Kúlulíf og daglegt veður.

Hér var vestan þræsingur í dag, þannig að það komu fáir til að versla plöntur, skiljanlega.  En ég gat eitrað fyrir hádegið á Austurvelli með roundup, þar sem því var viðkomið, til að minnka hirðinguna í sumar.  Pólverjarnir mínir klipptu plönturnar, og á morgun munu þeir stinga upp beðin sem á að setja sumarblómin í, og svo planta þeim niður.  Austurvöllur, systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík, sem er teiknaður af Jóni H. Björnssyni, skal vera í sínu fínasta pússi í sumar.  Heart

En eins og ég sagði þá var lognið dálítið að flýta sér í dag, sérstaklega eftir hádegið.

IMG_6714

Eins og sjá má.

En það lygndi þegar á daginn leið.

IMG_6732

Og þegar kvöldaði var veðrið orðið fallegt.

IMG_6733

Himnagalleríið opið eins og sjá má, svona undir kvöldið.

IMG_6707

En sumir vöknuðu bara hressir og kátir í morgun.

IMG_6708

Meðan aðrir geyspuðu dálítið og voru syfjaðir.Smile

IMG_6712

Ef amma á ekki ís í ísskápnum, þá á hún allavega klaka hehehehe.

IMG_6713

Já hann getur verið dálítið kaldur að halda á og borða, en hann er góður og frískandi.

IMG_6717

Það má með sanni segja að snemma beygist krókurinn, maður er ekki hár í loftinu, þegar maður fer að lesa ársrit skógræktarfélagsins, og örugglega líka Garðyrkjufélagsins.

IMG_6718

Það er greinilegt að þessi sápukúlubyssa sló rækilega í gegn í kúlunni.

IMG_6722

Svo þarf að skoða nærbuxur stóra frænda líka.

IMG_6719

Þetta litla skott, er ótrúlegt alveg.  Hún fær hjartað í ömmu sinni til að taka nokkur aukaslög á dag, eða hvað haldið þið ?

IMG_6723

Ef þetta er ekki fiktirófa númer eitt....

IMG_6724

Þá bara veit ég ekki hvað Frown

IMG_6725

en hún er eins og kötturinn, kemur alltaf standandi niður. Hjúkket...

IMG_6727

Svo hefur hún gaman af að mála, götulistamaður af Guðsnáð held ég.

IMG_6730

Afi hjálpar nú aðeins til, stundum, við að teikna Óla prik allavega LoL en áhuginn leynir sér ekki.

IMG_6728

en prinsessan þarf að máta föt og svona.  Baðfatatískan í algleymingi.

IMG_6731

Þessi er nú líka svona stællegur ekki satt LoL.

Það er komið logn, sem betur fer, því það er bara ferlega leiðinlegt að hafa svona rok, sem þurrkar allt upp, og svíður ung blöð.  En ég er að fara að halla mér, skríða í holuna mína og segi bara góða nótt. knús á ykkur öll. Heart


Bloggfærslur 26. maí 2008

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband