Skilaboð til þín Sveinn.

Elsku karlinn, þú hringdir í mig áðan og sagði mér að þú hefðir komið að elskulega drengnum mínum.  Ég vil að þú vitir að ég skil vel hvernig þér líður.   Og ég skil vel að þú gast ekki rætt þetta meira í bili þegar ég fór að spyrja óþægilega og nálægt. 

Við áttum tilfinningaþrungið viðtal núna áðan.  Ég veit ekki hver  þú ert, og hvernig þú þekktir drenginn minn, en ég heyrði að þér þótti vænt um hann.  Og ég heyrði líka að þú átt erfitt eftir að hafa fundið hann.  Elsku karlinn, hafðu aftur samand.  Og fáðu áfallahjálp. Ég vildi að ég gæti verið hjá þér og knúsað þig og hjálpað þér yfir þennan erfiða hjalla. 

Ég hef svo oft hugsað til þín eftir að ég vissi að einhver hefði komið að honum.  einhver sem ætlaði að kaupa af honum fisk.  Hugsað um hvernig þér liði og hvað þú værir að pæla.  Og ég er þér þakklát fyrir að gera það sem þú þurftir, láta vita og setja hlutina í gang.  Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum til þín, því ég veit ekki hver þú ert, eða hvar þú ert.  En ef þú lest þessi orð þá veistu að ég hugsa til þín og bið alla góða vætti að vaka með þér og vernda og vona að þú komir við hjá mér næst þegar þú kemur á Ísafjörð. 

Knús á þig elsku drengurinn og ég óska þess að þér líði fari að líða betur.  Allt í einu er líf okkar tengt, og ég vil endilega fá að hitta þig, þegar þú kemur hingað, eða þú getur látið mig vita hvar þig er að finna.  Það er örugglega gott fyrir okkur bæði að hittast og ræða saman.  Heart

Þú hefur verið svo oft í mínum hugsunum og bænum.  Og svo þegar þú hringdir var eins og loka púslið væri komið í myndina. 

 


Mömmó og minningarsýning.

Ég er þessa dagana að undibúa sýningu sem halda á til minningar um Júlla minn á Vetrarnóttum, sýningin verður sunnudaginn 8. nóvember í Tjörushúsinu þar sem flest listaverkin hans eru, staðsett af honum sjálfum.  En þar verður meira, ég er að láta ramma inn nokkrar teikningar eftir hann og myndir sem hann teiknaði á leður.  Hann var mikið náttúrubarn og hráefnið var hvað sem var, platti úr eldhúsi móður sinnar eða leðurbútur sem hann fann einhversstaðar.

Það er líka hægt að sjá á myndum hans í hvernig skapi hann var, eða hvort honum leið vel eða illa.  Það voru dökk tímabil í lífin hans og líka ljós og fögur.   Þetta sést afar vel í teikningunum hans.

Ég er líka að fara yfir steinaverkin sem hann kildi eftir, sum hálfköruð.  Hann hefur greinilega verið að byrja á einhverju nýju.  Ég ætla að hafa þessa sýningu eins lifandi og fallega og mér er unnt.

IMG_8069

Svo eru nokkrar mömmu og pabba myndi.

IMG_4679 

Óðinn Freyr fékk að gista í fyrrinótt.  Og Brandur er auðvitað til í að koma sér í mjúkin hjá honum líka.

IMG_4681

Hönnu Sól finnst það svo sem allt í lagi.

IMG_4683

Hún fær stundum vinkonur í heimsókn, það finnst stelpunum gaman. 

IMG_4685

Og Álfaprinsessur bókstaflega tilheyra kúlunni.

IMG_4689

Dansandi prinsessur líka.

IMG_4690

Svo er bara að vanda sig.

IMG_4691

Já það er fjör og veitir ekki af þegar amma dettur ofan í kjallara.

IMG_4693

Heart

IMG_4695

Bestu vinkonur.

IMG_4702

Á föstudögum er farið í bókasafnið og svo má alltaf biðja um ís.

IMG_4704

Í gær var amma búin að kaupa bók um Bangsimon og myndir til að líma inn.

IMG_4705

Það er skemmtilegt.

IMG_4707

Knúsirófan komin á sinn uppáhaldsstað.

IMG_4709

Algjör knúsírófa þessi stelpa.

IMG_4710

Og þessi er síðan áðan.

IMG_4698

Veðrið er ljúft þessa dagana milt og lygnt.

IMG_4699

Og haustlitirnir löngu komnir í ljós.

Úlfur fór á Tai Kvon do mót fyrir sunnan, vonandi gengur honum vel.  Því miður komumst við ekki með honum.  En önnur mamma sem fór með hópnum ætlar að hugsa um hann, og svo þjálfararnir.  Hann er í góðum höndum. 

Ingi minn og fjölskylda er líka fyrir sunnan, Sóley Ebba er að fara að keppa á EPTA vonandi gengur henni líka vel.

Og Óðinn Freyr er einnig fyrir sunnan þar sem hann fór á körfuboltamót. Vonandi gengur honum líka vel, hann er bara 6 ára ennþá lítill stubbur en rosalega duglegur.

IMG_4686

Hún er dönsk hann er franskur.  Hún vinnur í Reykjavík hann er hér í skóla og í lúðrasveitinni.  Hann hefur komið í heimsókn og nú vildi hann kynna okkur fyrir kærustunni.  Þau eru yndæl bæði tvö og meiri íslendingar í sér en margur íslendingurinn.  Heart  Ég hef tekið eftir að það er ákveðin hópur fólks sem hingað kemur erlendis frá sem laðast að okkur og kúlunni. Og það er notalegt. 

 

En ég ætla að safna sjálfri mér saman og hugsa jákvætt.  Hella mér út í minningasýninguna um drenginn minn.  Eigið góðan dag.

 


Bloggfærslur 31. október 2009

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband