Ræða forsætisráðherra á Landsfundi.

Eitthvað held ég að forsætisráðherrann sé að misskilja hlutina, nema að hún tali gegn betri vitund.

„Við munum klára þetta mál. Til þessa verks vorum við kosin og því umboði verðum við trú, allt til enda," sagði Jóhanna. „Áður en gengið verður til kosninga verðum við að ljúka aðildarviðræðum okkar við ESB."

Það er pínu misskilningur hjá henni að ríkisstjórnin hafi verið kosin til að ljúka aðildarviðræðum.  Í fyrsta lagi eru þetta aðlögunarviðræður en ekki aðildarumræður, þar sem ríkið hefur EKKi unnið skilgreiningu á vilja sínum til viðræðnanna einu sinni.  Og það að auki unnu Vinstri grænir sinn kosningasigur beinlínis út af andstöðu sinni við aðild.  Fólk kaus flokkinn vegna einarðrar afstöðu gegn ESB.  Samfylkingin þvíngaði VG til að samþykkja að sækja um AÐILD gegn vilja sínum, til að fá að verma stólanna hlýju og góðu.

Tilraunir ESB-andstæðinga, meðal annars forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafa blessunarlega mistekist að stöðva viðræðurnar áður en niðurstöður þeirra liggja fyrir. Vaxandi meirihluti þjóðarinnar vill klára viðræðurnar og sjá hvað í samningi gæti falist og hafnar því að fulltrúar flokkanna taki þann lýðræðislega rétt af þjóðinni," sagði Jóhanna.

Aftur smá misskilningur.  Þetta eru engar viðræður og niðurstöðurnar eru þær að þegar búið er að loka pakkanum og áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram, stöndum við frammi fyrir gjörðum hlut, og verður ekki aftur snúið.  Allt regluverk okkar er þá aðlagað ESB og við búin að taka það upp hvort sem það hentar íslensku þjóðinni eða ekki.

Hún fjallaði talsvert um stjórnarandstöðuflokkana tvo og sagði m.a. að stefna þeirra ætti ekkert erindi við íslensku þjóðina lengur. Sagði Jóhanna að það hefði verið hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að um hinn frjálsa, hagkvæma markað, sem átti að leysa ef eignagleðin fengi að ráða för, laus við óþarfa eftirlit og hömlur í nafni almannahagsmuna.

Að hluta til rétt, en Jóhanna varst þú ekki við stjórnvölin þegar hrunið varð og í lykilstöðu?  Að hvaða leyti er stefna ykkar öðruvísi en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks?  Mér sýnist nú að þið hafið haldið áfram þeirri stefnu sem þeir mörkuðu, þ.e. að aðstoða útrásina og bankana á kostnað almennings.  Eignagleðin er í þessum skrifuðu orðum á þínu borði og fjármálaráðherra, þar sem þið svífist enskis að skera almenning niður við trog, sér í lagi öryrkja og gamalt fólk. Þannig að þú skalt nú tala varlega um almannahagsmuni.

Aukinn jöfnuður bætir heilsu

Þá sagði Jóhanna, að með auknum jöfnuði aukist traust og samstaða fólks í samfélaginu.

„Glæpum mun fækka, streita mun minnka, geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, vímuefnaneysla, næringarvandamál og fleiri þekkt einkenni velmegunarsamfélags munu minnka samhliða auknum jöfnuði. Það munu niðurstöður Richards Wilkinsons sýna okkur framá hér á landsfundinum," sagði Jóhanna.

Í hvaða veröld býrð þú Jóhanna Sigurðardóttir?  Aukinn jöfnuður?  Samstaða fólks, glæpum fækkað, streita minnkuð svo við tölum nú ekki um velmegunarsamfélagið?

Hvar er þetta sem þú ert að tala um?  Dreymdi þig svona fallega í nótt eða......

Efnahagsleg og samfélagsleg nauðsyn

Jóhanna sagði, að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG markaði ekki aðeins söguleg þáttaskil heldur hefði árangur hennar sýnt að hún hafi verið efnahagsleg og söguleg nauðsyn.

Ja hérna hér, árangur???? söguleg þáttaskil??? aldrei hafa biðraðir verið lengri eftir matargjöfum, og svo er komið að fjölskylduhjálpin hefur þurft að vísa fólki frá, og skammta verulega það sem fólk fær.  Aldrei hafa fleiri misst heimili sín eða eru staddir mitt í martröð eignamissis og óbilgirnis banka og lánastofnana.  Hvað á Íbúðalánasjóður til dæmis margar íbúðir sem fólki hefur verið vísað úr á síðustu mánuðum?

Þrátt fyrir ýmsar erfiðar uppákomur og þrátt fyrir að kvarnast hafi úr meirihlutanum vegna brotthvarfs úr þingflokki samstarfsflokksins hefur samstarfið gengið vel og það hefur verið ótrúlega árangursríkt," sagði hún

Smá brandari svona í lokin.  Hahahaha... ýmsar erfiðar uppákomur og kvarnast úr meirihlutanum, hefur samstarfið gengið vel????

Ætlastu til þess Jóhanna að fólk með heilbrigða skynsemi taki mark á því sem þú ert að bera hér á borð?  Ertu virkilega svo skyni skroppinn að þú hvorki sjáir né heyrir það sem er að gerast í kring um þig.  Hlustarðu ekki einu sinni á fólkið sem þó kaus ykkur síðast en er nú einn af öðrum að lýsa yfir vonbrigðum með atkvæði sitt vegna aðgerða ykkar og árásum á þá sem minnst mega sín.

Á sama tíma og þið eruð að skera heilbrigðisþjónustu niður við trog, eruð þið á fullu að reisa hátæknisjúkrahús fyrir margfallt hærri upphæð en þá sem þið tókuð af heilbrigðisþjónustunni.  Fyrir utan allt hitt sem ég nenni ekki að hirða um. 

Hvar er til dæmis skjaldborgin fræga? 

Nei hafi ég á einhverjum tímapunkti efast um að þú værir veruleikafyrrt, þá sé ég það á þessari ræðu þinni, sem ég hlýt að halda að þú trúir sjálf, að svo er ekki. 

Og þess vegna segi ég eins og forsætisráðherrann fyrrverandi forveri þinn, sem þú og fleiri hefur nú komið í gegn að situr fyrir landsdómi að verja gjörðir sínar; Guð hjálpi Íslandi!

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Mun klára aðildarviðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband