2.3.2009 | 14:10
Kolbrún Bergþórsdóttir drullar upp á bak.
Það barst mér til eyrna blaðagrein í Morgunblaðinu í gær eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur, ég varð að lesa hana tvisvar yfir, til að skilja að hún var að ræða um Frjálslyndaflokkinn. Fyrir utan að greinin er á allan hátt Kolbrúnu til háborinnar skammar, þá eru hún ein staðreyndavilla út í gegn. Ég vil ráðleggja henni að kynna sér málefnahandbók Frjálslynda flokksins, hún er aðgengileg á www.xf.is, þar kemur meðal annars fram að flokkurinn hefur mörg góð mál á sinni stefnuskrá.
Ég er reyndar mest hissa á Morgunblaðinu sem vill láta taka sig alvarlega sem fjölmiðil að birta svona sora og ómerkilegheit.
Í þessari grein ræðst hún með offorsi á þingmenn flokksins, og segir eftirfarandi; Það var mikið mein þegar fulltrúar þessa flokks komust á þing og töldu sig vera gilda fulltrúa þjóðarinnar, jafn illa talandi og illa þenkjandi og þeir sýndu sig vera.
Og svo síðar: Það má svo sem halda því fram með nokkrum rökum að ágætt sé að menn sem hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum en því meiri áhuga á sjálfum sér safnist saman í einn flokk, en dreifi sér ekki á milli bæja.
Og hérna;
Það er svo margt furðulegt við Frjálslynda flokkinn þar á meðal sú staðreynd að formaður flokksins virðist vera ágætis maður sem virðist aldrei átta sig á því að flokkur hans var kominn út á hættulegar villigötur. (Leturbreytingar eru mínar)Nú langar mig að spyrja þig Kolbrún Bergþórsdóttir;
Hvað áttu við með því að Guðjón Arnar, Sigurjón Þórðarson Magnús Þór Hafsteinsson og Sverrir Hermannsson séu illa talandi og illa þenkjandi, eða ertu ef til vill að vísa í Grétar Mar, Jón Magnússon eða Kristinn H. Gunnarsson? Ég veit ekki til þess að Guðjón Arnar né neinn þessara manna sé illa þenkjandi og ekki eru þeir illa máli farnir, svo mikið er víst.
Og hvað áttu við með að flokkurinn hafi verið kominn á hættulegar brautir? Útlendingaumræðan var blásinn út m.a. af Jóni Magnússyni, sem er nú gengin til liðs við Sjálfstæðismenn, svo þessi hættulega umræða er nú komin heim í föðurhús sín. En við í Frjálslynda flokknum höfum góða stefnu í málefnum útlendinga, sem þú getur kynnt þér ef þú nennir að lesa samþykktir og málefnaskrá flokksins áður en þú ryður út úr þér lyginni og ómerkilegheitunum.
Þar stendur m.a. þetta;
Úr málefnahandbók bls. 34.
Innflytjendur og flóttafólk.
Leggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslendsku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.
Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólks sem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur að tilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og auki samkeppnishæfni hennar á aljóðavettvangi.
Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber íslendingum að taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erldnum vettvangi.
Hvar sérð þú hættulegar yfirlýsingar hér.
Nei Kolbrún Bergþórsdóttir, með þessum skrifum hefur þú svo sannarlega sýnt skítlegt eðli, og fyrir mér allavega verður þú hér eftir ómarktæk. Þar sem þú hirðir ekkert um sannleikann, eða það sem rétt er, heldur þína bjöguðu sýn á menn og málefni. Ég vona svo sannarlega að þú kunnir að skammast þín, og vinsamlegast biddu okkur fólkið í Frjálslyndaflokknum formlega afsökunar á lygum og illa ígrunduðum áróðri þínum.
Að þú skulir kalla þig blaðamann er algjörlega út úr korti. Þú ert hér á við Eirík Stefánsson Útvarpssögu hetju í sleggjudómum og skítkasti. Lýðræðið er þér greinilega ekki ofarlega í huga, þegar þú vilt þagga niður í fólki sem kosið hefur verið á þing út á sín góðu málefni og áhuga að að bæta kjör fólksins í landinu, því ef þú nennir að skoða þau þingmál sem flokkurinn hefur lagt fram, þá sérðu að þar eru mörg þörf og brýn mál sem ættu svo sannarlega að koma fram, en því miður þá er í gangi þöggun á Frjálslynda flokkinn, nema þegar fólk eins og þú finnur hjá sér hvöt til að afbaka og falsa málefnin sem flokkurinn stendur fyrir.Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Bloggfærslur 2. mars 2009
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2024205
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar