12.5.2009 | 17:36
Pælingar og Júróvisjón í kvöld.
Jæja þá er undankeppnin í Júró í kvöld, fyrra kvöldið. Ég vil óska Jóhönnu Guðrúnu velfarnaðar í kvöld, stúlkan er hæfileikarík og flott, ég er viss um að hún skilar okkur áfram í aðalkeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, hún mun gera sitt besta, meira er ekki hægt að fara fram á.
En í gær ákváðum við að hafa pizzu í matinn. Og við hjálpuðumst öll að. Úlfur gerði eina fyrir sig og afa, með skinku og pepperoni, ég gerði eina fyrir mig og fleiri sem vildu með túnfiski, og Hanna Sól gerði eina fyrir sig og Ásthildi með bara osti, skinku og grænmeti.
Amma þurfti samt að gera botnana, því það er of erfitt fyrir litlar manneskjur.
Búið að setja ofan á og komið í ofninn.
Úlfur að ljúka við sína pizzu.
Afi og Ásthildur huga að blómum og gróðri. Þessi er stórglæsileg manchuriarósin mín, kínversk runnabóndarós, þvílík fegurð.
Páskarósin mín hér í blóma úti.
Rauður veggjahnoðri alltaf fallegur, þó snemmt sé.
Svo eru pizzurnar klárar og sest að snæðingi.
Okkar eigin eru náttúrulega bestar, því þá er hægt að hrúga ofan á nákvæmlega það sem maður vill.
Júlli minn kom með þetta flotta hvalbein um daginn. Það er rosalega þungt og stórt en flott.
Himnagalleríið opið í dag, og svo sannarlega flott.
Rigning og rok í dag, en nú hefur hægt og hljóðnað, og það er bjart og gott veður.
En ég er að fara að steikja ýsu, þessa sem maður fær af frystitogurunum, tilreidda til matreiðslu. Og svo Júróvisjón mín kæru. Ég hef ekki fylgst með eins og áður, vegna anna, en ætla svo sannarlega að njóta þess að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á keppnina. Elskuleg mín megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda. Munið að brosa og horfa á fólk. Það er erfitt að finna að fólk horfir annað hvort í gegnum mann, eða lítur undan. Augun eru spegill sálarinnar, og þeir sem líta undan eða geta ekki horft á mann, eru manneskjur sem líður illa og geta ekki gefið af sér. Þess vegna er raunveruleg þörf á að láta einmitt það fólk fá bros eða knús, og láta vita að þau eru þess virði að elska. Stundum þurfum við að hugsa út yfir ramman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 12. maí 2009
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2024203
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar