Sunnudagar .... eru góðir.

Jæja þá er maður að komast niður á jörðina aftur.  Þetta er nú aldeilis búið að vera skemmtileg helgi, bæði af mælið og hittingurinn.  Ég er ennþá glöð inn í mér, út af öllu því skemmtilega sem gerðist, og allir sem ég hitti og fékk kveðjur frá.  Þetta er frábært.

IMG_2067

Sunnudagurinn var notalegur, þau Sóley Úlfur og Óðinn Freyr voru boðin í bíó, hér eru þau Sóley og stubbur að spila.

IMG_2069

Prinsessan mín að huga að blómunum, eins og hennar er von og vísa.

IMG_2071

Hér eru þau afi að fara í sund í Bolungarvík.  Litli skæruliðinn sefur út í kerrunni sinni.

IMG_2078

Þessar elskur á leið í bíó.  Og þá erum við bara tvær eftir í kotinu, Ásthildarnar.

IMG_2079

Veðrið er hlýtt, dálitið rakt, og sólin að brjótast fram, og gerir þessa skugga, þegar vélinni er beint í áttina að henni.

IMG_2070

Það haustar að en blómin eru mörg hver ennþá falleg.

IMG_2073

Brosa móti manni.

IMG_2074

Falleg ekki satt ?

IMG_2081

Það er samt farið að sjá haustliti, og berin skarta sínu fegursta. Þetta fallega tré sáði sér þarna sjálft, og hefur fengið að vaxa þar og dagna í friði.

IMG_2083

Reyndar er þetta tími runnamurunnar.

IMG_2084

Möggubráin "Norðurljós" er eitt fallegasta afbrigðið sem til er af henni, hún verður aldrei há, en hefur þessi fallegu stóru blóm, og hún er ennþá svona falleg.

IMG_2086

Og bern á sígaunareyninum mínum að verða þroskuð. 

IMG_2088

Skottan mín er svo vöknuð, og hún vill fá ís; Ís segir hún og bendir á ísskápin, veit alveg hvar hann er hehehe... og linnir ekki látum fyrr en amma opnar hurðina svo hún geti fengið sér ís.  Svo fer hún upp í prinsessuherbergið, vegna þess að prinsessan er úti, sest framan við sjónvarpið og kveikir á því, kallar á ömmu, til að setja spóluna af stað.  Uppáhaldsdiskurinn hennar í dag er Latibær, og svo syngur hún með í restina og dillar sér eftir hljóðfallinu, alveg ótrúlega flott. Heart

IMG_2089

Svo þarf hún auðvitað að brasa heilmikið, búin að sulla í tjörninni, eins og sjá má LoL

IMG_2094

Já ég skal sko loka þessu, og það gerði hún.  Eigið góðan dag elskurnar.


Bloggfærslur 16. september 2008

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband