Snjór í Fortchenstein.

HeartEins og ég sagði í gær þá snjóaði hér og nú er allt hvítt yfir að líta.  Það er líka kalt.  Líka í húsinu.  Fólk kyndir mikið með timbri og ríkur úrhverju húsi.

IMG_9079

Já svona fór hún í skólann í gærmorgun.   Það var haldin veisla fyrir hana í leikskólanum.

IMG_9080

Ætli það sé ekki bara meiri snjór hér heldur en heima á Ísafirði. Þar var rigning í gær.

IMG_9081

Bíllinn neitaði að fara í gang og ég þurfti að ýta honum sem betur fer er brekkan brött, svo ég náði að koma honum af stað og í gang.  Það þarf að hafa fyrir svona flottum prinsessum.

IMG_9082

Jamm þetta gæti allt eins verið heima í janúar. LoL

IMG_9083

Smá sólarglæta samt, það passar ekki heima á þessum tíma... eða hvað?

IMG_9084

Á leiðinni í skólann.

IMG_9085

Hér eru skólasystkini Hönnu Sólar, en Ásthildur er í næsta húsi.

IMG_9086

Mér finnst það svo skrýtið að börnin skuli ekki fara út að leika sér ef það er blautt eða kalt eða hvað.  Enda verða þau oftar veik og eru viðkvæmari en íslensk börn.  Svo er annað sem er skrýtið hér, það er allt fljótandi í nammi, ef stelpurnar fara í heimsókn til nágrannanna eftir skóla, eiga þær til að koma heim með fullt af nammi.  Maður gefur einfaldlega ekki börnum sælgæti heima og alls ekki í eftirmiðdaginn rétt fyrir kvöldmat.  Ég er hissa á þessu, drengurinn í næsta húsi er með allar barnatennurnar brenndar af vanhirðu eða sælgætisáti.  Hér fá mínar stelpur disk með grænmeti og ávöxtum og finnst það svakalega gott.

IMG_9088

Hér er prinsessan komin inn í stofuna sína hæst ánægð, á eftir fá þau ávastadjús í boði skólans vegna hennar.

IMG_9089

Hér eru nokkrir krakkar komnir, en eins og ég sagði í gær, var áberandi hve margir pabbar komu með börnin á leikskólann í gær.

IMG_9090

Miðbærin í Fortchenstein hér er ekki mikið um verslanir, þær eru flestar í Mattersburg, þó er Spar rétt hjá, Billa er dálítið neðar svo er blómabúð.

IMG_9091

Það snjóar dálítið ennþá.

IMG_9092

Þetta tryllitæki keypti húsbóndinn sér, með bílnum ætlar hann að aka hestakerrum.  Því þarf sterkan bíl undir svoleiðis.

IMG_9093

Trambolínið nýja fína komið í kaf.

IMG_9094

Og hjólið hennar Ásthildar.

IMG_9095

Svona getur þetta verið hér líka.

IMG_9096

Fallegt að sjá yfir í hæðina hinu meginn.

IMG_9098

Höllin nýtur sín líka vel svona með hvítu ívafi.

IMG_9100

Og svo eru allir úti að moka, hver sem vettlingi getur valdið er mokandi eða sópandi fyrir utan húsin sín og út á götu, því allir eiga lóð að götunni.

IMG_9101

Hér má sjá akrana með hvíta yfirbreiðslu, snjórinn bjargar miklu í sambandi við kal.

IMG_9102

Og það er farið að rökkva upp úr fjögur.

IMG_9103

Við erum stödd í Billa, þar er hægt að fá rauðvínskút 1 líter á 0.99 evrur,

IMG_9106

Já hér er ágætt að versla, en ég er orðin ansi leið á kjötborðunum hér.  Vantar það sem við á að éta, kjötborðið í Samkaup á Ísafirði er miklu girnilegra en hér sést.

IMG_9108

En hér er fallegt.

IMG_9109

Komst ekki upp þessa brekku í gær, ekki nema upp í hana hálfa, varð að láta mig renna niður, sem betur fer hafði Bjarki sýnt mér aðra leið sem var ekki svona brött.

IMG_9110

En hér má sjá hæðirnar á móti allar ræktaðar meðan það er skógur okkar megin.

IMG_9111

Og þessi mynd minnir mig á að ég þarf að fara og sækja Hönnu Sól og vinkonu hennar Láru, þær ætla að eyða deginum saman hér hjá okkur.

Eigið góðan dag.

 


Bloggfærslur 25. janúar 2011

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband