31.10.2008 | 11:28
Hugleiðingar um jól og jólagjafir herrans árið 2008.
Ég veit að jólin verða mörgum erfið í ár. Ástandið í samfélaginu er þannig, að margir eiga um sárt að binda. Mig langar því að koma á framfæri smá hugmyndabanka um jólagjafir, sem ekki kosta mikið, eða jafnvel bara vinnu og umhyggju. Það þarf nefnilega ekki að kosta miklu til. Nú gildir að láta dýru gjafirnar eiga sig, og hlú að því einlæga og kærleiksríka.
Hér eru nokkrar hugmyndir;
Margir eiga efnisafganga eða garn inn í skáp, sem fólk veit ekki hvað á að gera við. Það má taka fram saumavél, nál og tvinna eða garnafganga, og sauma, hekla eða prjóna föt á uppáhaldsdúkku prinsessunnar.Þeir sem eru duglegir að teikna, geta teiknað dúkkulísur, þar má láta hugann reika og teikna allskonar falleg föt sem fylgja. Þetta getur líka orðið hin besta skemmtun.
Það er hægt að fá spýtur, sög og nagla, og smíða bíla, dúkkurúm eða dúkkuhús, foreldrar eða afi og amma, geta átt góðar stundir að föndra jólagjafirnar í atvinnuleysinu.
Síðan má föndra allskonar innanstokks muni, sófa, borð stóla mottur, rúm og bara hvað sem er. Þetta eru pottþétt velþegnar gjafir.
Fyrir fullorðna má föndra ýmislegt, eins og til dæmis sauma eða prjóna skemmtileg föt utan á rauðvínsflöskuna, tekönnuna, eða bara hvað sem er. Það má nota fallegar litlar öskjur, til dæmis utan af ostum, höfðingjaöskjurnar eru reglulega flottar, og camerbert
Þessar öskjur má mála eða sauma utan um, í fallegum litum, og fylla af ást og kærleika. Eða jafnvel sem skartgripaskrín. Óendanlegir möguleikar, bara útsjónarsemi.
Þeir sem eru duglegri á tölvurnar, það má gera allskonar skemmtileg plaköt, eða myndir af viðkomandi. Árita og prenta út.
Eða mynd með fallegu ljóði, annað hvort frumsömdu, eða frá þekktum höfundum.
Svo eru til manneskjur sem hafa gaman af að semja sögur, hvað er skemmtilegra en saga þar sem maður er sjálf söguhetjan samin af afa eða ömmu. Gafst mjög vel hjá mér í fyrra.
Eins og sést, þá eru margir möguleikar að gera aðventuna og aðdraganda jólanna gleðilega, og sameinað fjölskylduna, þó lítið sé í buddunni, og alveg óþarfi að hætta að gefa jólagjafir.
Og mín reynsla er sú, að einmitt þessar litlu, persónulegu gjafir gleðja mest. Af því að fólkið, börnin okkar skynja að við höfum lagt eitthvað á okkur til að gleðja.
Og eins og ég sagði áðan, þá leynist oft eitthvað nothæft í skápum og skúffum, sem hefur einmitt beðið eftir réttu hlutverki. Nú er rétti tíminn til að fara að skipuleggja hvað það er sem við viljum gera og hentar hverjum og einum. Og það verður jafnvel til þess að þessi tími myrkurs og örvæntingar verði ánægjulegri og sameini fjölskylduna meira en okkur órar fyrir. Þið getið líka komið með fleiri hugmyndir hingað inn. Eitthvað sem ykkur dettur í hug, eða hafið gert, og viljið miðla öðrum.
Það er nefnilega það smáa og einlæga sem gefst best. Látum þessi jól verða jól kærleikans, einfaldleikans og sameiningu fjölskyldunnar.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 31. október 2008
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2024208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar