7. mótmælafundurinn á Austurvelli. Áfram nýja Ísland!

Hver á sér fegra föðurland,

með fjöll og dal og bláan sand,

með norðurljósa bjarmaband

og björk og lind í hlíð,

með friðsæl býli, ljós og ljóð,

svo langt frá heimsins vígaslóð ?

Geym drottinn, okkar dýra land,

er duna jarðarstríð.

 

Hver á sér meðal þjóða þjóð,

er þekkir hvorki sverð né blóð,

og lifir sæl við ást og óð

og auð, sem friðsæld gaf?

Við heita brunna, hreinan blæ

og hátign Jökla, bláan sæ

hún unir grandvör, farsæl, fróð

og fráls - við yzta haf.

IMG_8110

IMG_1246

CIMG5875

CIMG5891

IMG_1675

IMG_1681

IMG_8106

IMG_8104

IMG_8147

IMG_3699

Íslenska þjóð, þjóðin mín.  Í dag er enn einn fundurinn á Austurvelli í Reykjavík, og annar á Akureyri.  Þetta er sá sjöundi, sjö er heilög tala, alveg eins og tilgangur þessara mótmæla er heilagur.  Heilagur réttur okkar til að tjá vilja okkar.  Sumir hafa sagt að það sé ekki ljóst fyrir hvað mótmælin standa, en það kom alveg í ljós hjá Herði Torfa á síðasta fundi, sem var sjónvarpað.  

Viljum við stjórn seðlabankans burt!

viljum við stjórn fjármálaeftirlitsins burt!

viljum við breytta stjórnhætti!

Viljum við spillingaröflin burt!

Viljum við friðsamleg mótmæli!

viljum við ríkisstjórnina burt!

Viljum við kosningar í vor!

viljum við samstöðu gegn spillingaröflum landsins.

Svo mörg voru þau orð.

Ég verð með ykkur í anda, þið eruð hetjurnar mínar í dag, öll sem þarna verðið.  Þið eruð að berjast fyrir mig líka.  Mig, börnin mín og alla sem eru í sömu sporum. 

Við lifum á sérkennilegum tímum.  Og þið eruð í þeim hópi sem fær fremsta sætið í leikhúsi lífsins, við hin verðum að gera okkur að góðu að sitja í öftustu sætunum.  En við gerum það með gleði, og þökk til ykkar sem standið í fararbroddi, berið okkar óskir með ykkar, blandið okkar orðum í ykkar.  Því við mælum einum munni.  Við viljum breytingar, við viljum réttlæti og við viljum sjá nýtt Ísland rísa.  Allir góðir vættir blessi ykkur og verndi.

Heill þér nýja Ísland!

images

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_hvitur_fani2


Veður, náttfatadagur og listasmiðja.

Já ég tók nokkrar myndir í dag.  Þessar fyrstu sýna svo ekki verður um villst að birtan er með ólíkindum á þessum árstíma.

IMG_3699

Og hún var tekin í morgun.

IMG_3700

Birtan dofnar dag frá degi.   Erfitt fyrir þunglynda að takast á við það.

IMG_3701

En ég fór í smáheimsókn í vinnuaðstöðu sonar míns í dag.  Þessi elska býr ekki við bestu kosti sem til eru, þó víðar væri leitað.  En þetta er eitt af verkunum sem hann vinnur að.

IMG_3702

Þessi er líka í vinnslu, Hulkarnir fjölga sér hratt.

IMG_3703

Ýsa og þorsur drengurinn er sífellt að fullkomna verkin sín.

IMG_3704

Þessi á lengra í land, en það er augljóst að hér er á ferð smábátur í smíðum.

IMG_3705

Annað vinnuborð af tveimur, þetta er inn í gróðurhúsi móðurinnar.

IMG_3706

Hér er verið að skapa.

IMG_3709

Aðalvinnusvæðið. Úti upp á lóð hjá mömmu sinni. Þessi aðstaða er náttúrulega ótrúleg miðað við hæfileikana sem hér eru sýndir.  En strákurinn minn lætur sér þetta líka, af því að hann hefur ekki í önnur hús að vernda.  Getið þið ímyndað ykkur hvað gæti komið út úr þessu við fyrsta flokks aðstæður?  Say no more.

IMG_3711

Hér erum við aftur á móti komin í leikskólann.  Ásthildur og Pálina, bestu vinir og amma kominn.

IMG_3712

Það var nefnilega náttfataveisla í leikskólanum í dag.  Þau áttu að koma í náttfötunum.  Og nutu þess í botn.

IMG_3713

Svo er að koma sér heim.

IMG_3714

Pálína vinkona Ásthildar er líka mamma tengdadóttur minnar, og við Pálína eigum þar von á barnabarni heheheh eitt í viðbót þar, og svo annað á leiðinni hjá Inga mínum og Möttu, en Matthildur er nefnilega líka frá Suðureyri.  Svo ég á miklu meira að sækja þangað en bara leikskóla.Heart

IMG_3716

Svo er náttúrlega smá afaknús, sem er must.

IMG_3719

Það er meiri háttar að knúsast með afa.

IMG_3720

Afa finnst það líka rosalega gaman.

IMG_3722

Og náttúrulega ömmu líka, sem tekur smátíma frá matseldinni til að taka myndir af prökkurum.

IMG_3725

ég get svo svarið það að ég náði svipnum á dýrinu.  Ef þessi stelpa verður ekki leikkona þá veit ég ekki hvað.  Hvað heldur þú Lilja Guðrún mín ? To be or not to be...

IMG_3726

Og svo prinsessan, þau afi voru að lesa saman prinsessan á bauninni, og Hanna Sól sagði strax að hún myndi aldrei vilja sofa á baun, það væri bara of sárt.  Og afi sagði auðvitað, því hún væri ekta prinsessaHeart

Ætla ekki að segja neitt um pólitík hér, en kem með svoleiðis á morgun pottþétt.  Því nú sýður á fólki.  Bara segi MUNIÐ FUNDINN Á AUSTURVELLI REYKJAVÍK Á MORGUN, OG NÚ ER LAG AÐ MÆTA.  Knús á ykkur öll fyrir svefninn.

 


Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband