þeirra sem létust í svartadauða plágunni miklu. Hér höfðust líka við ýmis sem voru að byggja upp eftir stríðið eins og Anna gamla amman í Fortensctein.
Við torgið má sjá hestakerrur og hér má leigja svona fínerí til að fara í útsýnistúra um miðborgina.
Við höfðum ekki tíma eða fé til að leyfa okkur slíkan munað, enda margt annað skemmtilegt hægt að gera hér í Vín.l
M.a. fara í uppáhaldsbúðina mína steinabúðina í Naubaugasse.
Steinafríkið ég elska þessa búð.
Og stóðst ekki mátið að kaupa mér nokkra.
Krakkarnir vildu eindregið kaupa sér Starbucskaffi.
Hér er verið að kaupa sér kaffi.
Nammi namm segja þau og hafa það gott.
Og við ætluðum að hitta Christinu vinkonu mína hér í miðbænum.
Og hér erum við komin að kaupa okkur ís á besta ísveitingastað í Vín. Hér er um margt að velja.
Þessi ís hennar CHristínu heitir spælt egg... skrýtið Úlfur pantaði sér einhvern drykk sem leit vel út, en ég einhversstaðar í bakhausnum hafði heyrt nafnið campari, fór að skoða þetta og jamm þá kom í ljós að drengurinn hafði verið afgreiddur með campari. það kom því í minn hlut að fá mér ótímabært campari
Þetta hefði ekki verið gert hér heima reyndar. En veðrið var alveg yndislegt allan tímann.
Héðan ætlum við að rölta niður í Náttúrminjasafn, með viðkomu í listasafninu þar sem Christina vann alveg þangað til í vor. Hún er listfræðingur en hefur verið að vinna við barnasafnið hér í Vín, en er farin að kenna listfræði í barnaskóla.
Við ætlum að labba niður helstu verslunargötu Vínar Mary Hilferstrasse.
Við erum komin inn á torgið við listasafnið, hér eru margar frægar sýningar allstaðar að úr heiminum.
Hér situr fólk gjarnan með fjölskylduna og hefur það gott í góða veðrinu.
Já þessir bekkir eru bara þægilegir.
Alveg að komast að náttúrminjasafninu. Þetta eru tvær tignarlegar byggingar, náttúruminjasafnið öðru meginn og bókasafnið hinu meginn.
Afar tilkomumikið.
ÚLfur, Alejandra og Christína.
Þessi fíll er við innganginn að náttúrgripasafninu.
Það var frítt inn fyrir krakkana og ég þurfti bara að borga hálft gjald sem pansjonisti, eða eins og norðmenn segja svo fallega honorrabbat.
En ég hvet fólk eindregið sem fer í heimsókn til Vínar að fara á þetta frábæra safn og skoða, það er gaman fyrir alla bæði börn og fullorðna.
Ýmislegt fróðlegt að sjá fyrir krakka í skóla.
Sum dýr afskaplega skrýtin.
Jamm.
Þennan könnumst við svo sem við.l
En ekki þennan.
Hér er lítill þvottabjarnarungi Panda í dýragarðinum. Hann fæddist fyrir nokkrum árum og er afar vinsæll af börnunum hér, síðast þegar ég fór í dýragarðinn var hann nýfæddur og langar biðraðir barna að bíða eftir að fá að líta hann augum. Þessi er samt ekki í lifenda tölu.
Þessi venjulega húsfluga hefur verið stækkurð margþúsundfalt til að sjá hvernig hún matast. hér er líka termítabú með lifandi termítum og geitungabú með lifandi geitungum.
Hér má sjá leifa af ýmsum forndýrum, svo sem mammútum og tígrisdýrunum með stóru skögultennurnar eins og í Ice eitt og tvö.
Hér má sjá vistarverur fornmanna sem notuðu afurðir af mammútum til að búa sér til bæli inni er svo sjónvarpsmyndir af siðum þeirra og veiðum.
Sum þessarar dýra eru ekki beint svona vinaleg útlits.
Önnur frekar ógnvekjandi.
Og svona mun heimurinn okkar líta út eftir 23 þúsund ár. Allt komið saman í einn klump.
Hvað skyldi þessir gullklumpar kosta?
Og svo var að komas sér út eftir fróðlega ferð um safnið, við skoðuðum samt ekki allt. En það þarf alltaf eitthvað að verða eftir til að skoða seinna.
Fyrir utan var verið að taka upp kvikmynd, sennilega ævintýra mynd. Það var gaman að fylgjast með því, sérstaklega fyrir krakkana.
Hann var látin fljúga með blómvönd yfir trén, sennilega verða svo teknaðir vængir á hann seinna.
Hvur veit ekki ég.
En svo var eiginlega komin tími á að koma sér heim, og mannskapurinn orðin svangur.
Ákváðum að afá okkur að borða á asískum veitingastað sem er í Gasometer, Bára ætlar hvort sem er að sækja okkur þangað.
Hér erum við á Mary Hilferstrasse búin að ná okkur í kort af Vín Alejandra að skoða í H&M. En á leiðinni í neðanjarðarlestina.
Komin í Gasometer búin að panta okkur góðan asískan mat og svo er bara að slaka á.
Góður matur og allir glaðir. Öndin var algjört æði.
Þá er bara að kveðja tankana.
Og bíða eftir Báru og stelpunum.+
Bless í bili Gasometer.
Sjáumstr síðar. Vona að þið hafið haft gaman af Vínarferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 7. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar