Kvöldverðurinn.

Pabbi minn kom í kvöldmat, og tengdasonurinn var svo "heppinn" að það var ekki flogið, svo hann fékk steik, Tinna tengdadóttir og litli Óðinn Freyr komu líka, en hann var lasinn í gær.

IMG_2860

Börnin kominn fyrir framan sjónvarpið, svo næði er fyrir fullorðna fólkið að borða.

IMG_2861

Afi gamli þessi elska nýtur þess að koma í mat til okkar á sunnudögum, rétt eins og afi minn Júlíus kom að borða heim til pabba og mömmu á hverjum sunnudegi í þá góðu gömu daga.  Sumt endurtekur sig.

IMG_2862

Hvað er til í ískápnum pabbi.

IMG_2863

Úbbsí búbbsí myndavél.... SÍS!!!

IMG_2865

Þessi töffari aftur á móti vildi ekki láta taka af sér mynd.

  IMG_2868

Mömmuknús. Heart

Svo ein í lokin svona krúttmynd, var að fá senda mynd af minnsta ömmubarninu okkar.

Nep fk0sjy

Aldrei of snemmt að byrja ................................ eða þannig hehehehe....

Hann verður samt bara flottur, þegar hann vex úr grasi enginn hætta á öðru. LoL Þessi var bara of góð til að láta vera.


Krúttfærsla fyrir mömmu. Afmælisdagur Hönnu Sólar og þorrablót Sæfara í einum pakka.

Afmælisdagurinn er hér í máli en aðallega myndum, og sett inn fyrir mömmuna sem er úti, á kafi í próflestri, tók skínandi gott próf á föstudaginn, og síðan er annað próf á mánudaginn. 

IMG_2754

Morgungjöf frá ömmu, dagurinn byrjar.

IMG_2759

Svo þurfti að baka fyrir gestina.

IMG_2766

Svo þurfti að blása í blöðrur, og pabbi og Alejandra hjálpuðu til.

IMG_2767

Tertan fína úr gamla bakaríinu.

IMG_2768

Maður fékk líka smáhjálp við að taka upp gafirnar, Hanna Sól og Isobel.

IMG_2776

Hæ hef ég ekki séð  þig áður ?

IMG_2777

Þarf að spyrja mömmu.

IMG_2783

Pabbi var liðtækur við að búa til vöfflurnar.

IMG_2787

Ein ömmustelpan kom með verðlaun, hún keppti á skíðum, og vann til verðlauna.  Hún tekur sig vel út hér.

IMG_2793

Kakan var rosalega góð.

IMG_2796

Hér er lítill búálfur.

IMG_2803

Sumir vildu bara vera út í garðskála í gröfuleik, uppáhaldsstaðurinn hjá þessum litla manni.

IMG_2806
Svo var þetta bara allt svo yndælt, gaman þegar fjölskyldan hittist.

IMG_2808

Tekið smá í píanóið og svona.

IMG_2811

Eftir að drykkju lauk var farið út að leika.

IMG_2812

Það er nú ekki verra að fá íþróttakennara til að aðstoða sig við að standa á brettinu.

IMG_2817

Kúlan er frábær, það er hægt að nota hana sem þotubrekku á veturna. 

IMG_2827

Stubburinn farin að aðlagast brettinu.  Hann er farin á námskeið, og finnst það frábært.  Besti dagur lífs míns sagði hann í gær þegar hann kom heim af fyrstu æfingunni.

IMG_2832

Réttu taktarnir komnir strx.

IMG_2835

Já það er gaman að leika sér í snjónum.

IMG_2838

Deginum lauk svo í heita pottinum.

IMG_2842

Sumir eru reyndar rosalega stríðnir hehehe en þetta var samt gaman.

IMG_2848

Við fórum svo hjónin á þorrablót hjá Sæfara, kajakklúbbnum.  Þar var fjör og skemmtilegheit.

IMG_2850

Hér eru nokkrir bestu kajakræðarar landsins er mér óhætt að segja.  Og tekið hraustlega til matar síns.

IMG_2851

Maður er manns gaman, hér þurfti enginn skemmtiatriði, því við skemmtum okkur vel við samræður og myndasýningu frá ferðum þessara kappa m.a. til Grænlands.

IMG_2855

Skemmtilegt kvöld.

IMG_2859

Þessar ömmustelpur gistu svo í nótt.

IMG_2764

Endum svo á hinu daglega veðri. 


Söngvakeppni sjónvarpsins - úrslitin.

Ánægð er ég með úrslitalagið í Evróvision.  Ég var skíthrædd um að við myndum senda annað hvort af þessum skrípalögum,sem mesta athygli vöktu, og ráðgjafarnir hömruðu sem mest á að fá send út.

Ég verð að segja svona eftir á eftir að hafa horft á úrslitakvöldið í tölvunni minni, að svo sannarlega vann besta lagið.

Davíð Olgeirsson, sem ég vildi helst sjá fara út, var of tense í kvöld, það skilaði sér því miður til áhorfenda.  Falsettan var á köflum ósannfærandi vegna óstyrks, því miður.

Spock lagið var falskt, og svo var líka um Hvar ertu nú.  Þessi tvö lög voru gerð út á grínið, og voru þannig séð góð.  En þau báru ekki sönginn uppi. Og þrátt fyrir rosalegan áróður svokallaðra dómara, þá náðu þau ekki nægilega miklu fylgi landsmanna sem betur fer.  Lagið sem kom næst vinningslaginu faglega séð voru þau Magni og Birgitta.  Bæði pottþétt og flott.

En Regína og Friðrik voru flottust.  Ég er ósköp ánægð með að þau fara út.  Ég er nefnilega þannig gerð að mér líkar ekki að reyna að vinna út á fíflagang.  Þá vil ég frekar bara vera í 16ánda sætinu, og una þar glöð og stolt. 

Ég sá hér á blogginu áðan eitt af því ósmekklegasta sem til er, og fullt af fordómum, eitthvað svohljóðandi;

Í stað þess að fá Spock eða Hohoheyhey sent út sendum við hommatitt og konu sem eiga enga samleið saman á sviði sjónrænt séð þó þau geti sungið saman, þetta er ekki illa meint en þau passa ekki saman til áð fá Evrópubúa til að falla fyrir sér 1,2 og 3.

Ég verð að segja að mér fannst Regína og Friðrik koma vel út á sviðinu.  Þau eru sæt saman, og þau eru bæði flottir söngvarar.  Kynhneigð kemur þarna bara nákvæmlega málinu ekkert við. 

Ég verð að segja að fyrir minn smekk, þá eru mínir fordómar meira á þann veg að ég vil ekki sjá gula uppþvottahanska, eða talentlaus vöðvabúnt send út í okkar nafni. 

Ég hef sjaldan verið jafnsátt við okkar framlag.  Og ég spái því að við munum komast langt í ár.

Svo legg ég til að við skiptum út þessum mjög svo vilhöllum dómurum, og fáum fólk sem reynir ekki að hafa áhrif á hvaða lög komast áfram.  Með því að segja, þetta lag verður að fara út og svo framvegis.  Það hefur endalaust farið í taugarnar á mér, hvað þessi þrjú hafa verið hlutdræg, og beinlínis reynt allt til að hafa áhrif á hver vinnur.  Það má því alveg skipta þeim út.  Ef einhverjir stóðu sig arfailla, þá voru það þessi þrjú.  Reyndar var þetta alltof langdregið of margir keppendur, og of mikið umfangs.  Af hverju til dæmis fengu menn annað tækifæri ?

Sum lögin þarna áttu ekkert erindi í loka úrslit.  Og svo voru önnur sem ég hefði viljað sjá fara áfram eins og til dæmis lagið Picture.

En úr því sem komið er, þá einhendum við okkur örugglega í að standa með vinningshöfunum, og standa með okkar fólki.  Við ætlum ekki endilega að vinnida, við viljum koma út úr þessu með reisn.  Helst komast alla leið í aðalkeppnina.  Svona er lífið.   Áfram Ísland.


Bloggfærslur 24. febrúar 2008

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2024211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband