12.10.2011 | 16:13
Osló.
Osló er skemmtileg á sína vísu. Á góðum degi er gaman að rölta um miðbæinn og skoða Akersbryggjuna og það skemmtilega umhverfi, skoða konungshöllina og bara rölta um miðbæinn. Núna voru útsölur í fullum gangi. Slysaðist til að kaupa mér þessi flottu leðurstígvél á 50% afslætti kostuðu innan við 700 nkr. Nenni annars ekki að vera í búðarrápi, þau bara blöstu við þegar ég labbaði fram hjá og kölluðu á mig, og pössuðu svona ljómandi fínt.
En við erum sem sagt komin aftur í Nittedal til fjölskyldunnar minnar þar.
Hér erum við á torginu þar sem Breivik sprengdi sprengjuna stóru. Hér má ennþá sjá neglt fyrir glugga og opin sár.
En nú var hér friðsamt og sölutjöld og gossölur og veitingastaðir.
Upp við hvíta húsið þarna varð sprengingin. Tjaldað er yfir veggi hússins, þar sem viðgerð fer ennþá fram.
Götumynd.
Sumar byggingar minna svolítið á húsin í Vín.
Við ætlum að fá okkur að borða.
Hér vorum við bara að þvælast fjögur og rötuðum ekki mikið. Elli var að leita að ákveðnum veitingastað en við settumst hér niður og fengum ágætismat.
Beint fyrir framan kratahöllina.
Hún er svo sem flott þessi kratarós. Heppni að Breivik sprengdi ekki einmitti hér.
Alejandra fékk þennan flotta ís.
Við fengum okkur brauð.
Rætt við Skafta í símann.
Ungar stúlkur elska H&M, það gerir Alejandra líka, og loks eftir marga H&M fann hún það sem hún var að leita að.
Og ég að máta stígvélin.
Já það er gaman að rölta um á góðum degi.
Bakhliðin á kerlu
Um kvöldið var okkur boðið til Habba Hagbarðar Valssonar, það vildi svo vel til að mamma hans Úlla Úlfhildur var stödd þar og urðu fagnaðarfundir hjá okkur. Hagbarður er nýkomin heim frá Tyrklandi þar sem hann var aðalmaðurinn í norskri þáttaröð um freistingar, sem er vinsæll í Noregi núna.
Á föstudögum bakar þessi elska pizzur og bíður fjölskyldunni með. Skafti er þá með honum í eldhúsinu og við konurnar huggum okkur bara við eldhúsborðið meðan þessir tveir framleiða allskonar dúndur pizzur innilega takk fyrir okkur Habbi minn.
Skafti sveittur í eldhúsinu hans Hagbarðar. Pizzurnar á færibandi og ekki stendur á að borða þær.
Nammi namm.
Guðrún, Habbi og Úlla mín.
Skaftus.
Tinnfríður Fjóla.
Guðrún
Habbi hér má vel sjá stríðnissvipinn á dýrinu.
Sólveig Hulda vildi heldur bara fara í kókið.
Ingi Þór og Skafti í eldhúsinu þeirra Skafta og Tinnu.
Og hér eru Úlfur og Alejandra að brjóta saman þvott, það er hér með dokumenterað.
Rosa dugleg.
Útsýnið af öðrum svölunum sem snúa fram í Nittedal.
Hér er virkilega fallegt.
Úlfurinn.
Litla skottan okkar. Við ætlum aftur í bæinn og skoða grasagarðinn.
Gott að taka strætó, losna við að leita að bílastæði, og svo stoppar vagninn bæði rétt hjá Skafta og niður í miðbæ. þ.e. vagn númer 301 Hagavagninn.
Skemmtileg uppstilling
Það er eitt sem er ólíkt með Vín og Osló, margt reyndar en svona slæðukonur sjást varla í Vín, en rosalega mikið hér. Hér er reyndar mikið af fólki af erlendum uppruna. Og sum svæði í Osló eru bara innflytjendasvæði.
Á þeim svæðum sem slæðufólki býr er mikið um svona grænmetis á ávaxgamörkuðum og þar er allt ódýrara.
Erum á leið í grasagarðinn.
Jamm við borguðum samt ekki.
Virkilega gaman að rölta hér um og skoða gróðurinn, og ekki sakaði að nú er hann í haustham með fallegum haustlitum.
Elskulegur eiginmaður minn, það var afskaplega notalegt að hitta hann. vona bara að hann komi sem fyrst heim aftur.
Fallega skottið mitt
Ótrúlegt en satt þetta tré var lifandi með fulla krónu og allt, en svona holt að innan.
Hún þarf líka að prófa.
Já ég skal hjálpa þér segir stóri bróðir.
Já þú þarft að setjast....
Svo þurfti að klifra í trjánum.
Fara í návígi við gróðurinn.
Og prófa allt.
Í raun er gott fyrir börnin að fá að hafa afa sinn svona lengi.
Þó við söknum hans líka.
Óðinn Freyr.
Fröken Alejandra í nýjum fötum svo flott og fín.
Þetta er svona slæðuumhverfi.
Það berjast í mér ýmsar tilfinningar gagnvart þessu. En ég á sennilega ekki að vera með slíkar hugsanir. Þetta er víst þeirra vilji.... vonandi.
Grænland heitir þessi verslun.
Nú ætlum við að fá okkur að borða á asiskum veitingastað þessum sem við vorum að leita að daginn áður.
Og maturinn sveik ekki.
Enda vorum við orðin svöng af öllu labberíinu.
Áin hér gegnir svipuðu hlutverki og á Manhattan, öðru megin við hana er allt ódýrt og mikið um innflytjendur og glæpi, en hinu megin er allt dýrara og flottara. Þegar ég tala um Manhattan á ég að sjálfsögðu við fifth avenue sem skiptir borginni þar í fátækari hluta og ríkari.
Södd og sæl og á leiðinni heim.
Þetta eru rosaflottir markaðir.
Elli sómir sér vel þarna innanbúðar
Flott hárgreiðsla!!!
Það var komin galsi í þá stuttu.
Smá sýnishorn.
Svo langar mig að spyrja þá sem vita það; hvað heitir þessi á í Osló?
En nú erum við komin heim í Nittedag aftur, búin að pakka niður einu sinni enn, og tilbúin til að fara á flugvöllinn. Tinna ætlar að skutla okkur á Gardemoen, við eigum að fara í loftið kl. 14.00. Svo eins gott að vera á réttum tíma....
En það fór nú á annan veg, og ég ætla að segja frá því næst. Maður veit aldrei hvar maður lendir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.10.2011 | 10:51
Takk fyrir þetta Steingrímur.
Ég vil gefa Steingrími J. kredit fyrir þessi ummæli. Þarna slær hann á þá réttu strengi sem menn hafa verið að reyna að segja að krónan íslenska er okkar tæki til að ná okkur út úr vandanum.
Hann segir einnig:
" ekkert annað benda til þess en að peningamálastefnan verði áfram sjálfstæð á næstu árum og lagði á það áherslu að gjaldmiðillinn sem slíkur getur aldrei verið orsök efnahagserfiðleika heldur er það efnahagsstefnan sem skiptir máli í þessu samhengi. Minnti fjármálaráðherra Magnús Orra ennfremur á að það virðist vera jafn mögulegt að komast í efnahagsvanda með krónum og evrum"
Þetta er alveg hárrétt. Gjaldmiðill hers lands er besta hagstjórnartæki stjórnvalda. Með sínum eigin gjaldmiðli er hægt að komast yfir erfiðleika með lægra gengi og góðæri með hærra gengi. Með því að tengja sig eða taka upp aðra mynt er þetta ekki hægt og þá gerast hlutir eins og nú eru að gerast í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Portugal og fleiri ríkjum.
Mér finnt þetta afskaplega vel mælt hjá Steingrími og hafi hann þökk fyrir að stíga fram og mæla svo þvert á svartagallsraus Samfylkingarinnar um ónýti gjaldmiðils okkar.
![]() |
Enginn vafi um að krónan hafi hjálpað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.10.2011 | 09:35
Raddir fólksins heyrast á ný.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. október 2011
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar