23.3.2009 | 20:54
Myndir undir svefninn.
Jæja tími á smávegis léttara hjal, myndirnar sem áttu að fara inn í hádeginu. En sjokkið var svo mikið að ég gat ekki gert neitt.
Við fórum í sund á Suðureyri í gær, og hér er verið að gefa öndunum.
Það er hægt að gefa öndum hér og líka þorskum... já það eru þorskar í lóninu sem nánast éta úr lófa manns og það er jafnvel hægt að klappa þeim.
En prinsessur sitja bara inn í bíl á meðan hehehe...
Obb obb obb, þegar maður er búin að fá súkkulaðiís og nýkomin úr sundi er upplagt að fá sér smálúr.
Svo er gott að eiga stóran "bróður" sem ber mann á háhesti heim að dyrum.
Afar eru líka til þess brúklegir.
Veðrið er fallegt, þessi er síðan í gær.
Og þessi líka.
Það færist líka fjör í garðskálann.
Enda er vorið komið þar.
en úti þarf að moka, og þá er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.
Og auðvitað þurfa allir að moka.
Eða fá sér sólhlíf. Það er allavega sól.
Já vorið er komið í kúluna, hér eru Zakúrakirsuberin mín byrjuð að springa út.
Og börnin bedrífa ýmislegt.
Og þessi litla snúlla er alltaf til í mat, kjöt og fisk meðan sú stóra vill frekar jógúrt og ávexti.
Og það kvöldar á Ísafirði.
Himnagallerið fer að opna bráðlega.
Svona er þetta bara hér.
Morgunsólin í morgun áleiðis til Hnífsdals.
Það er líka komið vor í gróðurhúsinu mínu. Hér eru sumarblómin að komast á legg.
Þá fjölgar líka krökkunum í kúlunni.
Eins og kálfar út á vorin.
Að ýmsu þarf að hyggja.
Já það er fjör.
En hver tími hefur sína tilfinningu, og maður á aldrei að dvelja við það neikvæða og leiðinlega. Það dregur mann bara niður. Það á að líta á björtu hliðarnar og gleðjast yfir því fagra og góða. Gefa frá sér leiðindinn, þau eiga ekki að fá að dvelja innra með manni. Og best er að reyna að skilja ástæðurnar og fyrirgefa eða að minnsta kosti gleyma þeim bara alveg. Lífið heldur áfram, ef eitt sund lokast opnast annað og örugglega meira spennandi. Þá er líka best að biðja almættið um leiðsögn og aðstoð við að gera besta úr öllum hlutum. Af því að þannig virkar lögmálið.
Knús á ykkur öll elsku bloggvinir mínir og ég segi bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.3.2009 | 13:14
Sjokkeruð er ég og algjörlega mát.
Ég er sko meira en undrandi á brotthvarfi Ásgerðar Jónu úr flokknum. Það virtist ekki vera nein vandamál eða deilur sem ollu henni áhyggjum á landsþinginu. Og hún talaði þar mikið um hvað hun teldi vera hlutverk varaformanns, og virtist tilbúin í slaginn.
Síðan eru liðnir níu dagar, og allt í einu uppgötvar frúin að við erum óalandi og óferjandi. Það er ekki bara það, heldur ræddi hún ekki við fólkið sem studdi hana og agiteraði fyrir fyrir varaformannsembættið. Það er ekki góður siður að minu mati að hlaupa með hlutina fyrst í blöðin, og hverfa svo bara út í buskann. Ég er allavega sár, ég ákvað fyrir orð nokkurra kvenna að veita henni mitt atkvæði, vegna þess að ég taldi hana duglega konu og hún virtist hafa heilmikinn áhuga á því að takast á við áskorunina. En sum sé ég var plötuð upp úr skónum, all svakalega, og stend fullkomlega á gati. Ég er ekki bara undrandi á uppákomunni ég er sjokkeruð og algjörlega gapandi.
Ég las það einhversstaðar eða heyrði í útvarpinu að maður ætti alltaf að trúa þeirri hugsun sem fyrst kæmi inn í hugann, af því að það væri innblásturinn, hjartað, síðan kæmi heilinn og skynsemin og þurrkaði fyrstu hugsunina út. Jæja mín fyrsta hugsun var að þetta væri síðasta sendingin frá Jóni Magnússyni og Nýju afli, svona good bye, farwell, adjö, auf Wiedersein, adios. Það var bara eitt sem klikkaði, hún hefði auðvitað átt að hámarka grínið með því að gera þetta með stæl 1. apríl. Það er ekki svo andskoti langt þangað til, að það hefði verið lang flottast. Þá hefðu þau getað hlegið í kór vitandi að grín ársins var fullkomnað. Svo hefði Eiríkur Stefánsson getað plaffað á okkur á færi í Útvarpi Sögu, til að fullkomna niðurlæginguna.
Það er líka sagt að maður eigi ekki að skrifa eitthvað þegar maður er reiður, eða svekktur, jæja ég hef brotið þá reglu í dag. Þess vegna get ég ekki einu sinni óskað henni góðs með framtíðina, vona samt að hún hafi það gott og líði vel á sálinni. Það er bara þessi hugsun að ef þetta hefur nú allt saman verið skipulagt og ráðgert fyrirfram, þá ætti Ásgerður Jóna að fá Óskarinn, eða í það minnsta Grímuna fyrir stjörnuleik. Það er stórkostlegt að plata alla upp úr skónum svona líka svakalega, að við stöndum gapandi hvert framan í annað og skiljum ekki hvað gerðist eiginlega. Að því leytinu gekk plottið upp, og óska ég Nýju afli til lukku með það. Hitt er svo annað mál, að við gefumst ekki upp ef það hefur verið meiningin. Heldur höldum ótrauð áfram, einbeittari en fyrr í að standa af okkur þennan slag. Það er allavega mín hugsun hér og nú. Over and out!!!
![]() |
Guðjón A. undrandi á uppsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Bloggfærslur 23. mars 2009
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2024203
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar