6.1.2009 | 12:15
Erum við ennþá í moldarkofunum? Höfum við ekkert lært eða þroskast?
Það er eitt sem hefur spillt fyrir mér gleði nýgenginnar hátíðar, sett svartan blett á allt. En það er ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínu. Mér ofbýður gjörsamlega hvernig þetta getur átt sér stað, og að þjóðir heims geti hreinlega setið og gert lítið eða ekki neitt.
Þegar einelti á sér stað, þýðir ekkert fyrir kennarann á skólalóðinni að segja bara skamm skamm. Það þarf að taka í hnakkadrambið á hrekkjalómnum og setja af stað vinnuferli til að stemma stigu við ofbeldinu.
Að þjóðir heims geti bara setið og horft upp á þessa villimenn murrka lífið úr saklausu fólki er mér algjörlega óskiljanlegt. Yfirklór eins og fordæming (skamm skamm) skiptir nákvæmlega engu máli fyrir þessa ofbeldisfullu þjóð Ísrael. Ég veit svo sem að alþjóðasamfélagið er ennþá að skammast sín vegna meðferðar sem gyðingar fengu hjá Hitler og nasistum. En eru ísraelskir ráðamenn ekki nákvæmlega sömu gerendur nú, eins og þeir voru fórnarlömb áður?
Ef maður tekur þetta lengra, hvað ætlar svo samfélagið gera þegar ísraelar hafa murrkað lífið úr palestínsku þjóðinni? Brotið sjálfstæði þeirra á bak aftur og skilja eftir rústir einar?
Ætla þeir þá að burðast með sektarkennd yfir Palestínskri þjóð næstu öldina? Og hvar staðsetur það morðingjana í náinni framtíð? Þeir munu fyrirlitnir og smáðir af öllu hugsandi fólki. Samúðin sem þeir hafa alltaf treyst á, er ekki til, nema hjá því fólki sem sér ekkert fram yfir biblíuna og að þeir séu Guðs útvalda þjóð. Svo satt sem það nú trúlega er, eða hitt þá heldur. Ég er viss um að Jesús Kristur hefði skipt um ríkisfang, hefði hann getað og allir spámennirnir með.
Það þýðir heldur ekkert að hóta að taka friðarverðlaunin af Peres, þó það sé auðvitað alveg sjálfsagt mál. Þessi verðlaun eru hvort sem er honum til háðungar í dag. Hann hefur fyrirgert rétti sínum til að hafa þau í eign sinni blóðugur upp fyrir axlir af saklausu blóði barna og kvenna.
Sérstaklega svíður mér að hlusta á íslenska ráðamenn eins og Þorgerði Katrínu éta upp eftir bandaríkjamönnum við að réttlæta drápinn. Skömmin er algjörlega hennar, enda þykir mér einsýnt að daga hennar séu taldir í pólitík, bæði vegna þessa og annarra spillingarmála í hennar fjölskyldu.
Ég hef lengi haft lítið álit á ráðamönnum í Ísrael, ég veit að margir ísraelar eru friðarsinnar og vilja ekki hafa þetta svona, sumum sem ég þekki til, líður hreint og beint illa yfir þessu, enda brottrækir og eiga ekki endurkomu til heimalandsins. En þetta litla álit hefur nú breyst í hreinan viðbjóð. Ég spái því að mannorð þjóðarinnar verði orðið þannig að þeir geta hvergi komið eða verið í friði. Fólk muni allstaðar fyrirlíta hvern og einn af þeirra þjóðerni. Við vitum sjálf hve auðvelt það er að dæma heila þjóð sem glæpamenn, þó við séum örþjóð.
Ísrael er að leggja grunninn að sjáflseyðingu sinni. Það sem þeir munu uppskera og reyndar allir sem tala þeirra máli í heiminum verður fyrirlitning og hatur.
Níðingsverk þeirra munu fylgja þeim í þúsund ár. Og ég vorkenni þeim ekki.
Annað sem ég vil segja hér er að margir hafa fordæmt foreldra átta ára gamallar stúlku fyrir að leyfa henni að tala á friðsamlegum mótmælum á Austurvelli. Talið þetta bera vott um slæma foreldra, og þeim er ætlaður allskonar ásetningur með þessu. Þó höfum við frá fyrstu hendi frásögn af því að þessi litla stúlka bað sjáf um að fá að tala. Hafði frumkvæði að því við Hörð Torfason að fá að tala. samdi ræðuna sína sjálf meira að segja.
Á sama tíma hef ég ekki séð þetta sama fólk fordæma foreldra sem höfðu marghleypu og skot á glámbekk með börn, eða allavega ungling á heimilinu. Maðurinn þar að auki sérsveitarmaður og lögregla, sem ætti að vita betur.
Ég get ekki kallað þetta annað en tvískinnungshátt.
Og svo er freistandi að spyrja hvar ætlar þetta fólk að draga mörkin. Má ekki leyfa þroskaheftum að tala á friðsamlegum mótmælum? Eða á að banna fóki yfir áttrætt að tala, þau geta jú verið orðin elliær. Fíklar mega heldur örugglega ekki tjá sínar skoðanir þarna eða hommar og lesbíur. Enda hefur nú aldeilis verið veist að Herði Torfa og hann kallaður allskonar nöfnum.
Þetta er forræðishyggja að mínu mati. Fólk sem vill ráða hverjir mega tala og hverjir ekki. Bara það að tæp 50% ætla ennþá að kjósa þessa ríkisstjórn yfir okkur aftur, segir meira en þúsund orð. Núna þegar ljósara verður með hverjum deginum spillingin, eftirlitsleysið, yfirhylmingin og ráðaleysið í núverandi stjórnvöldum, jafnframt því að hanga eins og hundar á roði á völdum sínum hvað sem tautar og raular.
Við erum sem sagt ennþá föst í moldarkofunum, eða höfum rétt troðið okkur út fyrir dyrnar, klifrað upp á bæjarburstina og reynum að sjá út að túnfætinum, en sjáum aðeins okkar eigið bæjarhlað. Er nema von að fólk sem vill berjast, vill réttlátara samfélag og vill leggja á sig að reyna að mótmæla ástandinu sé orðið uppgefið.
Það vantar ekki að fólk sjái misskiptinguna, óréttlætið og ég efast ekki um að allir sem ekki eiga hlutdeild í kjötkötlunum vilji breytingar. En annað hvort er fólk hrætt við að breyta til, eða kærulaust um lýðræðislegan rétt sinn. Eða eins og ein kona sagði við mig fyrir nokkrum árum, þegar ég stóð í kosningabaráttu; mér finnst málefnin hjá ykkur afskaplega góð, og mér lýst vel á fólkið sem er í forsvari hjá ykkur en ég hef alltaf kosið sama flokkinn, og ég kann ekki við að fara að breyta til núna. Er þetta ef til vill hugsunin? Er þetta ef til vill lýðræðið sem ríkir hér í dag.
Ég vona ekki. Ég vona svo sannarlega að við getum fundið flöt á pólitíkinni, sem verður okkur öllum til góðs, sem við getum sameinast um. Þetta ástand getur ekki varað lengur ef við viljum vera ein þjóð í einu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
6.1.2009 | 00:07
Að segja bless. Every time you say good bye you die a little.
Nú er Bára mín farin áleiðis til Vínar. Við fórum inn á flugvöll í morgun og kvöddum hana, og svo var brunað í leikskólann. Sú eldri var greinilega vel undirbúin, því mamma hennar hafði rætt þetta vel og vendilega við hana áður en hún fór. Sú litla var ósköp leið og grét. En hafði samt gaman af að komast á leikskólann, svo fórum við í sund á Suðureyri, sem er frábær. Og það var gaman. En í kvöld var hún aftur lítil og aum. Ég veit samt að hún verður fljót að taka gleði sína á ný, því hún er orðin heimakær hér.
Það sést samt í þessum fallegu augum að hún veit að mamma er að fara.
En upp með léttara hjal.
Á góðri stund í gær.
Heidi frá Austurríki er viss um að þessir leikrænu taktar sér frá ömmunni hehehehe.
Hér er smá leyndó á ferðinni reyndar..
Og sú stutta spilar með.
Leyndóið hefur með kyssitauið að gera.
Sjáið brosið Kate Moss hefði ekki gert betur, hvað þá Naomi Campbell.
Og nú fáum við örugglega tilboð frá snyrtivörufyrirtækinu
En það geta fleiri sýnt tilþrif, og í þetta sinn eru það björgunarsveitirnar sem þurfa að styrkja.
Tilbúin í flugeldana sko!!!
En meðan sú stóra verður prinsessumódel, þá verður þessi pönkdrottning.
Ókey farin að heiman
En Brandur lætur sér fátt um finnast.
Og svo bíður morgunverðurinn, en það þarf að svara í símann...
Og ræða business, útrás sennilega það er svo arðbært
Það er allt klárt að fara út á flugvöll með mömmu.
Allt klárt í bílinn.
Inn á flugvelli hitti Ásthildur þessa flottu grænlensku tík.
Hanna Sól keypti sér litabók um hesta af Lindu hestakonu.
Og bráðlega verður kallað út í vél.
Jólaskrautið heillar mikið.
En svo var erfitt að segja bless. Og elsku Bára mín, ég held að þú hafir átt mest erfitt elsku stelpan mín. En þú veist að okkur líður vel, og að við söknum þín heilmikið. Það er margt að gera og lífið heldur áfram. Og svo hittumst við aftur í febrúar. Knús á þig elskuleg mín. Börnin þín eru í góðum höndum hjá afa og ömmu í Kúlu, og öllum hinum kúlubúunum. Stórfjölskyldunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 6. janúar 2009
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2024207
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar