13.10.2011 | 20:20
Þegar maður fer landavillt svona óvart í boði flugfélags.
Já það var komin tími til að halda heim. Þó það sé yndælt að heimsækja fólkið sitt, þá er líka gott að komast heim. Við fórum því ánægð út á flugvöll, en með söknuði þó.
Já við vorum komin út á veg í tæka tíð. Og svo var beðið. Það var þoka á flugvellinum, en þotur komu og fóru... en ekki okkar. Svo kom upp á skilti að flugvélin hafi tafist og upplýsingar yrðu gefnar eftir korter.... og svo annað korter, og þriðja korterið, svo var komið upp í hálftíma. Ég var farið að hafa áhyggjur af flugvélinni sveimandi yfir Osló, svona eins og þegar flugvélin sveimar yfir Ísafirði á "góðum degi". Loks var gefið út að flugvélin hefði lent í Gautaborg, það var þó allavega léttir að þau væru ekki að eyða orku í að sveima yfir Osló. Þá hringdi sonur minn þau áttu von á farþegar með IE, og Tinna beið út á flugvelli lengi, uns ljóst var að vélin hafði ekki lent þar. Hann sagði mér að það ætti að senda rútu með farþegana frá Gautaborg. Ég hafði tekið eftir konu með tvo drengi sem biðu þarna ásamt okkur. Þeir voru á svipuðum aldrei og mínir unglingar.
Minn farin að leika sér á ýmsan hátt.
Ekki sást nokkur starfsmaður frá IE, nema stúlkan sem hafði átt að afgeriða okkur út í vélina, var hún þarna einhversstaðar, og ég var að senda Úlf til að spyrjast fyrir á þessum korters og hálftímafresti sem gefin var, og hún var víst orðin ansi pirruð. Þegar við vorum búin að bíða þarna á flugvellinum í um 6 tíma, horfandi á aðra farþegar allavega tvær mömmur með þrjú ung börn, og fleiri börn og farþegar sem voru jafnilla upplýst og við, var loks tilkynnt að við færum með rútu til Gautaborgar, við yrðum sjálf að sækja farangurinn okkar niður á töskubeltið, en við myndum fá mat í rútunni.
Orðin ansi óþolinmóður, og líka Alejandra.
Þá var haldið niður á beltabandið. Þessir gaurar eru reyndar allir ofvirkir, en voru samt ótrúlega flottir .... svona eða þannig. Flottir samt.
Ég vorkenndi nú eiginlega mest mömmunum með ungabörnin og hinum foreldrunum með minni krakka en við.
Þetta er svo maturinn sem við fengum í rútunni. Það var auðvitað löng biðröð í rúturnar sem voru tvær, og var komin svefngalsi í flesta krakkana enda höfðu sum þeirra komið langt að til að fara í flug, ein hafði verið í 9 kl. tíma rútuferð frá Volda á flugvöllinn og bíða þar allan þenna tíma, og svo var um fleiri.
Aldrei sáum við neinn frá EX, en þarna var kona sem var með nafnalistann og raðaði í rúturnar, sem betur fer var barnafólkið látið ganga fyrir. Eins og sést var drykkurinn ekki veigamikill í fimm tíma ferðalag. Og þess vegna var stoppað á sjoppu svo fólk gæti fengið sér að drekka og jafnvel eitthvað í gogginn á eigin kostnað auðvitað.
Einhversstaðar á leiðinni tilkynnti svo bílstjórinn að við færum ekki út á flugvöll, heldur yrði okkur ekið á hótel og myndum við gista þar um nóttina, eða nokkra klukkutíma, þar sem við vorum ekki komin á staðinn fyrr en kl. um 12. þar var sagt að okkar biði matur.
Í enn einni biðröðinni þennan daginn. Nú eftir hótelherbergi.
Ég og vinkona mín sem ég eignaðist í þessari ferð Margrét vorum komnar með fimm unglinga, þessa sem við áttum sjálf og svo tvö auka. Það var nefnilega vetrarfrí í skólanum í Noregi, og einhverjir unglingar voru á leið til ættingja á Íslandi, og forráðamenn voru orðnir áhyggjufullir um börnin þegar kom í ljós að það var ekki flogið frá Osló. Annar drengurinn sem var með Margréti var jú með okkur, og svo fékk hún hringingu frá dóttur sinni sem átti vinkonu sem var orðin ansi hugsjúk út af sinni unglingsdóttur á svona ferðalagi, því varð það svo að við tókum þau að okkur og gættum þeirra.
Komin inn á hóteli og aðeins að slaka á, hér er hópurinn að bíða eftir matnum, sem var ágætis rækjusalat.
Við þessi nýja fjölskylda deildum okkur svo niður á herbergi sem betur fer, því þó ég til dæmis bæði um að vera vakinn, þá brást það, og nýja vinkona mín sem hafði heyrt að ég bað um vakningu hringdi í mig um morguninn svo ég gat vakið restina af mínu liði. Við áttum sem sé að leggja af staða út á flugvöll kl. hálf sjö, en svo var því flýtt til tuttugumínútur yfir sex, og sem betur fer ræddu farþegar saman, því hvorki starfsfólkið á hótelinu eða neinn annar vissi neitt. Enda enginn þarna frá flugfélaginu.
Hér erum við aftur í biðröðu á flugvellinum í Gautaborg, innskráning enn á ný.
Og loks um borð í flugvélina. Þar var virkilega vel tekið á móti okkur, og starfsfólkið allt að vilja gert til að þjónusta okkur. Og allt frítt um borð, matur og vín. Því miður gat ég ekki þáð neina drykki, því ég ætlaði að aka beint heim.
Börnin okkar voru í rosa stuði, og þurfti aðeins að sjatla til eldra fólk sem var ekki eins fjörugt og þau. En sem betur fer var nóg pláss í flugvélinni.
Við Margrét voru bara nokkuð ánægðar með að hafa allan hópinn, því þau voru þá félagsskapur fyrir hvort annað.
Við gátum því slakað á í flugvélinni. En það var ekki sama sagan með foreldra og ættmenni unglilnganna sem við vorum að gæta. Þau biðu í angist eftir því hvernig þeim reiddi af.
Og það voru felld tár við móttökuna á Keflavíkurflugvelli. Ég get alveg ímyndað mér áhyggjur fólks af unglingum í hálfgerðu reiðileysi svona milli landa. En við Margrét sáum samt um þau með sóma.
Og takk Margrét mín fyrir skemmtileg kynni og vonandi hittumst við aftur. Þetta var þrátt fyrir allt .... allavega öðruvísi.
Ég segi nú bara að það hefði verið heppilegra fyrir flugfélagið að hafa manneskju á staðnum í Osló sem fylgdi fólkinu og hefði haldið því saman og upplýst um hvert spor. Þessi óvissa um hvað gerðist næst var erfið. Til dæmis að segja strax að flugvélin hefði lent í Gautaborg og við yrðum flutt þangað. Það var ekkert annað í stöðunni tel ég vera þá strax. Þegar svona kemur upp á sem auðvitað er ekkert við að gera, þá skiptir máli að halda fólkinu upplýstu um hvert skref. Jafnvel bjóða því upp á hressingu á Oslóarflugvelli, þar sem fólk hefði getað rætt saman og verið í meira samabandi, en ekki þessi smáskammtaupplýsingar sem við fengum frá hinum og þessum og þetta væri mögulega svona eða kannski hinsegin.
En þá erum við komin í Hesteyrarfjörðin og haustlitirnir upp á sitt besta.
Ég hafði ætlað mér að koma við hjá frænda mínum honum Atla Smára Ingvarssyni í Mosó, en vegna þessara hrakninga var ákveðið að fara beinustu leið heim.
Ég kem við hjá þér seinna elsku frændi.
Nú er ég bara að reyna að ná mér upp úr leti og ómennsku.
Ég var líka heppinn að fara beint heim, því daginn eftir var byrjað að fenna og komin hálka á heiðar.
Að vísu var hlýtt í dag, og snjórinn horfinn. En veturinn læðist upp að manni hægt og hljótt.
Því verður ekki mótmælt.
Vona samt að fá nokkra sæmilega daga ennþá, því ég á eftir heilan helling að ganga frá fyrir veturinn.
En svo verður bara að hafa það ef það næst ekki.
Takk Margrét mín fyrir skemmtileg kynni og þið krakkar og ég er himinlifandi yfir að vera komin heim. Þó ég sakni fjölskyldunnar minnar bæði í Noregsi og Austurríki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
13.10.2011 | 11:45
Skondin frétt um frændur vora skota.
Svona til gamans af því að það er oft gantast með að ameríkanar séu rugluð þjóð og hugsi mest um naflann á sér. Sem reyndar er ekki rétt af þeim kynnum af fólki sem ég hef umgengist, bæði ættingja, vini og ókunnugt fólk sem maður hittir á förnum vegi.
Þá er þessi frétt alveg drepfyndin, en þarna eru í aðalhlutverki frændur okkar Skotar.
Halda að slátur sé lifandi skepna
Slátur eða haggis. Mynd: www.shutterstock.com
Einn af hverjum fimm Bretum telur að skoska slátrið haggis sé dýr sem ráfi um hálönd Skotlands. Þetta er niðurstaða könnunar sem gerð var fyrir breska matsölufyrirtækið just-eat og voru birtar í dag. Ríflega 1600 Bretar tóku þátt í könnuninni. 15 % telja haggis vera skoskt hljóðfæri og fjögur prósent telja það persónu úr Harry Potter bókunum. Jafnvel 14% þeirra nærri 800 Skota sem tóku þátt vissu ekki hvað haggis er.
http://www.ruv.is/frett/halda-ad-slatur-se-lifandi-skepna
Vissulega lítur sláturkeppur út eins og eitthvað furðudýr úr Harrý Potter sögu en að fólk skuli virkilega halda að sláturkeppur sé dýr er fyndið. Og að skotar skuli ekki vita hvað haggis er, sýnir bara að þeir eru ekki að viðhalda gömlum og góðum siðum eins og að borða slátur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 13. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar