30.10.2011 | 21:34
Uppskera og smá hugleiðing í kjölfarið.
Jæja þá er búið að "harvesta" vínberin. Ég fékk krakkana mína til að aðstoða mig við að klippa klasana niður.
Ég á nefnilega frekar óhægt með að "klifra"svona.
Veit ekki hve mörg kíló voru þarna, en það var töluvert, allavega þannig að ég gat ekki lyft balanum.
En blessaðir unglingarnir mínir eru betri en enginn, þannig er það bara.
Ég fékk lánaðan stiga frá vinnufélögunum þeir eru auðvitað bestastir.
Ég ætla mér að prófa að gera úr berjunum rauðvín, hvort það tekst svo kemur í ljós, en það er bara svona tilraun til gamans.
ég er búin að pressa það og setja í bala til gerjunar. Svo er bara að sjá hvort þetta tekst hjá mér. Sá þetta í ferð til Þýskalands, þar sem bóndinn var búin að týna berin og fór með okkur Birgit vinkonu minni gegnum ferlið. Nú er að bíða í hálfan mánuð og þá á að pressa safann frá berjunum.
Já þetta kemur allt saman í ljós í fyllingu tímans.
Ég er annars búin að vera dugleg við að ganga frá garðplöntustöðinni, þó ég eigi ennþá eftir að koma í hús ýmsu sem þarf að hlú að.
En er ekki alltaf eitthvað sem þarf að hlú að? Ég þarf til dæmis að fara að skoða hvort músin er lifandi ennþá, og hvort hún borðar, ef hún til dæmis borðar eitthvað þá er von um að hún hafi slysið af. Mér líður eins og rasista, hef hampað Brandi, Snúð, Píppi og öðrum dýrum, en svo kemur lítil mús, og ég fer svona með hana. Sársaukahljóðið í henni er ennþá í eyrunum á mér. Sumum hlýtur að finnast þetta vera bölvar prump. En það verður þá að hafa það. Ég ét dýr sem hefur verið slátrað. Geri slátur og ýmislegt. Ég ét fisk og finnst hann góður, en þoli ekki að horfa upp á veiðimennsku. Samt veit ég að það er spurningin um að éta eða verða étin, og við þurfum að afla okkur matar.
Ef ég ætti þess kost að geta lifað án þess að borða dýr eða grænmeti, þá myndi ég einfaldlega gera það. Já það kemur meira hér. Ég hef samviskubit yfir að skera niður tómata, og setja kartöflur í pott til suðu. Þetta er reyndar hlægilegt fyrir flesta. En þetta er bara svona, samt lifi ég ágætis lífi tiltölulega hamingjusöm. En það er bara þetta með að lifa og deyja. Að fá allavega að fara með reisn.
Hér áður fyrr þá þökkuðu veiðimenn (indíjánar) fórnardýrum sínum fyrir að fá að eta þau. Þeir sýndu allavega það að þeir virtu fórnarlömb sín og þökkuðu þeim tilveru sína. Í dag sér maður veiðimenn hreykja sér af því að skjóta dýr eins og rjúpur, gæsir og hreindýr. Það er ekki til í dæminu að þeir hugsi fallega til fórnarlambanna, heldur er mest um vert að veiða sem mest og helst að fá myndir af sér og veiðinni í blöðum og sjónvarpi.
Annars er ég alger tvískinnungur í þessu öllu en geri mér grein fyrir því sjálf. En eitt er alveg víst að tilgangslaus dráp erum mér alls ekki að skapi. Þetta hef ég innprentað mínum börnum og barnabörnum alveg frá fyrstu tíð. Hvort sem það eru skordýr, dýr, plöntur eða fiskar, hvað sem er. Að drepa sér til ánægju er hermennska og ekki síður villimennska sem á ekki að líða. Segi og skrifa.
Ég er auðvitað stórskrýtin en þannig er ég bara, og það verður að hafa það. Eða eins og ég segi, ef fólk getur ekki tekið mér eins og ég er, þá verður bara að hafa það. Þá er hvorki ég né þau að missa af neinu. Og ég segi bara góða nótt elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.10.2011 | 18:12
Er kjaftur á fólki í suðurEvrópu?
"Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í viðtali á CNBC sjónvarpstöðinni að Evru-svæðið væri dæmt til þess að falla vegna mikils munns á norður og suður Evrópu."
Það er ekki ofsögum sagt af ambögum og fyrst ég er byrjuð. Er ekki munur á að skera menn á háls, eða stinga menn í hálsinn? Mér finnst það óhugnanlegt að skera einhvern á háls, endar yfirleitt með dauða viðkomandi, aftur á móti getur stunga verið tiltölulega saklaus.
Ef til vill kominn tími til að prófarkalesa netmiðla áður en fréttir eru sagðar.
Maður skorinn á háls í Mosfellsbæ.
![]() |
Evran dæmd til að falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.10.2011 | 12:36
Mýs og menn.
Já ég hef orðið vör við mús, eða mýs, vonandi bara mús í húsinu mínu. Hún hefur verið að skjótast hér og þar, nú eru hvorki Snúður eða Brandur til staðar, svo það eru góð ráð dýr.
Ég vildi fá lánaðan kött systur minnar, en þar sem tengdadóttir mín átti þessar fínu gildrur bauðst hún til að koma þeim fyrir á góðum stöðum í húsinu. Ég sagði henni að ég gæti ekki vitjað gildranna, því ég get bara ekki horft upp á svona dráp. Nú vantar tilvinnanlega eiginmanninn til að bjarga þessu, því það er eiginlega dálítið óþægilegt að hafa þessi blessuð dýr upp um allt og inn um allt.
Nema gildrurnar hafa verið hér um hríð, og ég bað Úlf að líta eftir þeim. Og svo í morgun kom hann inn til mín og sagði; amma það var mús í annari gildrunni, og hún er ekki dáin, hún er slösuð hvað á ég að vera við hana. Ég er búin að gefa henni ost. Ég heyrði hana veina og fór að gá, hún er örugglega brotinn eða eitthvað.
Ég hafði reyndar líka heyrt þessi vein, þegar ég skrapp niður í morgun og datt svo sem í hug að það væri mús, en hugsaði með mér, mýs veina ekki.
Nú var mér allri lokið. Settu hana í kassa, sagði ég, svo sjáum við til.
Og nú er músin komin í kassa með kodda og sæng og ost.
Ég veit að mér er ekki við bjargandi. En svona er þetta bara. Nú hef ég mestar áhyggjur af að hún þjáist, og hvort ekki ætti að fá dýralækninn tengdadóttur mína til að koma og líta á hana.
Það sem ég er ánægð með er hvernig drengurinn brást við. Með kærleika og umhyggju, þó það væri "bara" mús sem ætti í hlut. Eitthvað hef ég gert rétt í uppeldinu.
Annars er ég að fara að klippa niður vínberin mín.
Þau eru girnileg, ég er að spá í að reyna að gera úr þeim rauðvín. Veit ekki hvort það tekst.
Ætla allavega að prófa. Ef einhver er með góða ábendingu verður hún vel þegin.
Fékk líka þessar fínu perur, rosalega safamiklar og góðar, en bara tvær, enda er tréð ekki gamalt.
Og squas svona líka flott.
Jæja við sjáum hvað setur með músarræfilinn. 'Eg veit ekki hvort ég vil heldur að hún lifi eða deyji. En ég ætla allavega að taka niður gildrurnar. Nógu slæmt er að drepa þessi dýr með einnu snöggu höggi, en að særa þær svo að þær þurfi að liggja og veina af sársauka, þagnað til einhver kemur og bjargar þeim er of mikið fyrir mig. Þannig er það bara.
Eigið annars góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggfærslur 30. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar