14.4.2009 | 00:06
Smá mömmó, veður, og ýmislegt skemmtilegt.
Kæru bloggvinir ég hef ekki haft mikinn tíma til að heimsækja ykkur eða vera hér, ætlar að bæta úr því á morgun. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn stendur í því að eyða sjálfum sér, og rífast um það hver eigi mestu sökina, Ástþór og kó hamast á Borgarahreyfingunni hafa fundið sér verðugan andstæðing þar og Framsókn reynir að ákveða hvort þeir eigi að birta bókhaldið eða ekki, þá hef ég verið á fullu við að ganga frá listum, fara yfir meðmælendalista og setja þá í rafrænt form, með dyggri hjálp Rannveigar Bjarna á Akranesi og Ragnheiðar Ólafs. Það er rosalega mikið mál að komast yfir að lesa og rita inn nöfn kennitölur og heimilisfönd fólksins sem mælir með framboðum. En nú þarf að skila þeim þannig inn. Það er líka erfitt að lesa svona eiginhandaráritanir og ef kennitalan er óskýr er maður í vondum málum. Sem betur fer sprengdum við efra markið á meðmælendalistum og það er bara besta mál. Svo þurfti að koma Elísabetu einum frambjóðandanum okkar til manna, en hún býr á Ingjaldsandi og þangað var bara fært fuglinum fljúgandi, svo það voru góð ráð dýr. Eða dýr góð ráð. En það eru auðvitað mannréttindi að geta verið í framboði og komast til að votta það með undirskrift.
En fyrir hádegi á morgun þarf allt að vera klárt allir listar komnir á réttan stað í okkar tilfelli í Borgarnes. Og nú loksins er hægt að fara að einbeita sér að sjálfri kosningabaráttunni. Reyndar hafa okkar menn og konur verið á faraldsfæti og hitt mann og annan og það er gott hljóð í fólki.
Svo það gleðilegast sem gerðist í dag var að litlu krílin okkar komu heim.
Veðrið lék við okkur alla páskana en fallegasta veðrið var í gær og í dag, eins og svo oft áður.
Afi leitar að páskaegginu sínu, Úlfur hafði falið það.
Úbbs og þarna var það hehehe
Eins og ég sagði var veðrið fallegt í gær.
Við erum boðin í mat til sonar míns í Hnífsdal.
Og það er óhætt að segja að litirnir séu ferskir og sterkir.
Við vorum boðin í þennan líka gómsæta kalkún og afi gamli var boðin líka.
Þau spöruðu páskaeggin sín allan daginn og þangað til eftir matinn.
Og afi gamli les einum óþekktaranganum lífsreglurnar.
Hann var líka kátur og reifur og reif af sér brandarana, eins og hann getur svo vel á góðri stund.
Veðrið var svo ekki síðra í dag. Það var loftbrú því fólkið var að koma sér heim eftir páskagleðina.
Okkur datt í hug að það væri vel við hæfi að fá nokkra steina frá Júlla til að skreyta glugga kosningaskrifstofunnar, og hér er listamaðurinn að skreyta.
Þeir eru margir ótrúlega flottir, hann er alltaf að gera flottari listaverk.
Fiskinn til fólksins. Það er mottóið.
Fallegur dagur að kveldi komin og við bíðum með óþreyju eftir að flugvélin komi með okkar kríli.
Meira að segja himininn er dulúðugur, eins og hann vilji gera allt dularfullt.
Þetta er hin eina og sanna Snæfjallaströnd
Og svo eru þær komnar!!! Sama fóstran og þær fóru með kom með þær heim aftur.
Og það er náttúrulega tekið til hendinni.
Það var líka greinilegt að þeim fannst gott að koma heim. Hanna Sól hafði mikið orð á því hvað allt væri gott og gaman á Hellu. Það er svo margt hægt að gera ef þið farið á Hellu amma og afi, sagði hún spekingslega, þar er hægt að fara í klippingu, og svo er hægt að fara í sund.
Og svo þurfti að segja frá og ræða málin eftir matinn.
Skreyta sig með páskaungum og svoleiðis.
Já maður er sko voða fín!!!
Amma nú máttu taka mynd.
Og Ásthildur fékk líka páskaunga.
Svo þurfti að máta sig við töskuna hennar Hönnu Sólar
Ótrúleg þetta barn.
svo var rúminu breytt í rennibraut.
Það er nefnilega svo gaman.
Ég er hætt að láta lesa fyrir mig, sagði Hanna Sól. Ha sagði amma á ég ekki að lesa fyrir þig. Jú kannski bara núna, við eigum eftir að klára söguna frá því síðast sagði sú stutta.
En fyrst þarf að bursta tennurnar og þvo ennibein og augu, nebba, flipa, hökuskegg og hálsakot
Nú eru allir sofnaðir á kærleiksheimilinu nema amma, sem ákvað að skrifa smá mömmó, svona af því að það var svo langt síðan dóttlan mín hefur fengið myndir af skottunum sínum.
Ég vil líka bjóða ykkur öllum góðrar nætur og ég ætla að gefa mér tíma á morgun til að lita við hjá ykkur elskuleg mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggfærslur 14. apríl 2009
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2024203
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar