Illugi Jökuls þolir ekki gagnrýni..... Eða þannig.

ÓÓ einu sinni var Illugi Jökulson idolið mitt, eða þannig.  ég vaknaði á morgnana til að hlusta á pistlana hans meðan hann var í útvarpinu, og mér fannst hann æði.

Svo einhverntímann á leiðinni þegar ég hafði bundið trúss mitt við Frjálslyndaflokkinn, þá skrifaði hann rætna grein um Guðjón Arnar fermingarbróður minn og skólabróður sem ég þekki vel frá barnæsku, og veit hverslags öðlingur hann er.  Ósanngjarna grein og lygaþvælu um að Addi væri rasisti og ég veit ekki hvað.  Hann sem er kvæntur pólskri konu og hefur ekki bara tekið að sér sem sín eigin börn hennar og alla hennar ættingja og vini.  Addi er ekki fyrir fimm aura að gera upp á milli þjóða.  Hann gerir aftur á móti upp á milli góðs og slæms.

Nú, sem sagt ég las pistil Illuga um úttekt á kosningunum.

Af þessum skrifum veit ég vel að Illugi myndi aldrei kjósa Frjálslynda flokkinn, þar sem greinilegt er að sá flokkur fer rosalega í taugarnar á honum.  Um okkar forystukonu í Reykjavík þá vönduðu og góðu konu Helgu Þórðardóttur hafði hann þetta að segja í skrifum sínum um hugleiðinar hvað hann ætti nú að kjósa.

http://www.dv.is/blogg/tresmidja/?sida=2

 

Jamm þetta hafði hann að segja um flokkinn og hana. 

Hvað Helgu Þórðardóttur frá Frjálslynda flokknum, þá efast
ég ekki um að þetta er vel meinandi kona. En ekki gat ég hugsað mér að velja
hana eftir Kastljós kvöldsins.

Ég sagði eitthvað á þá leið að einhvern tímann myndi lygin springa framan í hann.  Og viti menn, allt í einu er lokað fyrir komment. Eða þannig, nú stendur þarna.......

ATHUGIÐ Ritstjórn DV áskilur sér rétt til að eyða ærumeiðandi ummælum.

Í fyrirsögn bloggs hans stendur:

Trésmiðja

Illuga Jökulssonar

Þetta er bloggsíða, ekki fréttasíða.
Þetta er safn hugleiðinga um hvaðeina milli himins og jarðar, ekki dagbók.
Þetta er trésmiðja, ekki aftökupallur.

Svo virðist sem ég hafi tekið karlinn af lífi, því hann virðist ekki þola að fólk andmæli honum.  Þannig að elsku karlinn eina ráðið sem hann kann er að loka fyrir óæskilegar athugasemdir.

það er oft svo að þeir sem eru beittastir í gagnrýni sinni, þola alls ekki gagnrýni sjálfir.  Leitt að vita.  Því að mörgu leiti er Illugi góður penni og flottur í skrifum.  Þ.e. þegar hann ekki dettur niður í fordóma og lætur leiða sig út í hatursáróður um flokka og fólk, án þess að kynna sér málefnin og hvað viðkomandi standa fyrir.

Illugi það er vond pólitík að hoppa svona ódýrt á niðurstöður.  Ég legg til að þú lesir þér til um málefnasamning Frjálslynda flokksins og skiljir hvað við erum að fara.  En ekki bara dæma út frá einhverju sem þú grípur upp af götunni.  Ég ætlaði þér meira en það svei mér þá.


Bloggfærslur 31. maí 2010

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband